Erlent

Gulu vestunum bannað að mótmæla við Notre Dame

Andri Eysteinsson skrifar
Svo virðist sem að mikill eldur logi.
Svo virðist sem að mikill eldur logi. EPA/ Ian Langsdon
Mótmælendum sem hafa kennt sig við Gulu vestin, verður bannað að athafna sig í nágrenni Notre Dame dómkirkjunnar í París í fyrirhuguðum mótmælum sínum á laugardaginn. Guardian greinir frá.

Innanríkisráðherra Frakklands, Christophe Castaner, varaði við því að mótmæli yrðu mikil í öllum helstu borgum Frakklands, en þá sérstaklega í París. Castaner taldi mögulegt að öfgahópar og aðrir vandræðapésar myndu nota mótmælin sem yfirskin fyrir íkveikjur, þjófnað og önnur skemmdarverk.

5000 lögreglumenn verða á vakt í París á meðan að á mótmælunum stendur og mun lögregla loka fyrir aðgengi að Ile-de-la-Cite, eyjunni hvar Notre Dame stendur.

Mótmælin höfðu verið skipulögð á svæðinu löngu áður en að eldur kviknaði í þaki Notre Dame dómkirkjunnar síðasta mánudag en ljóst er að ekki verður vel tekið í það ef gulu vestin fara á kreik nálægt Maríukirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×