Game of Thrones upprifjun: Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 08:45 Nú eru tæpar tvær vikur í frumsýningu fyrsta þáttar síðustu þáttaraðar Game of Thrones. Þökk sé gömlu guðunum og hinum nýju. Eftir tveggja ára bið er ekki laust við að þörf sé á smá upprifjun á því hvar helstu persónur þáttanna eru niðurkomnar og hvað þær séu að gera. Hér að neðan er það einmitt gert. Eðli málsins samkvæmt verður lögð mun meiri áhersla á mikilvægari persónur Game of Thrones en aðrar sem skipta minna máli. Það er aðallega út af því að í miðjum klíðum áttaði ég mig á því að þetta var að verða allt of langt. Það myndi enginn nenna að lesa þetta og þess vegna reyndi ég að halda aftur af mér, með ömurlegum árangri.Fyrsti þáttur áttundu þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon.Love Boat: Incest edition Byrjum á Jon og Daenerys. Síðast þegar við sáum þau voru þau um borð í „Ástarfleyginu: Sifjaspell serían“, að gera það við hvort annað, og á leið til White Harbour. Tyrion, sem er pottþétt bróðir Dany og frændi Jon, var að fylgjast með þeim. Þetta er allt saman voða heilbrigt. Frá White Harbour ætluðu þau að fara landleiðina til Winterfell og taka upp varnarstöðu gegn Hvítgenglunum og hinum dauðu. Í stiklunni má sjá þau koma til Winterfell ásamt her Daenerys. Það fyrsta sem þau þurfa að gera er að eiga við Sönsu. Hún tók ákvörðun Jon að lýsa yfir holllustu við Daenerys ekki fagnandi í síðustu þáttaröð og virðist ekki ætla að taka komu hennar til Winterfell vel heldur. Gera má ráð fyrir því að það verði stirt á milli þeirra. Það er einnig spurning hvað lávarðar norðursins mun segja og gera. Þau munu þó ekki hafa mikinn tíma fyrir drama, því eins og við öll vitum, þá eru hinir dauðu á leiðinni. Það verður gaman að sjá Jon og Aryu hittast á nýjan leik. Þau hafa ekki hist síðan í byrjun fyrstu þáttaraðarinnar og ég hlakka til að sjá hvernig Jon á eftir að lítast á hinu nýju Aryu. Það væri líka ótrúlega gaman að sjá þau taka æfingabardaga eins og hún og Brienne gerðu í síðustu þáttaröð. Sömuleiðis verður einnig frábært að sjá Jon hitta Bran og Samwell. Þeir munu án efa segja Jon eitthvað sniðugt. Hvað það ætti að vera veit ég svo sem ekki. Djók. Ég veit það víst. Þeir munu segja honum að hann sé sonur Lyönnu Stark og Rhaegar Targaryen og ekki einu sinni bastarður. Hann heiti Aegon Targaryen. Sem er að vissu leyti undarlegt því í bókunum átti Rhaegar annan son sem hét Aegon.Hype-trailer fyrir Jon/Aegon. Reynið að horfa á þetta án þess að fá gæsahúð.Þá þurfa þau Jon og Daenerys að takast á við þær vendingar eins fljótt og auðið er því, eins og við vitum, þá er veturinn skollinn á. Það verður einstaklega gaman að sjá hvernig Jon mun taka þessum fregnum, hvernig Daenerys mun gera það og einnig hvernig systur hans taka í þetta. Þar að auki verður forvitnilegt að sjá hvernig lávarðar norðursins taka í þær fregnir að Jon sé ekki sonur Eddard Stark. Hann var gerður að konungi á þeim grundvelli og sem konungur lýsti hann yfir hollustu við Daenerys. Það er spurning hvað þeir gera. Hvort þeir sætti sig við það eða yfirgefi jafnvel Winterfell og skilji þau eftir ein gegn hinum dauðu. Þar að auki verður forvitnilegt að sjá hvað riddarar The Vale of Arryn gera. Við endalok sjöundu seríu virtust þeir þó fylgja Sönsu, svo það veltur líklega á henni. Þau skötuhjú þurfa svo að berjast gegn Næturkonungnum og hinum dauðu og ódauða drekanum Viserion. Það mun án efa taka á Daenerys að gera það. Eftir það, ef þau verða ekki drepinn, jú, jafnvel ef þau verða drepin og gerð að uppvakningum, þurfa þau að fara aftur suður og berjast gegn Cersei og/eða Gullnu herdeildinni. Þau Jon og Dany hafa að vissu leyti fetað svipaðar slóðir í gegnum árin. Bæði ólust þau upp sem nokkurs konar úrhrök og þurftu að berjast til að lifa af. Nú eru þau bæði á toppi tilverunnar, þannig, og þau eiga bæði geggjuð dýr. Mis-geggjuð, en geggjuð þó.Vísir/HBOBíða eftir Jon Þegar sjöunda þáttaröð byrjaði myrti Arya alla Frey-ættina eins og hún leggur sig. Fyrst bakaði hún þó böku úr sonum Waldor Frey og lét þann gamla éta hana, áður en hún skar hann á háls. Þá tók hún andlit hans, eins og hún lærði að gera hjá Andlitslausu mönnunum í Braavos og eitraði fyrir öllum mönnum í fjölskyldunni. Þetta gerði hún til að hefna fyrir ódæði Frey-ættarinnar í Rauða brúðkaupinu, þar sem Rob Stark var svikinn og myrtur. Móðir þeirra, hún Catelyn var einnig myrt ásamt nánast öllum her norðursins. Að ógleymdum Grey Wind. NORÐRIÐ MAN! Vúúúú! Frá The Twins, kastala Waldor Frey, lagði Arya af stað suður og var Cersei Lannister næst á lista hennar. Á leiðinni rakst hún á Nymeriu, úlfinn sinn sem hún rak á brott í fyrstu þáttaröð þegar það átti að drepa úlfinn fyrir að bíta drullusokkinn Joffrey Baratheon. Hún rakst einnig á Ed Sheeran, eins og maður gerir í Westeros, en það hafði mikil áhrif á hana að hitta gamla vin sinn Hot Pie. Hann sagði henni að Jon hefði sigrað Ramsey Bolton og hefði verið krýndur konungur norðursins. Hún brunaði rakleiðis norður. Jon var þó farinn til Dragonstone þegar hún kom til Winterfell. Þar hitti hún Sönsu, sem hafði verið með og jafnvel bjargað Jon þegar þau tóku Winterfell aftur. Ég skildi reyndar aldrei af hverju hún sagði honum aldrei að riddarar The Vale væru handan við næsta hól. Hann hefði þá getað skipulagt Battle of the Bastards öðruvísi og betur. Drullusokkurinn Peter Baelish, eða Littlefinger, reyndi að koma á milli þeirra systra sem endaði þó ekki vel fyrir þann fávita.Þetta er btw eitt besta atriði Game of Thrones.Allt önnur Sansa Sansa hefur skriðið út úr skelinni og virðist nú vera nokkuð efnilegur stjórnandi, sem er jákvætt. Fyrir utan það er lítið annað hægt að segja um hana og sjöundu þáttaröð. Hún var þarna og komst að því að Littlefinger væri fáviti. Það er það nánast upptalið. Bran kom einnig til Winterfell með henni Meeru, eftir að Hvítgenglarnir réðust á helli Barna skógarins og Næturkonungurinn drap Þriggja auga hrafninn. (Þvílíka rugl setningin). Hodor greyið hélt hurðinni. Bran hefur þó sömuleiðis ekkert gert neitt mikið að undanförnu, annað en að vera krípí. Hann komst að því hverjir foreldrar Jon voru. Það verður þó forvitnilegt að sjá hvort hann nái stjórn á kröftum sínum og hvort hann fari að sýna einhverjar tilfinningar á nýjan leik. Arya er orðin mega nagli og það verður gaman að sjá hana berjast gegn Hvítgenglunum og hinum dauðu. Bran og Sansa munu án efa ekki gera mikið í þeirri orrustu. Bran gæti reyndar sagt Jon og Daenerys hvar Hvítgenglarnir eru og hvernig þeir séu að stilla sér upp fyrir orrustuna. Hann gæti hjálpað mikið til. Ég hlakka einnig til þess að Arya hitti Melisandre. Nornin er á listanum hennar og síðast þegar við sáum Melisandre sagði hún að hún myndi deyja í Westeros. Það væri forvitnilegt ef Arya myndi drepa hana.Fáir eftir á lista Aryu Talandi um lista Aryu, þá eru ekki margir eftir lifandi á honum. Auk Melisandre eru Beric Dondarrion á honum líka. Hann er í norðrinu. Sandor Clegane er tæknilega séð á listanum líka, þó Arya telji hann án efa vera dauðann. Hún skildi hann eftir nær dauða en lífi eftir að Brienne sparkaði honum fram af klettum. Mér þætti það nú undarlegt ef Arya vill drepa Sandor. Þá vantar bara Cersei Lannister og Gregor Clegane (Fjallið). Þau eru bæði í Kings Landing. Ilyn Payne er reyndar líka á listanum en hann tók Ned af lífi í fyrstu þáttaröðinni og við höfum lítið sem ekkert séð hann síðan, svo mér þykir ólíklegt að hann muni koma aftur við sögu. Ætli Arya sér að drepa Cersei þarf hún að skella sér suður eftir orrustuna gegn hinum dauðu. Það eru þó aðrir sem hafa frekara tilkall til bæði Cersei og Gregor.Það er svo sem ekkert skrítið að það séu fáir eftir á lista Aryu. Hún hefur verið mjög upptekin við að drepa fólk. Hér má sjá alla þá sem hún hefur myrt. Það er nánast heill þáttur út af fyrir sig.Vill að óvinir sínir slátri hvort öðru Cersei Lannister er í stuttu máli sagt, og eins og við öll munum, tussa. Hún er líka klikkuð. Í síðustu þáttaröð plataði hún alla. Hún sagðist ætla að senda her sinn norður og hjálpa gegn Hvítgenglunum. Þess í stað sendi hún þó Euron Greyjoy til Essos til að sækja Gullnu herdeildina, stærsta málaliðahóp söguheimsins. Cersei vonast til þess að allir óvinir hennar gangi frá hvorum öðrum í norðrinu á meðan hún tryggir stöðu sína sjálf í suðrinu. Jaime, bróðir hennar og elskhugi, er ekki á sama máli og sér tvo möguleika í stöðunni. Annað hvort vinna hinir lifandi og koma suður og ganga frá þeim, eða hinir dauða vinna og koma suður og ganga frá öllum. Jaime og Cersei rifust og Cersei hótaði jafnvel að láta Fjallið drepa Jaime. Hann fór norður til að standa við orð sín um að hjálpa gegn hinum dauðu og jafnvel reyna að vernda Cersei og ófætt barn þeirra. Hann tók Bronn reyndar ekki með sér, sem er glatað. Það er spurning hvað verður um okkar mann án Jaime.Hvað gerir Gullna herdeildin? Ég er með ákveðna kenningu um Gullnu herdeildina. Í bókunum var Gullna herdeildin ekki með Cersei í liði og herjuðu þeir á sunnanverða heimsálfuna í nafni sonar Rhaegar Targaryen, Aegon Targaryen, það er þó deilt um hvort hann sé raunverulegur sonur Rhaegar í bókunum og hafa ágætis rök verið færð fyrir því að svo sé ekki. Það að hann sé ekki í þáttunum gaf þeirri kenningu byr undir báða vængi. Fjallið á að hafa drepið Aegon þegar hann drap Eliu Martel, fyrstu eiginkonu Rhaegar og systur Oberyn Martell, helsta töffara Game of Thrones. Fjallið drap svo Oberyn og Oberyn drap Fjallið, í smá stund.Hér má sjá smá útskýringarmyndband um Gullnu herdeildina og það sem fram hefur komið í þáttunum samanborið við Gullnu herdeildina í bókunum.Leiðin liggur niður á við Sama hvað Gullna herdeildin gerir þá þykist ég viss um að Cersei verður enn illri þegar líður á áttundu þáttaröð. Hún er búin að missa allt. Þrjú börn hennar hafa dáið og það ef miða á við spádóm nornar sem hún talaði við þegar hún var yngri mun hún ekki eignast fleiri börn. Sú norn sagði einnig að yngri bróðir hennar myndi drepa hana. Það er ein af ástæðum þess að hún hefur alltaf hatað Tyrion en tæknilega séð er Jaime yngri bróðir hennar. Ég er alltaf að vonast til þess að hann sjái loksins í gegnum hana og gangi frá henni. Fyrst þarf hann þó að lifa norðrið af. Nánast allir í norðrinu myndu vilja sjá hann dauðan, nema þá Tyrion og Brienne. Þau geta reynt að sannfæra Daenerys um að láta Drogon ekki éta hann og miðað við stikluna sem við sáum um daginn, þá grunar mig að það takist. Jaime sökkar samt með vinstri hendinni og það er spurning hvort hann verði ekki bara drepinn í orrustu. Við skulum vona að svo gerist ekki, því Jaime er án efa ein af mínum uppáhalds persónum í Game of Thrones. Persónuþróun hans hefur verið einkar mikil og áhugaverð. Hann hefur farið frá því að vera algjör drullusokkur í að vera ein mesta hetja þáttanna, þó hann hafi verið að berjast með röngu liði.Tyrion í ruglinu Tyrion átti ekki góða þáttaröð í þeirri sjöundu. Cersei og Jaime sneru á hann ítrekað og hann tapaði öllum helstu bandamönnum Daenerys og sólundaði The Unsullied í árás á Casterly Rock. Síðast þegar við sáum Tyrion var hann að njósna um Jon og Dany um borð í Ástarbátnum. Hann var voðalega undarlegur á svipinn. Peter Dinklage hefur þó útskýrt hvað hann Tyrion var að hugsa.Útskýra má svipinn sem vott af öfundsýki og dass af áhyggjum. Samband Jon og Dany gæti flækt hlutina verulega. Tyrion kann smá að slást en ég er svo sem ekki viss um að hann muni lifa þáttaröðina af. Hann gæti átt einhvern geggjaðan dauðdaga.(Þegar ég var að skrifa þessa setningu hér að ofan fór ég aðeins að velta þessu fyrir mér. Hvurn djöfulinn þykist ég vita um það hvort að Tyrion muni drepast eða lifa. Það er algjörlega ómögulegt að segja til um hvað kemur fyrir hann og ég elska það.)Tyrion er samt mikilvægur, því ég er sannfærður um að hann sé í raun bróðir Daenerys. Lengi hafa verið uppi vangaveltur um að hann sé í raun ekki sonur Tywin Lannister og eiginkonu hans Joanna Lannister, sem lést við fæðinguna. Vitað er að Aerys var ástfanginn af Joanna Lannister og er hann sagður hafa gert eitthvað alvarlegt af sér þegar hún og Tywin giftust. Tywin Lannister hefur svo sagt að Tyrion sé ekki sonur sinni, hann geti þó ekki sannað það. Hafið líka í huga að móðir Jon/Aegon dó við barnsburð. Það sama kom fyrir móður Daenerys og móður Tyrion. Steinliggur. Hér má sjá Alt Shift X fara yfir þessa kenningu.Mega öll drepast fyrir mér Greyjoy fjölskyldan er ekki sú heilbrigðasta í Game of Thrones og þá er mikið sagt. Hver man ekki eftir fyrstu kynnum Theon og Yöru, þar sem Theon káfaði á henni án þess að hafa hugmynd um að hún væri systir hans. Hún var samt ekkert að segja honum það strax. Þetta var einstaklega krípí. Theon greyið var svo handsamaður af Ramsey Bolton, eftir að hann sveik Robb, sem skar af honum félagann. Yara reyndi að bjarga honum en hann þorði ekki að fara með henni. Seinna meir slapp hann þó og bjargaði Sönsu í leiðinni. Þá sneri Theon aftur til Járneyjanna og studdi Yöru sem vildi verða drottning Járnaeyjanna. Þá mætti Euron, sem drap einmitt föður þeirra, og varð kjörinn konungur. Hans fyrsta verk var að reyna að drepa þau Theon og Yöru sem flúðu þó með hálfan flota Járneyjanna og leituðu á náðir Daenerys. Euron sat réðst á flota þeirra, grandaði honum og handsamaði Yöru. Í stað þess að reyna að bjarga henni stakk Theon sér í sjóinn. Hann fann þó kjark sinn á nýjan leik, sparkaði í punginn á gaur og sannfærði nokkra menn um að reyna að bjarga Yöru. Í þessari þáttaröð munum við væntanlega sjá Theon reyna að bjarga systur sinni. Ég er þó ekki viss um hvernig það mun fara fram, þar sem Euron er að flytja Gullnu herdeildina til Westeros. Yara er að öllum líkindum á Járneyjunum en það þarf þó ekki að vera. Það er eflaust tilgangslaust að reyna að giska á hvernig fer fyrir þeim en þau mega öll drepast mín vegna. Mér gæti varla verið meira sama um þau þrjú. Það væri reyndar eitthvað kúl við að sjá ódauðan Euron.Lifðu af en hve lengi? Beric Dondarrion og Tormund Giantsbane stóðu saman á toppi Veggsins þegar Næturkonungurinn flaug á ódauðum Viserion og felldi Vegginn af miklum ákafa. Mjög margir virðast hafa dáið en þeir Beric og Tormund gerðu það ekki. Framleiðendur Game of Thrones reyndu að halda því opnu hvort þeir hefðu dáið eða ekki en í stiklu áttundu þáttaraðar sjáum við Beric og Tormund. Þeir munu væntanlega þurfa að taka sprettinn til Castle Black, höfuðstöðva Næturvaktarinnar, og vara alla við því að Hvítgenglarnir og hinir dauðu séu komnir í gegnum Vegginn. Að innrásin sé hafin fyrir fullt og allt. Jibbí! Ég vona svo innilega að Tormund muni lifa af svo hann geti haldið áfram að borða á nautnalegan hátt fyrir framan Brienne.Verðandi konungur, kannski, mögulega Davos og Gendry eru í sömu stöðu og svo margir aðrir. Bara fylgifiskar Jon Snow og Daenerys. Þeir hafa gengið í gegnum ýmislegt en ég er lang spenntastur fyrir því að þeir hitti Melisandre, þegar/ef hún snýr aftur til Westeros. Gendry verður væntanlega verulega ósáttur við að sjá hana, þar sem hún ætlaði að brenna hann á báli og setti blóðsugur á fermingarbróður hans. Davos er sömuleiðis í mikilli fýlu við hana, eins og flestir, eftir að í ljós kom að hann brenndi Shireen Baratheon á báli. Hann gæti mögulega drepið hana. Ég myndi giska á að það séu svona 17,3 prósent líkur á því að allir drepist nema Gendry og hann verði konungur Westeros, þar sem hann er bastarður Robert Baratheon.#CleganeBowl Þeir Sandor og Gregor Clegane eru á mjög mismunandi stöðum í lífinu. Sérstaklega með tilliti til þess að Gregor er eiginlega ekki í lífinu, þar sem hann er dauður. Áhorfendur GOT og lesendur ASOIAF hafa um árabil beðið eftir því að þeir bræður berjist aftur eins og þeir gerðu í fyrstu seríu. Sá bardagi var stuttur en einkar góður. Það eiga fáir meira skilið að endur-drepa Gregor en Sandor.Hvað er málið með hrafntinnu? Að öðru. Ég er búinn að vera að hugsa aðeins um hrafntinnu (Dragonglass) og er með tvær spurningar sem mig langar að fá svör við.Er nóg að skera Hvítgengla og uppvakninga með hrafntinnu til að drepa þá? Nánast bara snerta þá? Við höfum til dæmis séð að þegar Sam drap hvítgengil í þriðju þáttaröð, með hnífi úr hrafntinnu, þá hefði stungan ekki dugað til að drepa hann í fljótu bragði. Eins og sést í atriðinu. Hann hins vegar varð að klaka (eða einhverju) og gufaði upp. Það fæli í sér að það væri nóg að skjóta einni ör með odd úr hrafntinnu í ódauðan risa til að endur-drepa hann og jafnvel væri ein ör nóg til að endur-drepa Viserion. Það myndi gera komandi orrustur auðveldari fyrir hina lifandi.Er Næturkonungurinn ónæmur gagnvart hrafntinnu? Börn skógarins breyttu manni í Næturkonunginn með göldrum og hrafntinnu. Það hlýtur að spila eitthvað inn í það að hægt sé að drepa aðra Hvítgengla og uppvakninga með hrafntinnu. Í bókunum virkar hrafntinna ekkert betur en annað á uppvakninga. Svo virðist þó ekki vera í þáttunum þar sem Jon og félagar notuðu hrafntinnu gegn uppvakningum í bardaganum á vatninu í síðustu þáttaröð. Ég veit svo sem ekki alveg af hverju ég er búinn að vera að spá í þessu og hef ekki hugmynd um af hverju ég skrifaði það niður. En, hananú. Ein og hálf vika! Þetta verður geggjað! Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30 Game of Thrones: Næturkonungurinn segir frá „stærstu orrustu sjónvarpssögunnar“ Leikarinn Vladimír Furdík, sem leikur Næturkonunginn í Game of Thrones, sagði gestum ráðstefnu í Ungverjalandi nokkuð merkilegar upplýsingar um síðustu þáttaröð Game of Thrones sem sýnd verður í apríl. 6. desember 2018 14:15 Fyrsta stikla Game of Thrones og hvað þar er að finna Þó vetur sé að skella á með krafti í Westeros og mögulega nóttin langa einnig er að vora hjá okkur hinum. 5. mars 2019 16:00 Game of Thrones: Fyrstu myndirnar úr áttundu þáttaröð Myndirnar gefa lítið upp um söguþráð þáttanna og sýna að mestu það að persónur GOT eru farnar að klæða sig betur. 7. febrúar 2019 09:30 Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nú eru tæpar tvær vikur í frumsýningu fyrsta þáttar síðustu þáttaraðar Game of Thrones. Þökk sé gömlu guðunum og hinum nýju. Eftir tveggja ára bið er ekki laust við að þörf sé á smá upprifjun á því hvar helstu persónur þáttanna eru niðurkomnar og hvað þær séu að gera. Hér að neðan er það einmitt gert. Eðli málsins samkvæmt verður lögð mun meiri áhersla á mikilvægari persónur Game of Thrones en aðrar sem skipta minna máli. Það er aðallega út af því að í miðjum klíðum áttaði ég mig á því að þetta var að verða allt of langt. Það myndi enginn nenna að lesa þetta og þess vegna reyndi ég að halda aftur af mér, með ömurlegum árangri.Fyrsti þáttur áttundu þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon.Love Boat: Incest edition Byrjum á Jon og Daenerys. Síðast þegar við sáum þau voru þau um borð í „Ástarfleyginu: Sifjaspell serían“, að gera það við hvort annað, og á leið til White Harbour. Tyrion, sem er pottþétt bróðir Dany og frændi Jon, var að fylgjast með þeim. Þetta er allt saman voða heilbrigt. Frá White Harbour ætluðu þau að fara landleiðina til Winterfell og taka upp varnarstöðu gegn Hvítgenglunum og hinum dauðu. Í stiklunni má sjá þau koma til Winterfell ásamt her Daenerys. Það fyrsta sem þau þurfa að gera er að eiga við Sönsu. Hún tók ákvörðun Jon að lýsa yfir holllustu við Daenerys ekki fagnandi í síðustu þáttaröð og virðist ekki ætla að taka komu hennar til Winterfell vel heldur. Gera má ráð fyrir því að það verði stirt á milli þeirra. Það er einnig spurning hvað lávarðar norðursins mun segja og gera. Þau munu þó ekki hafa mikinn tíma fyrir drama, því eins og við öll vitum, þá eru hinir dauðu á leiðinni. Það verður gaman að sjá Jon og Aryu hittast á nýjan leik. Þau hafa ekki hist síðan í byrjun fyrstu þáttaraðarinnar og ég hlakka til að sjá hvernig Jon á eftir að lítast á hinu nýju Aryu. Það væri líka ótrúlega gaman að sjá þau taka æfingabardaga eins og hún og Brienne gerðu í síðustu þáttaröð. Sömuleiðis verður einnig frábært að sjá Jon hitta Bran og Samwell. Þeir munu án efa segja Jon eitthvað sniðugt. Hvað það ætti að vera veit ég svo sem ekki. Djók. Ég veit það víst. Þeir munu segja honum að hann sé sonur Lyönnu Stark og Rhaegar Targaryen og ekki einu sinni bastarður. Hann heiti Aegon Targaryen. Sem er að vissu leyti undarlegt því í bókunum átti Rhaegar annan son sem hét Aegon.Hype-trailer fyrir Jon/Aegon. Reynið að horfa á þetta án þess að fá gæsahúð.Þá þurfa þau Jon og Daenerys að takast á við þær vendingar eins fljótt og auðið er því, eins og við vitum, þá er veturinn skollinn á. Það verður einstaklega gaman að sjá hvernig Jon mun taka þessum fregnum, hvernig Daenerys mun gera það og einnig hvernig systur hans taka í þetta. Þar að auki verður forvitnilegt að sjá hvernig lávarðar norðursins taka í þær fregnir að Jon sé ekki sonur Eddard Stark. Hann var gerður að konungi á þeim grundvelli og sem konungur lýsti hann yfir hollustu við Daenerys. Það er spurning hvað þeir gera. Hvort þeir sætti sig við það eða yfirgefi jafnvel Winterfell og skilji þau eftir ein gegn hinum dauðu. Þar að auki verður forvitnilegt að sjá hvað riddarar The Vale of Arryn gera. Við endalok sjöundu seríu virtust þeir þó fylgja Sönsu, svo það veltur líklega á henni. Þau skötuhjú þurfa svo að berjast gegn Næturkonungnum og hinum dauðu og ódauða drekanum Viserion. Það mun án efa taka á Daenerys að gera það. Eftir það, ef þau verða ekki drepinn, jú, jafnvel ef þau verða drepin og gerð að uppvakningum, þurfa þau að fara aftur suður og berjast gegn Cersei og/eða Gullnu herdeildinni. Þau Jon og Dany hafa að vissu leyti fetað svipaðar slóðir í gegnum árin. Bæði ólust þau upp sem nokkurs konar úrhrök og þurftu að berjast til að lifa af. Nú eru þau bæði á toppi tilverunnar, þannig, og þau eiga bæði geggjuð dýr. Mis-geggjuð, en geggjuð þó.Vísir/HBOBíða eftir Jon Þegar sjöunda þáttaröð byrjaði myrti Arya alla Frey-ættina eins og hún leggur sig. Fyrst bakaði hún þó böku úr sonum Waldor Frey og lét þann gamla éta hana, áður en hún skar hann á háls. Þá tók hún andlit hans, eins og hún lærði að gera hjá Andlitslausu mönnunum í Braavos og eitraði fyrir öllum mönnum í fjölskyldunni. Þetta gerði hún til að hefna fyrir ódæði Frey-ættarinnar í Rauða brúðkaupinu, þar sem Rob Stark var svikinn og myrtur. Móðir þeirra, hún Catelyn var einnig myrt ásamt nánast öllum her norðursins. Að ógleymdum Grey Wind. NORÐRIÐ MAN! Vúúúú! Frá The Twins, kastala Waldor Frey, lagði Arya af stað suður og var Cersei Lannister næst á lista hennar. Á leiðinni rakst hún á Nymeriu, úlfinn sinn sem hún rak á brott í fyrstu þáttaröð þegar það átti að drepa úlfinn fyrir að bíta drullusokkinn Joffrey Baratheon. Hún rakst einnig á Ed Sheeran, eins og maður gerir í Westeros, en það hafði mikil áhrif á hana að hitta gamla vin sinn Hot Pie. Hann sagði henni að Jon hefði sigrað Ramsey Bolton og hefði verið krýndur konungur norðursins. Hún brunaði rakleiðis norður. Jon var þó farinn til Dragonstone þegar hún kom til Winterfell. Þar hitti hún Sönsu, sem hafði verið með og jafnvel bjargað Jon þegar þau tóku Winterfell aftur. Ég skildi reyndar aldrei af hverju hún sagði honum aldrei að riddarar The Vale væru handan við næsta hól. Hann hefði þá getað skipulagt Battle of the Bastards öðruvísi og betur. Drullusokkurinn Peter Baelish, eða Littlefinger, reyndi að koma á milli þeirra systra sem endaði þó ekki vel fyrir þann fávita.Þetta er btw eitt besta atriði Game of Thrones.Allt önnur Sansa Sansa hefur skriðið út úr skelinni og virðist nú vera nokkuð efnilegur stjórnandi, sem er jákvætt. Fyrir utan það er lítið annað hægt að segja um hana og sjöundu þáttaröð. Hún var þarna og komst að því að Littlefinger væri fáviti. Það er það nánast upptalið. Bran kom einnig til Winterfell með henni Meeru, eftir að Hvítgenglarnir réðust á helli Barna skógarins og Næturkonungurinn drap Þriggja auga hrafninn. (Þvílíka rugl setningin). Hodor greyið hélt hurðinni. Bran hefur þó sömuleiðis ekkert gert neitt mikið að undanförnu, annað en að vera krípí. Hann komst að því hverjir foreldrar Jon voru. Það verður þó forvitnilegt að sjá hvort hann nái stjórn á kröftum sínum og hvort hann fari að sýna einhverjar tilfinningar á nýjan leik. Arya er orðin mega nagli og það verður gaman að sjá hana berjast gegn Hvítgenglunum og hinum dauðu. Bran og Sansa munu án efa ekki gera mikið í þeirri orrustu. Bran gæti reyndar sagt Jon og Daenerys hvar Hvítgenglarnir eru og hvernig þeir séu að stilla sér upp fyrir orrustuna. Hann gæti hjálpað mikið til. Ég hlakka einnig til þess að Arya hitti Melisandre. Nornin er á listanum hennar og síðast þegar við sáum Melisandre sagði hún að hún myndi deyja í Westeros. Það væri forvitnilegt ef Arya myndi drepa hana.Fáir eftir á lista Aryu Talandi um lista Aryu, þá eru ekki margir eftir lifandi á honum. Auk Melisandre eru Beric Dondarrion á honum líka. Hann er í norðrinu. Sandor Clegane er tæknilega séð á listanum líka, þó Arya telji hann án efa vera dauðann. Hún skildi hann eftir nær dauða en lífi eftir að Brienne sparkaði honum fram af klettum. Mér þætti það nú undarlegt ef Arya vill drepa Sandor. Þá vantar bara Cersei Lannister og Gregor Clegane (Fjallið). Þau eru bæði í Kings Landing. Ilyn Payne er reyndar líka á listanum en hann tók Ned af lífi í fyrstu þáttaröðinni og við höfum lítið sem ekkert séð hann síðan, svo mér þykir ólíklegt að hann muni koma aftur við sögu. Ætli Arya sér að drepa Cersei þarf hún að skella sér suður eftir orrustuna gegn hinum dauðu. Það eru þó aðrir sem hafa frekara tilkall til bæði Cersei og Gregor.Það er svo sem ekkert skrítið að það séu fáir eftir á lista Aryu. Hún hefur verið mjög upptekin við að drepa fólk. Hér má sjá alla þá sem hún hefur myrt. Það er nánast heill þáttur út af fyrir sig.Vill að óvinir sínir slátri hvort öðru Cersei Lannister er í stuttu máli sagt, og eins og við öll munum, tussa. Hún er líka klikkuð. Í síðustu þáttaröð plataði hún alla. Hún sagðist ætla að senda her sinn norður og hjálpa gegn Hvítgenglunum. Þess í stað sendi hún þó Euron Greyjoy til Essos til að sækja Gullnu herdeildina, stærsta málaliðahóp söguheimsins. Cersei vonast til þess að allir óvinir hennar gangi frá hvorum öðrum í norðrinu á meðan hún tryggir stöðu sína sjálf í suðrinu. Jaime, bróðir hennar og elskhugi, er ekki á sama máli og sér tvo möguleika í stöðunni. Annað hvort vinna hinir lifandi og koma suður og ganga frá þeim, eða hinir dauða vinna og koma suður og ganga frá öllum. Jaime og Cersei rifust og Cersei hótaði jafnvel að láta Fjallið drepa Jaime. Hann fór norður til að standa við orð sín um að hjálpa gegn hinum dauðu og jafnvel reyna að vernda Cersei og ófætt barn þeirra. Hann tók Bronn reyndar ekki með sér, sem er glatað. Það er spurning hvað verður um okkar mann án Jaime.Hvað gerir Gullna herdeildin? Ég er með ákveðna kenningu um Gullnu herdeildina. Í bókunum var Gullna herdeildin ekki með Cersei í liði og herjuðu þeir á sunnanverða heimsálfuna í nafni sonar Rhaegar Targaryen, Aegon Targaryen, það er þó deilt um hvort hann sé raunverulegur sonur Rhaegar í bókunum og hafa ágætis rök verið færð fyrir því að svo sé ekki. Það að hann sé ekki í þáttunum gaf þeirri kenningu byr undir báða vængi. Fjallið á að hafa drepið Aegon þegar hann drap Eliu Martel, fyrstu eiginkonu Rhaegar og systur Oberyn Martell, helsta töffara Game of Thrones. Fjallið drap svo Oberyn og Oberyn drap Fjallið, í smá stund.Hér má sjá smá útskýringarmyndband um Gullnu herdeildina og það sem fram hefur komið í þáttunum samanborið við Gullnu herdeildina í bókunum.Leiðin liggur niður á við Sama hvað Gullna herdeildin gerir þá þykist ég viss um að Cersei verður enn illri þegar líður á áttundu þáttaröð. Hún er búin að missa allt. Þrjú börn hennar hafa dáið og það ef miða á við spádóm nornar sem hún talaði við þegar hún var yngri mun hún ekki eignast fleiri börn. Sú norn sagði einnig að yngri bróðir hennar myndi drepa hana. Það er ein af ástæðum þess að hún hefur alltaf hatað Tyrion en tæknilega séð er Jaime yngri bróðir hennar. Ég er alltaf að vonast til þess að hann sjái loksins í gegnum hana og gangi frá henni. Fyrst þarf hann þó að lifa norðrið af. Nánast allir í norðrinu myndu vilja sjá hann dauðan, nema þá Tyrion og Brienne. Þau geta reynt að sannfæra Daenerys um að láta Drogon ekki éta hann og miðað við stikluna sem við sáum um daginn, þá grunar mig að það takist. Jaime sökkar samt með vinstri hendinni og það er spurning hvort hann verði ekki bara drepinn í orrustu. Við skulum vona að svo gerist ekki, því Jaime er án efa ein af mínum uppáhalds persónum í Game of Thrones. Persónuþróun hans hefur verið einkar mikil og áhugaverð. Hann hefur farið frá því að vera algjör drullusokkur í að vera ein mesta hetja þáttanna, þó hann hafi verið að berjast með röngu liði.Tyrion í ruglinu Tyrion átti ekki góða þáttaröð í þeirri sjöundu. Cersei og Jaime sneru á hann ítrekað og hann tapaði öllum helstu bandamönnum Daenerys og sólundaði The Unsullied í árás á Casterly Rock. Síðast þegar við sáum Tyrion var hann að njósna um Jon og Dany um borð í Ástarbátnum. Hann var voðalega undarlegur á svipinn. Peter Dinklage hefur þó útskýrt hvað hann Tyrion var að hugsa.Útskýra má svipinn sem vott af öfundsýki og dass af áhyggjum. Samband Jon og Dany gæti flækt hlutina verulega. Tyrion kann smá að slást en ég er svo sem ekki viss um að hann muni lifa þáttaröðina af. Hann gæti átt einhvern geggjaðan dauðdaga.(Þegar ég var að skrifa þessa setningu hér að ofan fór ég aðeins að velta þessu fyrir mér. Hvurn djöfulinn þykist ég vita um það hvort að Tyrion muni drepast eða lifa. Það er algjörlega ómögulegt að segja til um hvað kemur fyrir hann og ég elska það.)Tyrion er samt mikilvægur, því ég er sannfærður um að hann sé í raun bróðir Daenerys. Lengi hafa verið uppi vangaveltur um að hann sé í raun ekki sonur Tywin Lannister og eiginkonu hans Joanna Lannister, sem lést við fæðinguna. Vitað er að Aerys var ástfanginn af Joanna Lannister og er hann sagður hafa gert eitthvað alvarlegt af sér þegar hún og Tywin giftust. Tywin Lannister hefur svo sagt að Tyrion sé ekki sonur sinni, hann geti þó ekki sannað það. Hafið líka í huga að móðir Jon/Aegon dó við barnsburð. Það sama kom fyrir móður Daenerys og móður Tyrion. Steinliggur. Hér má sjá Alt Shift X fara yfir þessa kenningu.Mega öll drepast fyrir mér Greyjoy fjölskyldan er ekki sú heilbrigðasta í Game of Thrones og þá er mikið sagt. Hver man ekki eftir fyrstu kynnum Theon og Yöru, þar sem Theon káfaði á henni án þess að hafa hugmynd um að hún væri systir hans. Hún var samt ekkert að segja honum það strax. Þetta var einstaklega krípí. Theon greyið var svo handsamaður af Ramsey Bolton, eftir að hann sveik Robb, sem skar af honum félagann. Yara reyndi að bjarga honum en hann þorði ekki að fara með henni. Seinna meir slapp hann þó og bjargaði Sönsu í leiðinni. Þá sneri Theon aftur til Járneyjanna og studdi Yöru sem vildi verða drottning Járnaeyjanna. Þá mætti Euron, sem drap einmitt föður þeirra, og varð kjörinn konungur. Hans fyrsta verk var að reyna að drepa þau Theon og Yöru sem flúðu þó með hálfan flota Járneyjanna og leituðu á náðir Daenerys. Euron sat réðst á flota þeirra, grandaði honum og handsamaði Yöru. Í stað þess að reyna að bjarga henni stakk Theon sér í sjóinn. Hann fann þó kjark sinn á nýjan leik, sparkaði í punginn á gaur og sannfærði nokkra menn um að reyna að bjarga Yöru. Í þessari þáttaröð munum við væntanlega sjá Theon reyna að bjarga systur sinni. Ég er þó ekki viss um hvernig það mun fara fram, þar sem Euron er að flytja Gullnu herdeildina til Westeros. Yara er að öllum líkindum á Járneyjunum en það þarf þó ekki að vera. Það er eflaust tilgangslaust að reyna að giska á hvernig fer fyrir þeim en þau mega öll drepast mín vegna. Mér gæti varla verið meira sama um þau þrjú. Það væri reyndar eitthvað kúl við að sjá ódauðan Euron.Lifðu af en hve lengi? Beric Dondarrion og Tormund Giantsbane stóðu saman á toppi Veggsins þegar Næturkonungurinn flaug á ódauðum Viserion og felldi Vegginn af miklum ákafa. Mjög margir virðast hafa dáið en þeir Beric og Tormund gerðu það ekki. Framleiðendur Game of Thrones reyndu að halda því opnu hvort þeir hefðu dáið eða ekki en í stiklu áttundu þáttaraðar sjáum við Beric og Tormund. Þeir munu væntanlega þurfa að taka sprettinn til Castle Black, höfuðstöðva Næturvaktarinnar, og vara alla við því að Hvítgenglarnir og hinir dauðu séu komnir í gegnum Vegginn. Að innrásin sé hafin fyrir fullt og allt. Jibbí! Ég vona svo innilega að Tormund muni lifa af svo hann geti haldið áfram að borða á nautnalegan hátt fyrir framan Brienne.Verðandi konungur, kannski, mögulega Davos og Gendry eru í sömu stöðu og svo margir aðrir. Bara fylgifiskar Jon Snow og Daenerys. Þeir hafa gengið í gegnum ýmislegt en ég er lang spenntastur fyrir því að þeir hitti Melisandre, þegar/ef hún snýr aftur til Westeros. Gendry verður væntanlega verulega ósáttur við að sjá hana, þar sem hún ætlaði að brenna hann á báli og setti blóðsugur á fermingarbróður hans. Davos er sömuleiðis í mikilli fýlu við hana, eins og flestir, eftir að í ljós kom að hann brenndi Shireen Baratheon á báli. Hann gæti mögulega drepið hana. Ég myndi giska á að það séu svona 17,3 prósent líkur á því að allir drepist nema Gendry og hann verði konungur Westeros, þar sem hann er bastarður Robert Baratheon.#CleganeBowl Þeir Sandor og Gregor Clegane eru á mjög mismunandi stöðum í lífinu. Sérstaklega með tilliti til þess að Gregor er eiginlega ekki í lífinu, þar sem hann er dauður. Áhorfendur GOT og lesendur ASOIAF hafa um árabil beðið eftir því að þeir bræður berjist aftur eins og þeir gerðu í fyrstu seríu. Sá bardagi var stuttur en einkar góður. Það eiga fáir meira skilið að endur-drepa Gregor en Sandor.Hvað er málið með hrafntinnu? Að öðru. Ég er búinn að vera að hugsa aðeins um hrafntinnu (Dragonglass) og er með tvær spurningar sem mig langar að fá svör við.Er nóg að skera Hvítgengla og uppvakninga með hrafntinnu til að drepa þá? Nánast bara snerta þá? Við höfum til dæmis séð að þegar Sam drap hvítgengil í þriðju þáttaröð, með hnífi úr hrafntinnu, þá hefði stungan ekki dugað til að drepa hann í fljótu bragði. Eins og sést í atriðinu. Hann hins vegar varð að klaka (eða einhverju) og gufaði upp. Það fæli í sér að það væri nóg að skjóta einni ör með odd úr hrafntinnu í ódauðan risa til að endur-drepa hann og jafnvel væri ein ör nóg til að endur-drepa Viserion. Það myndi gera komandi orrustur auðveldari fyrir hina lifandi.Er Næturkonungurinn ónæmur gagnvart hrafntinnu? Börn skógarins breyttu manni í Næturkonunginn með göldrum og hrafntinnu. Það hlýtur að spila eitthvað inn í það að hægt sé að drepa aðra Hvítgengla og uppvakninga með hrafntinnu. Í bókunum virkar hrafntinna ekkert betur en annað á uppvakninga. Svo virðist þó ekki vera í þáttunum þar sem Jon og félagar notuðu hrafntinnu gegn uppvakningum í bardaganum á vatninu í síðustu þáttaröð. Ég veit svo sem ekki alveg af hverju ég er búinn að vera að spá í þessu og hef ekki hugmynd um af hverju ég skrifaði það niður. En, hananú. Ein og hálf vika! Þetta verður geggjað!
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30 Game of Thrones: Næturkonungurinn segir frá „stærstu orrustu sjónvarpssögunnar“ Leikarinn Vladimír Furdík, sem leikur Næturkonunginn í Game of Thrones, sagði gestum ráðstefnu í Ungverjalandi nokkuð merkilegar upplýsingar um síðustu þáttaröð Game of Thrones sem sýnd verður í apríl. 6. desember 2018 14:15 Fyrsta stikla Game of Thrones og hvað þar er að finna Þó vetur sé að skella á með krafti í Westeros og mögulega nóttin langa einnig er að vora hjá okkur hinum. 5. mars 2019 16:00 Game of Thrones: Fyrstu myndirnar úr áttundu þáttaröð Myndirnar gefa lítið upp um söguþráð þáttanna og sýna að mestu það að persónur GOT eru farnar að klæða sig betur. 7. febrúar 2019 09:30 Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30
Game of Thrones: Næturkonungurinn segir frá „stærstu orrustu sjónvarpssögunnar“ Leikarinn Vladimír Furdík, sem leikur Næturkonunginn í Game of Thrones, sagði gestum ráðstefnu í Ungverjalandi nokkuð merkilegar upplýsingar um síðustu þáttaröð Game of Thrones sem sýnd verður í apríl. 6. desember 2018 14:15
Fyrsta stikla Game of Thrones og hvað þar er að finna Þó vetur sé að skella á með krafti í Westeros og mögulega nóttin langa einnig er að vora hjá okkur hinum. 5. mars 2019 16:00
Game of Thrones: Fyrstu myndirnar úr áttundu þáttaröð Myndirnar gefa lítið upp um söguþráð þáttanna og sýna að mestu það að persónur GOT eru farnar að klæða sig betur. 7. febrúar 2019 09:30
Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45