„Þeir voru náttúrlega algerlega svo lúðalegir“ Þórarinn Þórarinsson skrifar 5. apríl 2019 09:00 "Þetta er ógeðslega fyndin mynd,“ segir Stína kokkur um myndina sem smellt var af henni með kampakátum Proclaimers-tvíburanum Craig Reid. Kolbrúnu Kristínu Daníelsdóttur finnst stórmerkilegt að Proclaimers-tvíburinn Craig Reid muni enn eftir því þegar hún vatt sér að honum í London 1988 með þau óvæntu gleðitíðindi að þeir bræður væru á toppi vinsældalista Rásar 2. Skosku tvíburarnir í The Proclaimers komust í fyrsta skipti með lag á topp vinsældalista þegar vinsældir lagsins I’m gonna be (500 Miles) á Íslandi fleyttu þeim í 1. sæti á vinsældalista Rásar 2. Þeir fréttu af þessu hruni vinsældalistamúrsins fyrir algera tilviljun þegar Kolbrún Kristín Daníelsdóttir, Stína kokkur, vatt sér að öðrum þeirra á veitingastað í London með þessi stórtíðindi.Kolbrún Kristín gat ekki stillt sig um að setjast hjá Craig Reid á veitingastað í London 1988 og upplýsa hann um miklar vinsældir The Proclaimers á Íslandi. Hún og vinkona hennar höfðu skellt sér í sólarhringsferð til London.Craig Reid, annar tvíburanna, rifjaði upp söguna af þessu í viðtali við Fréttablaðið í gær en þeir bræður eru væntanlegir til landsins í fyrsta skipti og verða með tónleika í Hörpu síðar í þessum mánuði. „Þetta var bara nákvæmlega eins og hann lýsir því,“ segir Stína við Fréttablaðið. „Hann hváði bara og var mjög hissa en ég settist bara við hliðina á honum til þess að segja honum tíðindin. Maður gleymir þessu náttúrlega aldrei og ég hugsa alltaf um þetta þegar ég heyri tónlistina þeirra. Mér finnst nú enn merkilegra að hann skuli muna þetta,“ segir Stína.Alger tilviljunStína segir að um algera tilviljun hafi verið að ræða en hún og vinkona hennar hafi ákveðið að skella sér í sólarhringsferð til London, „eins og tíðkaðist þá. Við fórum þarna saman, tvær skvísur.“ Hún stundaði á þessum tíma nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands og sagðist hafa verið spennt fyrir að prufa einhvern sniðugan veitingastað meðal annars til þess að smakka önd. „Þannig að við förum á þennan veitingastað sem ég man ekkert hvað heitir. Við sitjum svo þarna og erum að fá okkur að borða og þá sé ég hann bara út undan mér á næsta borði,“ segir Stína sem taldi sér ljúft og skylt að færa Craig fréttirnar frá Íslandi. Kódak-móment „Vegna þess að þá voru þeir bara aðalnúmerið hérna og búnir að vera í 1. sætinu á Rásar 2 listanum. Ég var svolítið hikandi en hugsaði bara með mér að ég gæti ekki látið þetta ógert. Mér fannst ég alls ekki geta sleppt því, þannig að ég bara vippaði mér yfir til hans og kynnti mig og spurði hvort hann væri ekki annar tvíburanna og hvort hann vissi það að þeir ættu lagið í toppsætinu á vinsældalistanum á Íslandi. Ég varð að tala við manninn, segja honum þetta og fá mynd af mér. Við spjölluðum eitthvað og ég fékk mynd af mér með honum,“ segir Stína. „Þetta er ógeðslega fyndin mynd. Við tókum þetta bara á Kodak. Þetta var bara Olympus-myndavél með flassi. Hugsaðu þér hvað við vorum heppnar að vera með myndavélina með okkur. Þetta var náttúrlega löngu fyrir tíma símanna og þetta var ekkert „selfie“ sko, fór í framköllun og allt. Þetta var og er enn ferlega sniðugt. Við erum að tala um það að ég var bara að hitta stjörnuna, halló! Bara algjör tilviljun.“ Stínu fannst þessi óvænti fundur í London stórfrétt á sínum tíma og það segir sína sögu að þremur áratugum síðar en þetta enn frétt. „Ég var eitthvað að spá í að fara með þetta í blöðin á sínum tíma. Þetta er náttúrlega mjög merkilegt sko,“ segir Stína og hlær. „Ég ætlaði að skjótast með þetta í Dagblaðið en svo varð aldrei neitt úr því.“Eins og Sálin Stína segist ekki hafa verið eldheitur Proclaimers-aðdáandi 1988 en hún hafi haft gaman af tónlist þeirra og hafi enn. „Þeir voru náttúrlega algerlega svo lúðalegir en það virkaði greinilega hér og jú, jú, ég fílaði þetta alveg. Ég átti enga plötu með þeim og hlustaði bara á þá í útvarpinu. Svo var ég að frétta núna, frá kunningjakonu minni sem þekkir vel til í Skotlandi að þeir séu gríðarlega vinsælir í Skotlandi. Hún sagði mér að þeir væru svo þekktir að þeir séu bara eins og Sálin hans Jóns míns þarna úti.“ Stína er kokkur á Flúðum þar sem hún rekur meðal annars veisluþjónustu og vinnur mikið með grænmetið sem þar vex út um allar trissur en ætlar að sjálfsögðu að gera sér kaupstaðarferð 15. apríl og mæta á tónleikana. „Hvað heldurðu? Ekki spurning og ég býð auðvitað henni Guðbjörgu með mér sem var þarna úti með mér. Þetta var alger ævintýraferð og öndin var sjúklega góð. Ég man það enn þá, krispí appelsínuönd alveg bara í fyrsta skipti á ævinni og hún var geðveik.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Frægðarsólin skín enn á Proclaimers í Leith Rúm þrjátíu ár eru liðin síðan skosku tvíburarnir í The Proclaimers lögðu að baki 500 mílur og síðan aðrar 500 til viðbótar og sungu sig inn í hug og hjörtu Íslendinga sem komu þeim í 1. sæti vinsældalista, fyrstir allra þjóða. Þeir taka nú loks lagið í Hörpu. 4. apríl 2019 12:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Kolbrúnu Kristínu Daníelsdóttur finnst stórmerkilegt að Proclaimers-tvíburinn Craig Reid muni enn eftir því þegar hún vatt sér að honum í London 1988 með þau óvæntu gleðitíðindi að þeir bræður væru á toppi vinsældalista Rásar 2. Skosku tvíburarnir í The Proclaimers komust í fyrsta skipti með lag á topp vinsældalista þegar vinsældir lagsins I’m gonna be (500 Miles) á Íslandi fleyttu þeim í 1. sæti á vinsældalista Rásar 2. Þeir fréttu af þessu hruni vinsældalistamúrsins fyrir algera tilviljun þegar Kolbrún Kristín Daníelsdóttir, Stína kokkur, vatt sér að öðrum þeirra á veitingastað í London með þessi stórtíðindi.Kolbrún Kristín gat ekki stillt sig um að setjast hjá Craig Reid á veitingastað í London 1988 og upplýsa hann um miklar vinsældir The Proclaimers á Íslandi. Hún og vinkona hennar höfðu skellt sér í sólarhringsferð til London.Craig Reid, annar tvíburanna, rifjaði upp söguna af þessu í viðtali við Fréttablaðið í gær en þeir bræður eru væntanlegir til landsins í fyrsta skipti og verða með tónleika í Hörpu síðar í þessum mánuði. „Þetta var bara nákvæmlega eins og hann lýsir því,“ segir Stína við Fréttablaðið. „Hann hváði bara og var mjög hissa en ég settist bara við hliðina á honum til þess að segja honum tíðindin. Maður gleymir þessu náttúrlega aldrei og ég hugsa alltaf um þetta þegar ég heyri tónlistina þeirra. Mér finnst nú enn merkilegra að hann skuli muna þetta,“ segir Stína.Alger tilviljunStína segir að um algera tilviljun hafi verið að ræða en hún og vinkona hennar hafi ákveðið að skella sér í sólarhringsferð til London, „eins og tíðkaðist þá. Við fórum þarna saman, tvær skvísur.“ Hún stundaði á þessum tíma nám í Hótel- og veitingaskóla Íslands og sagðist hafa verið spennt fyrir að prufa einhvern sniðugan veitingastað meðal annars til þess að smakka önd. „Þannig að við förum á þennan veitingastað sem ég man ekkert hvað heitir. Við sitjum svo þarna og erum að fá okkur að borða og þá sé ég hann bara út undan mér á næsta borði,“ segir Stína sem taldi sér ljúft og skylt að færa Craig fréttirnar frá Íslandi. Kódak-móment „Vegna þess að þá voru þeir bara aðalnúmerið hérna og búnir að vera í 1. sætinu á Rásar 2 listanum. Ég var svolítið hikandi en hugsaði bara með mér að ég gæti ekki látið þetta ógert. Mér fannst ég alls ekki geta sleppt því, þannig að ég bara vippaði mér yfir til hans og kynnti mig og spurði hvort hann væri ekki annar tvíburanna og hvort hann vissi það að þeir ættu lagið í toppsætinu á vinsældalistanum á Íslandi. Ég varð að tala við manninn, segja honum þetta og fá mynd af mér. Við spjölluðum eitthvað og ég fékk mynd af mér með honum,“ segir Stína. „Þetta er ógeðslega fyndin mynd. Við tókum þetta bara á Kodak. Þetta var bara Olympus-myndavél með flassi. Hugsaðu þér hvað við vorum heppnar að vera með myndavélina með okkur. Þetta var náttúrlega löngu fyrir tíma símanna og þetta var ekkert „selfie“ sko, fór í framköllun og allt. Þetta var og er enn ferlega sniðugt. Við erum að tala um það að ég var bara að hitta stjörnuna, halló! Bara algjör tilviljun.“ Stínu fannst þessi óvænti fundur í London stórfrétt á sínum tíma og það segir sína sögu að þremur áratugum síðar en þetta enn frétt. „Ég var eitthvað að spá í að fara með þetta í blöðin á sínum tíma. Þetta er náttúrlega mjög merkilegt sko,“ segir Stína og hlær. „Ég ætlaði að skjótast með þetta í Dagblaðið en svo varð aldrei neitt úr því.“Eins og Sálin Stína segist ekki hafa verið eldheitur Proclaimers-aðdáandi 1988 en hún hafi haft gaman af tónlist þeirra og hafi enn. „Þeir voru náttúrlega algerlega svo lúðalegir en það virkaði greinilega hér og jú, jú, ég fílaði þetta alveg. Ég átti enga plötu með þeim og hlustaði bara á þá í útvarpinu. Svo var ég að frétta núna, frá kunningjakonu minni sem þekkir vel til í Skotlandi að þeir séu gríðarlega vinsælir í Skotlandi. Hún sagði mér að þeir væru svo þekktir að þeir séu bara eins og Sálin hans Jóns míns þarna úti.“ Stína er kokkur á Flúðum þar sem hún rekur meðal annars veisluþjónustu og vinnur mikið með grænmetið sem þar vex út um allar trissur en ætlar að sjálfsögðu að gera sér kaupstaðarferð 15. apríl og mæta á tónleikana. „Hvað heldurðu? Ekki spurning og ég býð auðvitað henni Guðbjörgu með mér sem var þarna úti með mér. Þetta var alger ævintýraferð og öndin var sjúklega góð. Ég man það enn þá, krispí appelsínuönd alveg bara í fyrsta skipti á ævinni og hún var geðveik.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Frægðarsólin skín enn á Proclaimers í Leith Rúm þrjátíu ár eru liðin síðan skosku tvíburarnir í The Proclaimers lögðu að baki 500 mílur og síðan aðrar 500 til viðbótar og sungu sig inn í hug og hjörtu Íslendinga sem komu þeim í 1. sæti vinsældalista, fyrstir allra þjóða. Þeir taka nú loks lagið í Hörpu. 4. apríl 2019 12:30 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Frægðarsólin skín enn á Proclaimers í Leith Rúm þrjátíu ár eru liðin síðan skosku tvíburarnir í The Proclaimers lögðu að baki 500 mílur og síðan aðrar 500 til viðbótar og sungu sig inn í hug og hjörtu Íslendinga sem komu þeim í 1. sæti vinsældalista, fyrstir allra þjóða. Þeir taka nú loks lagið í Hörpu. 4. apríl 2019 12:30
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið