Allt fyrir umhverfið Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 10:59 Það er fátt í nútímalífi sem ekki byggist á rafmagni og sennilega kæmumst við ekki við langt án þess.. En þrátt fyrir að geta lítið gert án þess, leiðum við sjaldan hugann að því. Við kveikjum ljósin hugsunarlaust, opnum ísskápinn oft á dag, kveikjum á ofninum, sjónvarpinu og setjum símann í hleðslu. Við göngum einfaldlega að rafmagni sem sjálsögðum hlut sem á að vera til staðar þar sem við erum hverju sinni, þegar okkur hentar - alltaf. Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi og þá veltir maður fyrir sér – hvað er þetta rafmagn og er það allstaðar eins?GRÆNT Í GEGN Við sem búum á Íslandi erum heppin að hafa gott, öruggt og stöðugt aðgengi að rafmagni sem framleitt er á umhverfisvænni hátt en gengur og gerist víðsvegar um heiminn. Við sækjum líka heitt vatn eftir þörfum en þurfum að leiða hugann að því að orkuauðlindir eru verðmætar og ekki óþrjótandi. Við hjá Orku náttúrunnar leggjum áherslu á að tryggja viðskiptavinum okkar aðgengi að rafmagni sem framleitt er á sjálfbæran hátt. Enn fremur hefur ON tekið frumkvæði á Íslandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, meðal annars með því að opna hringveginn með um 50 hlöðum. Það er samfélagslega ábyrgt að fyrirtæki setji sér skýr markmið í umhverfis- og loftlagsmálum og stuðli þannig að frekari framþróun í málaflokkunum. Við viljum skilja eftir sem minnst kolefnisspor við orkuvinnslu og hjálpa viðskiptavinum að gera slíkt hið sama.SPORLAUS VINNSLAVið höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu og notum þrjár meginleiðir að því marki. Fyrst ber að nefna þá leið að þróa lausnir til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar og þar með minnka áhrif á hverja framleidda einingu. Í öðru lagi hefur vísindafólk okkar þróað aðferð til að binda koltvísýring í grjót, en þessi tækni býður upp á mikla möguleika sem eru í stöðugri þróun. Í þriðja lagi með hagnýtingu þess koltvísýrings sem losnar við orkuframleiðslu með jarðvarma. Þannig mun skapast vettvangur til nýsköpunar og tækifæri fyrir hátækniiðnað í Jarðhitagarði ON í Ölfusi.BÆTUM ANDRÚMSLOFTIÐ – SAMANÞað skiptir okkur öllu máli að vera leiðandi í framleiðslu umhverfisvænnar orku hér á landi og ætlar ON að halda þeirri vegferð áfram með sitt öfluga vísindafólk fremst í flokki. Við ætlum einnig að leggja okkar af mörkum til að auka veg og vanda umhverfisvænna bíla, meðal annars með því að þétta hlöðunetið enn frekar og auka fræðslu um orkuskiptin og umhverfisvænan lífsstíl. Þegar allt kemur til alls er þessi orka náttúrunnar, sem við berum ábyrgð á, grundvöllur lífsgæða okkar.Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Það er fátt í nútímalífi sem ekki byggist á rafmagni og sennilega kæmumst við ekki við langt án þess.. En þrátt fyrir að geta lítið gert án þess, leiðum við sjaldan hugann að því. Við kveikjum ljósin hugsunarlaust, opnum ísskápinn oft á dag, kveikjum á ofninum, sjónvarpinu og setjum símann í hleðslu. Við göngum einfaldlega að rafmagni sem sjálsögðum hlut sem á að vera til staðar þar sem við erum hverju sinni, þegar okkur hentar - alltaf. Líf án rafmagns er þess vegna óhugsandi og þá veltir maður fyrir sér – hvað er þetta rafmagn og er það allstaðar eins?GRÆNT Í GEGN Við sem búum á Íslandi erum heppin að hafa gott, öruggt og stöðugt aðgengi að rafmagni sem framleitt er á umhverfisvænni hátt en gengur og gerist víðsvegar um heiminn. Við sækjum líka heitt vatn eftir þörfum en þurfum að leiða hugann að því að orkuauðlindir eru verðmætar og ekki óþrjótandi. Við hjá Orku náttúrunnar leggjum áherslu á að tryggja viðskiptavinum okkar aðgengi að rafmagni sem framleitt er á sjálfbæran hátt. Enn fremur hefur ON tekið frumkvæði á Íslandi í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, meðal annars með því að opna hringveginn með um 50 hlöðum. Það er samfélagslega ábyrgt að fyrirtæki setji sér skýr markmið í umhverfis- og loftlagsmálum og stuðli þannig að frekari framþróun í málaflokkunum. Við viljum skilja eftir sem minnst kolefnisspor við orkuvinnslu og hjálpa viðskiptavinum að gera slíkt hið sama.SPORLAUS VINNSLAVið höfum sett okkur metnaðarfull markmið um sporlausa vinnslu og notum þrjár meginleiðir að því marki. Fyrst ber að nefna þá leið að þróa lausnir til þess að hámarka nýtingu auðlindarinnar og þar með minnka áhrif á hverja framleidda einingu. Í öðru lagi hefur vísindafólk okkar þróað aðferð til að binda koltvísýring í grjót, en þessi tækni býður upp á mikla möguleika sem eru í stöðugri þróun. Í þriðja lagi með hagnýtingu þess koltvísýrings sem losnar við orkuframleiðslu með jarðvarma. Þannig mun skapast vettvangur til nýsköpunar og tækifæri fyrir hátækniiðnað í Jarðhitagarði ON í Ölfusi.BÆTUM ANDRÚMSLOFTIÐ – SAMANÞað skiptir okkur öllu máli að vera leiðandi í framleiðslu umhverfisvænnar orku hér á landi og ætlar ON að halda þeirri vegferð áfram með sitt öfluga vísindafólk fremst í flokki. Við ætlum einnig að leggja okkar af mörkum til að auka veg og vanda umhverfisvænna bíla, meðal annars með því að þétta hlöðunetið enn frekar og auka fræðslu um orkuskiptin og umhverfisvænan lífsstíl. Þegar allt kemur til alls er þessi orka náttúrunnar, sem við berum ábyrgð á, grundvöllur lífsgæða okkar.Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar