Alan García, fyrrverandi forseti Perú, er látinn eftir að hann skaut sjálfan sig í hálsinn þegar lögregla gerði tilraun til að handtaka hann.
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í Lima, höfuðborg landsins, þar sem hann lést.
García var sakaður um að taka við mútum frá brasilíska verktakafyrirtækinu Odebrecht og stóð til að handtaka hann í tengslum við þær ásakanir.
Hann var forseti Perú frá 1985 til 1990 og svo aftur frá 2006 til 2011.
