Sigmundur Davíð braut ekki siðareglur með ummælum í viðtali Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2019 14:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári. Viðtalið snerist um ummæli þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á barnum Klaustri skömmu áður og hljóðupptökur sem náðust af þeim.Í viðtalinu mátti heyra Sigmund Davíð segja að samtöl af því tagi sem hljóðrituð voru, þar sem alþingismenn níða og niðurlægja aðra þingmenn á óviðurkvæmilegan hátt væri alsiða meðal þingmanna allra flokka, orðbragðið væri jafnvel stundum grófara. Taldi sá sem sendi erindi til forsætisnefndar vegna ummælanna, sem ekki er nafngreindur í bréfi forsætisnefndar að með þeim hefði Sigmundur Davíð brotið gegn þremur greinum siðareglna fyrir Alþingismenn.Í bréfi forsætisnefndar vegna málsins segir að það sé mat forsætisnefndar að í ummælum Sigmundar Davíðs hafi falist staðhæfingar um atvik, sem hann fullyrti að hefðu verið sambærileg þeim sem fjölmiðlar hefðu með ítarlegum hætti fjallað um hljóðupptökuna frá Klaustri. Líta verði svo á að ummælin hafi falið í sér andsvör hans við þeirri umfjöllun. Þegar það væri virt, sem og við hvaða aðstæður ummæli voru látin falla, væri ekki unnt að fullyrða að hátterni Sigmundar Davíðs hafi verið andstæð siðareglum Alþingis. Það væri því niðurstaða forsætisnefndar að ekki væri nægjanlegt tilefni þess að hefja frekari athugun á málinu. Steinunn Þóra og Haraldur hafa enn til meðferðar mál Sigmundar Davíðs og þingmannanna sex sem heyra má í upptökunum af barnum Klaustri og hvort athæfi þeirra þar hafi falið í sér brot á siðareglum Alþingismanna. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári. Viðtalið snerist um ummæli þingmanna Miðflokksins og þáverandi þingmanna Flokks fólksins á barnum Klaustri skömmu áður og hljóðupptökur sem náðust af þeim.Í viðtalinu mátti heyra Sigmund Davíð segja að samtöl af því tagi sem hljóðrituð voru, þar sem alþingismenn níða og niðurlægja aðra þingmenn á óviðurkvæmilegan hátt væri alsiða meðal þingmanna allra flokka, orðbragðið væri jafnvel stundum grófara. Taldi sá sem sendi erindi til forsætisnefndar vegna ummælanna, sem ekki er nafngreindur í bréfi forsætisnefndar að með þeim hefði Sigmundur Davíð brotið gegn þremur greinum siðareglna fyrir Alþingismenn.Í bréfi forsætisnefndar vegna málsins segir að það sé mat forsætisnefndar að í ummælum Sigmundar Davíðs hafi falist staðhæfingar um atvik, sem hann fullyrti að hefðu verið sambærileg þeim sem fjölmiðlar hefðu með ítarlegum hætti fjallað um hljóðupptökuna frá Klaustri. Líta verði svo á að ummælin hafi falið í sér andsvör hans við þeirri umfjöllun. Þegar það væri virt, sem og við hvaða aðstæður ummæli voru látin falla, væri ekki unnt að fullyrða að hátterni Sigmundar Davíðs hafi verið andstæð siðareglum Alþingis. Það væri því niðurstaða forsætisnefndar að ekki væri nægjanlegt tilefni þess að hefja frekari athugun á málinu. Steinunn Þóra og Haraldur hafa enn til meðferðar mál Sigmundar Davíðs og þingmannanna sex sem heyra má í upptökunum af barnum Klaustri og hvort athæfi þeirra þar hafi falið í sér brot á siðareglum Alþingismanna.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25