Erlent

13 látnir eftir að kirkja féll saman í upphafi páskamessu

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Kirkja í Suður-Afríku. Myndin tengist fréttinni ekki.
Kirkja í Suður-Afríku. Myndin tengist fréttinni ekki. Getty/Waldo Swiegers
Minnst 13 eru látnir eftir að kirkja í Suður-Afríku féll saman í upphafi páskamessu. Að minnsta kosti 29 manns var flýtt á sjúkrahús vegna meiðsla. Frá þessu er greint á vef BBC.

Yfirvöld á svæðinu hafa kennt miklum rigningum um slysið.

Til stóð að athöfnin stæði yfir alla helgina en bænastund var haldin í morgun í tjaldi fyrir utan kirkjuna til að biðja fyrir þeim sem létust og hlutu meiðsl í slysinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×