Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 07:51 Evrópskir ráðamenn eru sagðir forviða á að Bretar hafi enn ekki komið sér saman um hvað þeir vilja þrátt fyrir að þeir hafi upphaflega ætlað sér að ganga úr ESB í síðustu viku. Vísir/EPA Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins, segir að þó að líkurnar á að Bretlandi gangi úr sambandinu án útgöngusamnings hafi aukist síðustu daga sé enn hægt að forðast þá niðurstöðu. Breska þingið hafnaði öllum tillögum sem lagðar voru fyrir það um lausn á stöðunni í atkvæðagreiðslum í gær. Eins og stendur ætlar Bretland að ganga úr ESB 12. apríl. Útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, var hins vegar hafnað í þinginu í þriðja skipti á föstudag. Fái hún samninginn ekki samþykktan á næstu dögum þurfa Bretar annað hvort að ganga úr sambandinu án samnings eða óska eftir löngum fresti. „Útganga án samnings var aldrei það sem við vildum eða það sem við ætluðum okkur en Evrópusambandsríkin 27 eru núna undir það búin. Það verður líklegra eftir því sem dagarnir líða,“ sagði Barnier í morgun. Barnier segir að langur frestur fæli í sér verulega áhættu fyrir ESB og að veigamikil rök þyrftu að búa að baki til að sambandið féllist á að veita hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að fresturinn verði veittur muni sambandið ekki halda áfram að semja um Breta nema þeir samþykki útgöngusamning May. „Þetta er eini samningurinn sem mögulegur er til að skipuleggja útgönguna á skipulegan hátt,“ sagði Barnier. Eftir að útgöngusamningur May var felldur í síðustu viku ákvað þingið að greiða atkvæði um hver næstu skref ættu að vera. Greidd voru atkvæði um fjórar tillögur í gær en þær voru allar felldar. Tillagan um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna fékk flest atkvæði af þessum fjórum en féll engu að síður. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Michel Barnier, samningamaður Evrópusambandsins, segir að þó að líkurnar á að Bretlandi gangi úr sambandinu án útgöngusamnings hafi aukist síðustu daga sé enn hægt að forðast þá niðurstöðu. Breska þingið hafnaði öllum tillögum sem lagðar voru fyrir það um lausn á stöðunni í atkvæðagreiðslum í gær. Eins og stendur ætlar Bretland að ganga úr ESB 12. apríl. Útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, var hins vegar hafnað í þinginu í þriðja skipti á föstudag. Fái hún samninginn ekki samþykktan á næstu dögum þurfa Bretar annað hvort að ganga úr sambandinu án samnings eða óska eftir löngum fresti. „Útganga án samnings var aldrei það sem við vildum eða það sem við ætluðum okkur en Evrópusambandsríkin 27 eru núna undir það búin. Það verður líklegra eftir því sem dagarnir líða,“ sagði Barnier í morgun. Barnier segir að langur frestur fæli í sér verulega áhættu fyrir ESB og að veigamikil rök þyrftu að búa að baki til að sambandið féllist á að veita hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að fresturinn verði veittur muni sambandið ekki halda áfram að semja um Breta nema þeir samþykki útgöngusamning May. „Þetta er eini samningurinn sem mögulegur er til að skipuleggja útgönguna á skipulegan hátt,“ sagði Barnier. Eftir að útgöngusamningur May var felldur í síðustu viku ákvað þingið að greiða atkvæði um hver næstu skref ættu að vera. Greidd voru atkvæði um fjórar tillögur í gær en þær voru allar felldar. Tillagan um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna fékk flest atkvæði af þessum fjórum en féll engu að síður.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira