Dregur úr trúverðugleika seðlabankans Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. apríl 2019 11:55 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði seðlabankans í kjarasamningum. Vísir/vilhelm „Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu. Nýr kjarasamningur er að hluta sniðinn utan um vaxtastig í landinu. Í tilkynningu frá ASÍ segir að það sé forsenda að vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningnum séu ákvæði um uppsögn verði vaxtalækkanir ekki að veruleika. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent og í síðustu fundargerð peningastefnunefndar sem var birt í gær ítrekar nefndin að peningastefnan á næstu misserum muni að miklu leyti ráðast af launahækkunum og áhrifum þeirra á verðbólgu. Fari verðbólga fram úr markmiðum verða vextir því mögulega hækkaðir. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði Seðlabankans með því að gera peningastefnuna að forsendu í kjarasamningum. „Seðlabankanum ber einfaldlega að bregðast við verðlagsþróun með hækkun eða lækkun vaxta. Ef kjarasamningar leiða til hógvægrar verðbólgu að þá er engin ástæða til að ætla annað en að seðlabankinn muni lækka vexti. Verði raunin önnur að þá ber bankanum auðvitað að bregðast við því með því að beita þeim tækjum sem hann hefur," segir Þorsteinn. Þurfi seðlabankinn á samningstímabilinu að bregðast við efnahagsþróun með vaxtahækkun hafi samningsaðilar engar löglegar leiðir til þess að knýja hann til annars, enda er hann sjálfstæð stofnun. „Það er mjög óeðlilegt að setja þennan þrýsting á seðlabankann; að kjarasamningum geti verið sagt upp ef bankinn lækkar ekki vexti." „Það hefur alltaf verið horft til þess í vestrænum ríkjum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka að það sé alveg gríðarlega mikilvægt að bankinn sé sjálfstæður í störfum sínum. Sé ekki beittur þrýstingi að hálfu stjórnmálamanna eða annarra aðila til ákvarðana sem ekki eru í takti við þau markmið sem bankanum ber að vinna eftir. Af því slíkt grefur til lengdar undan trúverðugleika peningastefnunnar," segir Þorsteinn Víglundsson. Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu. Nýr kjarasamningur er að hluta sniðinn utan um vaxtastig í landinu. Í tilkynningu frá ASÍ segir að það sé forsenda að vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningnum séu ákvæði um uppsögn verði vaxtalækkanir ekki að veruleika. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent og í síðustu fundargerð peningastefnunefndar sem var birt í gær ítrekar nefndin að peningastefnan á næstu misserum muni að miklu leyti ráðast af launahækkunum og áhrifum þeirra á verðbólgu. Fari verðbólga fram úr markmiðum verða vextir því mögulega hækkaðir. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði Seðlabankans með því að gera peningastefnuna að forsendu í kjarasamningum. „Seðlabankanum ber einfaldlega að bregðast við verðlagsþróun með hækkun eða lækkun vaxta. Ef kjarasamningar leiða til hógvægrar verðbólgu að þá er engin ástæða til að ætla annað en að seðlabankinn muni lækka vexti. Verði raunin önnur að þá ber bankanum auðvitað að bregðast við því með því að beita þeim tækjum sem hann hefur," segir Þorsteinn. Þurfi seðlabankinn á samningstímabilinu að bregðast við efnahagsþróun með vaxtahækkun hafi samningsaðilar engar löglegar leiðir til þess að knýja hann til annars, enda er hann sjálfstæð stofnun. „Það er mjög óeðlilegt að setja þennan þrýsting á seðlabankann; að kjarasamningum geti verið sagt upp ef bankinn lækkar ekki vexti." „Það hefur alltaf verið horft til þess í vestrænum ríkjum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka að það sé alveg gríðarlega mikilvægt að bankinn sé sjálfstæður í störfum sínum. Sé ekki beittur þrýstingi að hálfu stjórnmálamanna eða annarra aðila til ákvarðana sem ekki eru í takti við þau markmið sem bankanum ber að vinna eftir. Af því slíkt grefur til lengdar undan trúverðugleika peningastefnunnar," segir Þorsteinn Víglundsson.
Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira