Actavis segir upp 33 starfsmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2019 16:46 Höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði. Þrjátíu og þremur starfsmönnum Actavis verður sagt upp á næstu mánuðum. Fyrstu uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin en öðrum verður dreift yfir árið. Starfsmönnum var greint frá þessum fyrirætlunum í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Actavis á Íslandi, Sigfúsar Arnar Guðmundssonar, má rekja uppsagnirnar til skipulagsbreytinga hjá móðurfélagi Actavis, ísraelska samheitalyfjafyrirtækisins Teva. Alls munu 11 starfsmenn á þróunarsviði Actavis missa vinnuna og taka uppsagnir þeirra gildi þann 1. maí næstkomandi. Hinar uppsagnirnar 22, sem eru á skráningarsviði fyrirtækisins, dreifast hins vegar yfir árið að sögn Sigfúsar. Hann segir að Teva hafi ráðist í margvíslegar breytingar á starfsemi sinni á undanförnum árum, til að mynda með sameiningum skrifstofa og annars konar hagræðingaraðgerðum. Vísir greindi þannig frá því í lok árs 2017 að Teva hefði í hyggju að segja upp um 14 þúsund manns, næstum fjórðungi starfsmanna sinna. Aðgerðunum var ætlað að rétta slæman rekstur félagsins af. Skuldabyrði Teva, sem er stærsti seljandi samheitalyfja í heiminum, hafði þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis, og þar með lyfjasölufyrirtækisins Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Rúmt ár er síðan að Teva lagði niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. Við það misstu 30 manns vinnuna. Lyf Vinnumarkaður Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55 Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Þrjátíu og þremur starfsmönnum Actavis verður sagt upp á næstu mánuðum. Fyrstu uppsagnirnar taka gildi um mánaðamótin en öðrum verður dreift yfir árið. Starfsmönnum var greint frá þessum fyrirætlunum í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Actavis á Íslandi, Sigfúsar Arnar Guðmundssonar, má rekja uppsagnirnar til skipulagsbreytinga hjá móðurfélagi Actavis, ísraelska samheitalyfjafyrirtækisins Teva. Alls munu 11 starfsmenn á þróunarsviði Actavis missa vinnuna og taka uppsagnir þeirra gildi þann 1. maí næstkomandi. Hinar uppsagnirnar 22, sem eru á skráningarsviði fyrirtækisins, dreifast hins vegar yfir árið að sögn Sigfúsar. Hann segir að Teva hafi ráðist í margvíslegar breytingar á starfsemi sinni á undanförnum árum, til að mynda með sameiningum skrifstofa og annars konar hagræðingaraðgerðum. Vísir greindi þannig frá því í lok árs 2017 að Teva hefði í hyggju að segja upp um 14 þúsund manns, næstum fjórðungi starfsmanna sinna. Aðgerðunum var ætlað að rétta slæman rekstur félagsins af. Skuldabyrði Teva, sem er stærsti seljandi samheitalyfja í heiminum, hafði þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis, og þar með lyfjasölufyrirtækisins Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Rúmt ár er síðan að Teva lagði niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. Við það misstu 30 manns vinnuna.
Lyf Vinnumarkaður Tengdar fréttir Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55 Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Kaupa lyfjaverksmiðju Actavis á Íslandi Kaup Coripharma og hóps fjárfesta á lyfjafyrirtækinu Actavis í Hafnarfirði og húsnæði þess við Reykjavíkurveg 76 voru undirrituð í gær. 1. júní 2018 05:55
Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. 9. mars 2018 16:13