Bað nágranna að njósna um fyrrverandi sambýliskonu sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 16:34 Konan lýsti ítrekuðu ofbeldi mannsins í sinn garð. Vísir/Hanna Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er um ítrekuð ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi m.a. beðið nágranna konunnar um að njósna um hana. Þá braut hann annað nálgunarbann sem hann var dæmdur í vegna hegðun sinnar gagnvart konunni.Krafðist þess að fylgjast með henni á salerninu Sex mál er varða meint heimilisofbeldi, nauðgun, líkamsárás og hótanir mannsins gegn konunni eru til rannsóknar hjá lögreglu eða til afgreiðslu hjá ákærusviði, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Þá er einnig tekið fram að lögreglu hafi borist fimm tilkynningar árin 2017-2019 vegna gruns um heimilisofbeldi eða áreiti af hálfu mannsins í garð konunnar.Í dómi eru rakin mörg tilvik þar sem konan greinir frá ítrekuðu ofbeldi mannsins, bæði andlegu og líkamlegu. Ofbeldið hafi hafist árið 2016 en í eitt skipti lýsti konan því að maðurinn hefði losað bílbelti hennar þegar þau voru að keyra og hafi í kjölfarið bremsað harkalega þannig að hún hafi kastast úr sæti sínu. Þá hafi hann ítrekað sakað hana um framhjáhald og að hann myndi skjóta þann aðila sem hún myndi hefja samband við. Þá hafi hann ekki leyft henni að fara á salernið nema að hafa dyrnar opnar svo hann gæti fylgst með hanni. Bað nágrannann að taka myndir af bifreið konunnar Maðurinn hafi svo sýnt meira og minna af sér ógnandi hegðun í sambandinu þangað til hún sleit því árið 2018 og yfirgaf heimili þeirra. Manninum var svo gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni frá 14. september 2018 til 16. janúar 2019. Ekki sé annað að sjá en að maðurinn hafi brotið það nálgunarbann, að því er segir í dómi. Þannig hafi lögregla fengið upplýsingar þess efnis í október árið 2018 að maðurinn væri að reyna að setja sig í samband við konuna. Þá sé hann grunaður um að hafa beðið nágranna konunnar um að fylgjast með henni og láta hann vita ef hún færi að heiman og taka myndir af bifreið hennar fyrir utan heimilið og senda honum. Nágranninn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði sent sér skilaboð reglulega til að spyrja hvort konan væri heima og hvert hún væri að fara. Leitaði að henni í vinnunni Þá tilkynnti konan um áreiti af hálfu mannsins í lok mars síðastliðnum. Konan sagðist hafa mætt til vinnu að kvöldi og þar hefði henni verið tjáð að maðurinn hefði komið á vinnustaðinn fyrr um kvöldið með mynd af henni og spurt hvort hún væri að vinna. Samstarfsmaður konunnar, sem var að vinna umrætt kvöld, staðfesti frásögn konunnar fyrir dómi og sagði manninn hafa haft í hótunum við sig. Konan kvaðst hafa orðið mjög skelkuð vegna þessarar heimsóknar. Með hliðsjón af öllu framangreindu var manninum gert að sæta nálgunarbanni til og með 25. júlí 2019. Lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus við húsið. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti konunni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti á tímabilinu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er um ítrekuð ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi m.a. beðið nágranna konunnar um að njósna um hana. Þá braut hann annað nálgunarbann sem hann var dæmdur í vegna hegðun sinnar gagnvart konunni.Krafðist þess að fylgjast með henni á salerninu Sex mál er varða meint heimilisofbeldi, nauðgun, líkamsárás og hótanir mannsins gegn konunni eru til rannsóknar hjá lögreglu eða til afgreiðslu hjá ákærusviði, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Þá er einnig tekið fram að lögreglu hafi borist fimm tilkynningar árin 2017-2019 vegna gruns um heimilisofbeldi eða áreiti af hálfu mannsins í garð konunnar.Í dómi eru rakin mörg tilvik þar sem konan greinir frá ítrekuðu ofbeldi mannsins, bæði andlegu og líkamlegu. Ofbeldið hafi hafist árið 2016 en í eitt skipti lýsti konan því að maðurinn hefði losað bílbelti hennar þegar þau voru að keyra og hafi í kjölfarið bremsað harkalega þannig að hún hafi kastast úr sæti sínu. Þá hafi hann ítrekað sakað hana um framhjáhald og að hann myndi skjóta þann aðila sem hún myndi hefja samband við. Þá hafi hann ekki leyft henni að fara á salernið nema að hafa dyrnar opnar svo hann gæti fylgst með hanni. Bað nágrannann að taka myndir af bifreið konunnar Maðurinn hafi svo sýnt meira og minna af sér ógnandi hegðun í sambandinu þangað til hún sleit því árið 2018 og yfirgaf heimili þeirra. Manninum var svo gert að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni frá 14. september 2018 til 16. janúar 2019. Ekki sé annað að sjá en að maðurinn hafi brotið það nálgunarbann, að því er segir í dómi. Þannig hafi lögregla fengið upplýsingar þess efnis í október árið 2018 að maðurinn væri að reyna að setja sig í samband við konuna. Þá sé hann grunaður um að hafa beðið nágranna konunnar um að fylgjast með henni og láta hann vita ef hún færi að heiman og taka myndir af bifreið hennar fyrir utan heimilið og senda honum. Nágranninn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði sent sér skilaboð reglulega til að spyrja hvort konan væri heima og hvert hún væri að fara. Leitaði að henni í vinnunni Þá tilkynnti konan um áreiti af hálfu mannsins í lok mars síðastliðnum. Konan sagðist hafa mætt til vinnu að kvöldi og þar hefði henni verið tjáð að maðurinn hefði komið á vinnustaðinn fyrr um kvöldið með mynd af henni og spurt hvort hún væri að vinna. Samstarfsmaður konunnar, sem var að vinna umrætt kvöld, staðfesti frásögn konunnar fyrir dómi og sagði manninn hafa haft í hótunum við sig. Konan kvaðst hafa orðið mjög skelkuð vegna þessarar heimsóknar. Með hliðsjón af öllu framangreindu var manninum gert að sæta nálgunarbanni til og með 25. júlí 2019. Lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili konunnar, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus við húsið. Jafnframt er lagt bann við því að maðurinn veiti konunni eftirför, nálgist hana á almannafæri eða setji sig í samband við hana með öðrum hætti á tímabilinu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira