Hæðast að ummælum Trump um vindtúrbínur og krabbamein Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 15:45 Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Vísir/Getty Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hljóðið frá vindtúrbínum olli krabbameini hefur mikið grín verið gert að forsetanum á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Hann hefur ítrekað sagt að vindtúrbínur, sem hann kallar alltaf vindmyllur sem virðist vera lenskan í Bandaríkjunum, séu ljótar og háværar, þær drepi gífurlegan fjölda fugla og að þær séu slæm fjárfesting þar sem auðvelt sé að sprengja þær í loft upp í stríði. Chuck Grassley, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði ummæli Trump vera heimskuleg. Trump bætti þó einni ástæðu við þann lista á þriðjudagskvöldið. Þá sagði hann að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Sem það gerir auðvitað ekki. Ef svo væri hefði það verið hættulegt af forsetanum að leika hljóðið eftir í ræðu hans eins og hann gerði.Þáttastjórnandi Trevor Noah kafaði djúpt í deilur Trump við Vindtúrbínur og tók saman fjölmörg ummæli hans þar að lútandi.Stephen Colbert sagði einnig frá ummælum Trump og grínaðist með að forsetinn virtist líta á vindtúrbínur sem mikla ógn við Bandaríkin. Hann sagði augljóst að vindtúrbínur valdi krabbameini. Það væri auðvitað ástæða þess að allir Hollendingar hefðu dáið. Þar var hann auðvitað að grínast. Hollendingar eru í góðu ásigkomulagi. Colbert sagði hljóð ekki valda krabbameini en hann stæði þó í þeirri trú að það að hlusta á Trump gæti valdið heilaskemmdum.Seth Meyers tók ummælin einnig til skoðunar og velti vöngum yfir því hvort að vindtúrbínur ættu að vera helsti andstæðingur Trump í forsetakosningunum á næsta ári.Þegar Mercedes Schlapp, ein af talskonum Trump, var spurð að því í gær hvort hljóð frá vindtúrbínum væri krabbameinsvaldandi, sagðist hún ekki geta svarað þeirri spurningu, sem er ótrúlegt.Question: "Do wind turbines cause cancer?" Mercedes Schlapp, White House Director of Strategic Communications: "I don't have an answer to that." pic.twitter.com/cxcZHQoov2 — The Hill (@thehill) April 3, 2019 Donald Trump Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Sjá meira
Eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hljóðið frá vindtúrbínum olli krabbameini hefur mikið grín verið gert að forsetanum á samfélagsmiðlum og í sjónvarpi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rekið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Hann hefur ítrekað sagt að vindtúrbínur, sem hann kallar alltaf vindmyllur sem virðist vera lenskan í Bandaríkjunum, séu ljótar og háværar, þær drepi gífurlegan fjölda fugla og að þær séu slæm fjárfesting þar sem auðvelt sé að sprengja þær í loft upp í stríði. Chuck Grassley, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagði ummæli Trump vera heimskuleg. Trump bætti þó einni ástæðu við þann lista á þriðjudagskvöldið. Þá sagði hann að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Sem það gerir auðvitað ekki. Ef svo væri hefði það verið hættulegt af forsetanum að leika hljóðið eftir í ræðu hans eins og hann gerði.Þáttastjórnandi Trevor Noah kafaði djúpt í deilur Trump við Vindtúrbínur og tók saman fjölmörg ummæli hans þar að lútandi.Stephen Colbert sagði einnig frá ummælum Trump og grínaðist með að forsetinn virtist líta á vindtúrbínur sem mikla ógn við Bandaríkin. Hann sagði augljóst að vindtúrbínur valdi krabbameini. Það væri auðvitað ástæða þess að allir Hollendingar hefðu dáið. Þar var hann auðvitað að grínast. Hollendingar eru í góðu ásigkomulagi. Colbert sagði hljóð ekki valda krabbameini en hann stæði þó í þeirri trú að það að hlusta á Trump gæti valdið heilaskemmdum.Seth Meyers tók ummælin einnig til skoðunar og velti vöngum yfir því hvort að vindtúrbínur ættu að vera helsti andstæðingur Trump í forsetakosningunum á næsta ári.Þegar Mercedes Schlapp, ein af talskonum Trump, var spurð að því í gær hvort hljóð frá vindtúrbínum væri krabbameinsvaldandi, sagðist hún ekki geta svarað þeirri spurningu, sem er ótrúlegt.Question: "Do wind turbines cause cancer?" Mercedes Schlapp, White House Director of Strategic Communications: "I don't have an answer to that." pic.twitter.com/cxcZHQoov2 — The Hill (@thehill) April 3, 2019
Donald Trump Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið