Skyldi ekki afskrifa ÍR og Þór Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. apríl 2019 13:30 Það mun mikið mæða á leikmönnum ÍR í baráttu við Hlyn Bæringsson inni í teignum. Fréttablaðið/sigtryggur ari Eftir stutta hvíld er komið að næsta leik í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í kvöld þegar ríkjandi bikar- og deildarmeistarar Stjörnunnar taka á móti ÍR sem sló Njarðvík óvænt út á mánudaginn. Á morgun er svo komið að fyrsta leik KR og Þórs Þorlákshöfn þar sem Þórsarar reyna að verða fyrsta liðið í sex ár til að slá KR út í úrslitakeppninni. Eftir standa tvö sigursælustu liðin í karlaflokki, KR sem hefur unnið titilinn sautján sinnum og ÍR með fimmtán titla ásamt Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar. „Fyrsti leikurinn er alltaf mikil skák þegar andstæðingarnir setjast við borðið og bregðast við aðgerðum hvor annars. Þar þreifa liðin hvort á öðru fyrir einvígið sjálft og það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson sem Fréttablaðið ræddi við um komandi einvígi. Garðbæingar hafa unnið alla þrjá leikina gegn ÍR í vetur sannfærandi og verða að teljast líklegri aðilinn enda ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. „Leikmannahópur Stjörnunnar er það sterkur að leikmennirnir yrðu að ég held fyrir vonbrigðum ef þeir dyttu út í undanúrslitunum,“ segir Friðrik, aðspurður hvort pressan sé á Stjörnunni. „Það væri glapræði hjá Stjörnunni að vanmeta ÍR og kæruleysi verður ekki liðið hjá þjálfarateyminu. Það væri sterkt hjá Stjörnunni að byrja af krafti og reyna að grípa ÍR-inga í bólinu. ÍR er nýkomið úr þvílíku fimm leikja einvígi og það er oft erfitt að koma úr slíkum leikjum. Stjarnan getur náð frumkvæðinu í einvíginu strax í kvöld,“ segir Friðrik sem hefur hrifist af ÍR-ingum. „Þetta ÍR lið er skemmtilega óútreiknanlegt. Þeir eru baráttuglaðir og mæta ef til vill trylltir til leiks strax í fyrsta leikinn. Það gæti hentað þeim að það sé stutt á milli leikja. Þeir geta byggt á góðu hlutunum frá leikjunum gegn Njarðvík þar sem það var gott jafnvægi í leik liðsins í vörn og sókn. Sóknarleikurinn er fjölbreytilegur með Sigurð, Matthías og Kevin. Það verða frábærir einstaklingar að kljást út um allan völl.“ Aðspurður tók Friðrik undir að breiddin væri meiri hjá Stjörnunni. „Þeir eru með meiri breidd og vel samsett lið sem þekkir það að kreista út sigra. Eftir komu Brandons Rozzell hafa þeir ekki tapað mörgum leikjum og líta heilt yfir vel út. Þessi lið hafa oft mæst á undanförnum árum og það hefur verið hiti í þessum leikjum. Þetta verður spennandi einvígi.“Kinu Rochford hefur verið frábær í liði Þórs í vetur. Fréttablaðið/ernirÍ seinna einvíginu mæta Þórsarar KR eftir að hafa unnið magnaðan sigur á Tindastól á mánudaginn. „Ég benti mönnum á það snemma í vetur að gleyma ekki KR. Þeir lentu í vandræðum en eru með mikla breidd. Hávaxna og spræka leikmenn í öllum stöðum, mikla reynslu og kunnáttu í bland. Það eru karakterar í þessu liði sem taka því sem hvatningu og stíga upp þegar þeir eru afskrifaðir. Að mínu mati er KR sigurstranglegra en það skyldi enginn afskrifa Þór. Baldur hefur unnið magnað afrek með þetta lið,“ sagði Friðrik um hið magnaða afrek Þórsara sem luku leiknum gegn Stólunum á 18-3 spretti sem skilaði sigrinum. „Þórsarar gefast aldrei upp og það hefur einkennt liðið síðustu ár. Þetta var líka svona þegar Baldur var leikmaður liðsins undir stjórn Benedikts og síðar Einars Árna. Emil Karel og Halldór Garðar eru gott dæmi um leikmenn sem þrífast á þessu.“ Óvíst er hver staðan er á Kinu Rochford sem var haltrandi í leikjunum gegn Stólunum. „Ég vona, þeirra vegna, að meiðsli Kinu séu ekki alvarleg. Það er heilmikið spunnið í hann en það mun reyna gríðarlega mikið á hann gegn KR í þessu einvígi. KR er með marga leikmenn sem geta barist við stóru leikmenn Þórs inn í teignum en það má ekki gleyma að Þór er með frábæra bakvarðasveit, Nikolas Tomsick hefur verið stórkostlegur í vetur. Þór er sýnd veiði en ekki gefin og þetta verður annað áhugavert einvígi, hvernig liðin mátast við hvort annað.“ Aðspurður sagði Friðrik ekki hægt að afskrifa Þór og ÍR eftir afrekið sem liðin unnu í 8-liða úrslitunum þar sem ÍR og Þór lentu 0-2 undir en unnu þrjá leiki í röð og fóru áfram. „Það er alveg líklegt að KR og Stjarnan mætist í úrslitum, ég taldi líklegt að þau myndu mætast í undanúrslitunum en það skyldi enginn afskrifa hvorki ÍR né Þór í þessum einvígjum. Það sem þessi lið gerðu í átta liða úrslitunum og það á sama degi var magnað,“ segir Friðrik Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Eftir stutta hvíld er komið að næsta leik í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla í kvöld þegar ríkjandi bikar- og deildarmeistarar Stjörnunnar taka á móti ÍR sem sló Njarðvík óvænt út á mánudaginn. Á morgun er svo komið að fyrsta leik KR og Þórs Þorlákshöfn þar sem Þórsarar reyna að verða fyrsta liðið í sex ár til að slá KR út í úrslitakeppninni. Eftir standa tvö sigursælustu liðin í karlaflokki, KR sem hefur unnið titilinn sautján sinnum og ÍR með fimmtán titla ásamt Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar. „Fyrsti leikurinn er alltaf mikil skák þegar andstæðingarnir setjast við borðið og bregðast við aðgerðum hvor annars. Þar þreifa liðin hvort á öðru fyrir einvígið sjálft og það verður gaman að sjá hvað gerist,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson sem Fréttablaðið ræddi við um komandi einvígi. Garðbæingar hafa unnið alla þrjá leikina gegn ÍR í vetur sannfærandi og verða að teljast líklegri aðilinn enda ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. „Leikmannahópur Stjörnunnar er það sterkur að leikmennirnir yrðu að ég held fyrir vonbrigðum ef þeir dyttu út í undanúrslitunum,“ segir Friðrik, aðspurður hvort pressan sé á Stjörnunni. „Það væri glapræði hjá Stjörnunni að vanmeta ÍR og kæruleysi verður ekki liðið hjá þjálfarateyminu. Það væri sterkt hjá Stjörnunni að byrja af krafti og reyna að grípa ÍR-inga í bólinu. ÍR er nýkomið úr þvílíku fimm leikja einvígi og það er oft erfitt að koma úr slíkum leikjum. Stjarnan getur náð frumkvæðinu í einvíginu strax í kvöld,“ segir Friðrik sem hefur hrifist af ÍR-ingum. „Þetta ÍR lið er skemmtilega óútreiknanlegt. Þeir eru baráttuglaðir og mæta ef til vill trylltir til leiks strax í fyrsta leikinn. Það gæti hentað þeim að það sé stutt á milli leikja. Þeir geta byggt á góðu hlutunum frá leikjunum gegn Njarðvík þar sem það var gott jafnvægi í leik liðsins í vörn og sókn. Sóknarleikurinn er fjölbreytilegur með Sigurð, Matthías og Kevin. Það verða frábærir einstaklingar að kljást út um allan völl.“ Aðspurður tók Friðrik undir að breiddin væri meiri hjá Stjörnunni. „Þeir eru með meiri breidd og vel samsett lið sem þekkir það að kreista út sigra. Eftir komu Brandons Rozzell hafa þeir ekki tapað mörgum leikjum og líta heilt yfir vel út. Þessi lið hafa oft mæst á undanförnum árum og það hefur verið hiti í þessum leikjum. Þetta verður spennandi einvígi.“Kinu Rochford hefur verið frábær í liði Þórs í vetur. Fréttablaðið/ernirÍ seinna einvíginu mæta Þórsarar KR eftir að hafa unnið magnaðan sigur á Tindastól á mánudaginn. „Ég benti mönnum á það snemma í vetur að gleyma ekki KR. Þeir lentu í vandræðum en eru með mikla breidd. Hávaxna og spræka leikmenn í öllum stöðum, mikla reynslu og kunnáttu í bland. Það eru karakterar í þessu liði sem taka því sem hvatningu og stíga upp þegar þeir eru afskrifaðir. Að mínu mati er KR sigurstranglegra en það skyldi enginn afskrifa Þór. Baldur hefur unnið magnað afrek með þetta lið,“ sagði Friðrik um hið magnaða afrek Þórsara sem luku leiknum gegn Stólunum á 18-3 spretti sem skilaði sigrinum. „Þórsarar gefast aldrei upp og það hefur einkennt liðið síðustu ár. Þetta var líka svona þegar Baldur var leikmaður liðsins undir stjórn Benedikts og síðar Einars Árna. Emil Karel og Halldór Garðar eru gott dæmi um leikmenn sem þrífast á þessu.“ Óvíst er hver staðan er á Kinu Rochford sem var haltrandi í leikjunum gegn Stólunum. „Ég vona, þeirra vegna, að meiðsli Kinu séu ekki alvarleg. Það er heilmikið spunnið í hann en það mun reyna gríðarlega mikið á hann gegn KR í þessu einvígi. KR er með marga leikmenn sem geta barist við stóru leikmenn Þórs inn í teignum en það má ekki gleyma að Þór er með frábæra bakvarðasveit, Nikolas Tomsick hefur verið stórkostlegur í vetur. Þór er sýnd veiði en ekki gefin og þetta verður annað áhugavert einvígi, hvernig liðin mátast við hvort annað.“ Aðspurður sagði Friðrik ekki hægt að afskrifa Þór og ÍR eftir afrekið sem liðin unnu í 8-liða úrslitunum þar sem ÍR og Þór lentu 0-2 undir en unnu þrjá leiki í röð og fóru áfram. „Það er alveg líklegt að KR og Stjarnan mætist í úrslitum, ég taldi líklegt að þau myndu mætast í undanúrslitunum en það skyldi enginn afskrifa hvorki ÍR né Þór í þessum einvígjum. Það sem þessi lið gerðu í átta liða úrslitunum og það á sama degi var magnað,“ segir Friðrik Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga