Bjarni: Eitt það sem heimskulegasta sem ég hef heyrt á ævinni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 3. apríl 2019 21:50 Bjarni Fritzon er þjálfari ÍR. vísir/bára ÍR og Stjarnan gerðu 25-25 jafntefli í gríðarlega spennandi leik í Olís deildinni í kvöld. ÍR voru yfir mest allan leikinn en misstu síðan forystuna frá sér undir lokinn. Bjarni Fritzson þjálfari ÍR var skiljanlega óánægður með að missa forystuna frá sér á lokakaflanum. Bjarni var einnig gríðarlega óánægður með dóm í lokasókn leiksins. Í lokasókn ÍR var dæmt fríkast en Bjarni og allir aðrir ÍRingar vildu fá víti. Þrátt fyrir að þetta hafi verið sjónvarpsleikur og dómararnir voru aðgang að VARsjá skoðuðu þeir atvikið en það má ekki þegar um svona dóma er að ræða. „Ég er ekkert að fara að drulla yfir dómarana. Mér fannst þetta bara vera víti og ég á ekki til auka tekið orð. Að þeir megi ekki kíkja á vídeóupptöku hvort þetta sé víti eða ekki víti á seinustu sekúndu leiksins, ef það er eitthvað bannað þá er það bara eitt það sem heimskulegasta sem ég hef heyrt á ævinni. “ „Þeir eiga að geta notað þetta þetta VAR þegar þeir eru óvissir og undir pressu á seinustu sekúndunum. Þegar leikurinn er undir, eða þeir sleppa því. Það er ekki bara hvort það sé rautt eða ekki rautt, mark eða ekki mark, en ég er ekki að fara að drulla yfir þá neitt en ég er brjálaður.” ÍR töpuðu seinni hálfleiknum en þeir skoruðu einungis 11 mörk í honum. Sóknarleikurinn var slakur allan seinni hálfleikinn og Bjarni var ekki ánægður með spilamennskuna á köflum. „Þeir tóku okkur aðeins útaf laginu þegar þeir byrja að plúsa Begga. Við erum samt að fá töluvert af færum en Bubbi er bara að verja svolítið vel. Þá koma þeir inn í leikinn.” „Síðan kemur þessi kafli þar sem við erum komnir fjórum mörkum yfir. En missum forystuna of auðveldlega af því að við erum bara óagaðir. Við förum alltof í árasir , erum að skjóta yfir blokkir og erum að fara inn úr mjög þröngum færum. Við vorum að opna þá frekar auðveldlega á þeim kafla.” Bjarni súmmeraði seinni hálfleikinn snyrtilega niður fyrir okkur. „Við skulum bara segja að þeir hafi komist inn í leikinn af því að Bubbi varði aðeins og þeir spiluðu þetta 7 á móti 6 kerfi náttúrulega mjög vel. Markvarslan datt síðan niður í seinni hálfleik líka.” Bjarni var gríðarlega óánægður eftir leikinn en hann gleymdi meiri segja í lokinn að hann hafi fengið eitt stig úr leiknum. „Við ættum að vera ofar en Stjarnan. Við erum miklu betri en þeir í dag. Þeir eiga reyndar góð skil í kvöld og nýta sína styrkleika mjög vel. Þeir spiluðu rosalega agað sóknarlega. Ég er auðvitað bara pirraður yfir að tapa.” Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
ÍR og Stjarnan gerðu 25-25 jafntefli í gríðarlega spennandi leik í Olís deildinni í kvöld. ÍR voru yfir mest allan leikinn en misstu síðan forystuna frá sér undir lokinn. Bjarni Fritzson þjálfari ÍR var skiljanlega óánægður með að missa forystuna frá sér á lokakaflanum. Bjarni var einnig gríðarlega óánægður með dóm í lokasókn leiksins. Í lokasókn ÍR var dæmt fríkast en Bjarni og allir aðrir ÍRingar vildu fá víti. Þrátt fyrir að þetta hafi verið sjónvarpsleikur og dómararnir voru aðgang að VARsjá skoðuðu þeir atvikið en það má ekki þegar um svona dóma er að ræða. „Ég er ekkert að fara að drulla yfir dómarana. Mér fannst þetta bara vera víti og ég á ekki til auka tekið orð. Að þeir megi ekki kíkja á vídeóupptöku hvort þetta sé víti eða ekki víti á seinustu sekúndu leiksins, ef það er eitthvað bannað þá er það bara eitt það sem heimskulegasta sem ég hef heyrt á ævinni. “ „Þeir eiga að geta notað þetta þetta VAR þegar þeir eru óvissir og undir pressu á seinustu sekúndunum. Þegar leikurinn er undir, eða þeir sleppa því. Það er ekki bara hvort það sé rautt eða ekki rautt, mark eða ekki mark, en ég er ekki að fara að drulla yfir þá neitt en ég er brjálaður.” ÍR töpuðu seinni hálfleiknum en þeir skoruðu einungis 11 mörk í honum. Sóknarleikurinn var slakur allan seinni hálfleikinn og Bjarni var ekki ánægður með spilamennskuna á köflum. „Þeir tóku okkur aðeins útaf laginu þegar þeir byrja að plúsa Begga. Við erum samt að fá töluvert af færum en Bubbi er bara að verja svolítið vel. Þá koma þeir inn í leikinn.” „Síðan kemur þessi kafli þar sem við erum komnir fjórum mörkum yfir. En missum forystuna of auðveldlega af því að við erum bara óagaðir. Við förum alltof í árasir , erum að skjóta yfir blokkir og erum að fara inn úr mjög þröngum færum. Við vorum að opna þá frekar auðveldlega á þeim kafla.” Bjarni súmmeraði seinni hálfleikinn snyrtilega niður fyrir okkur. „Við skulum bara segja að þeir hafi komist inn í leikinn af því að Bubbi varði aðeins og þeir spiluðu þetta 7 á móti 6 kerfi náttúrulega mjög vel. Markvarslan datt síðan niður í seinni hálfleik líka.” Bjarni var gríðarlega óánægður eftir leikinn en hann gleymdi meiri segja í lokinn að hann hafi fengið eitt stig úr leiknum. „Við ættum að vera ofar en Stjarnan. Við erum miklu betri en þeir í dag. Þeir eiga reyndar góð skil í kvöld og nýta sína styrkleika mjög vel. Þeir spiluðu rosalega agað sóknarlega. Ég er auðvitað bara pirraður yfir að tapa.”
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira