Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:01 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, telur líkurnar á því að bróðir sinn finnist á lífi fara minnkandi með degi hverjum. Þetta kom fram í máli Daníels í viðtali við írsku fréttastofuna Virgin Media News. Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. „Fyrir mitt leyti held ég að hann hafi verið að hitta einhvern eða fara eitthvert. Það var eitthvað sem hann ætlaði að gera, það er það sem ég held. Og ég held að hann hafi farið upp í einhvers konar farartæki,“ sagði Daníel í samtali við Virgin Media en fréttastofan birti stutta umfjöllun um hvarf Jóns Þrastar á Facebook-síðu sinni í morgun „Líkurnar á því að finna hann á lífi fara minnkandi með hverjum deginum, hverri klukkustund,“ bætti Daníel við.Viðtalið við Daníel má horfa á í spilaranum hér að neðan. Davíð Karl Wiium, annar bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að staðan á málinu sé mjög svipuð og verið hefur síðustu vikur. Davíð segir að Daníel hafi flogið út til Írlands í morgun og haldi á fund með lögreglu í dag. Þá muni Daníel einnig leggja áherslu á að komast í írska fjölmiðla, þar sem mikilvægt sé að halda málinu lifandi úti á Írlandi.Davíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er soldið mikið bara „the waiting game“, eins og maður segir,“ segir Davíð. Daníel brunaði strax í viðtalið við Virgin Media þegar hann lenti í Dyflinni. Inntur eftir því hvort upplifun fjölskyldunnar sé sú sama og Daníel lýsir í viðtalinu segir Davíð svo ekki endilega vera. „Þetta er kannski hans upplifun en fyrir mér eru allar líkur jafnmiklar svo sem, á lífi eða ekki á lífi eða hvort hann sé þar [á Írlandi] eða annars staðar. Á meðan ég veit ekki neitt þá verðum við bara að leyfa þessu að ráðast,“ segir Davíð. „Fyrir mér er bara að fá niðurstöðu í málið það mikilvægasta á þessum tímapunkti. Þangað til það kemur í ljós, vonandi fyrr en síðar, verður maður að halda öllu opnu.“ Davíð segir að á meðan engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í málinu séu ekki forsendur fyrir annarri leit, líkt og aðstandendur Jóns Þrastar hafa blásið reglulega til úti í Dyflinni. Þau fylgist áfram grannt með stöðu mála og séu í sambandi við lögreglu. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15 Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, telur líkurnar á því að bróðir sinn finnist á lífi fara minnkandi með degi hverjum. Þetta kom fram í máli Daníels í viðtali við írsku fréttastofuna Virgin Media News. Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. „Fyrir mitt leyti held ég að hann hafi verið að hitta einhvern eða fara eitthvert. Það var eitthvað sem hann ætlaði að gera, það er það sem ég held. Og ég held að hann hafi farið upp í einhvers konar farartæki,“ sagði Daníel í samtali við Virgin Media en fréttastofan birti stutta umfjöllun um hvarf Jóns Þrastar á Facebook-síðu sinni í morgun „Líkurnar á því að finna hann á lífi fara minnkandi með hverjum deginum, hverri klukkustund,“ bætti Daníel við.Viðtalið við Daníel má horfa á í spilaranum hér að neðan. Davíð Karl Wiium, annar bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að staðan á málinu sé mjög svipuð og verið hefur síðustu vikur. Davíð segir að Daníel hafi flogið út til Írlands í morgun og haldi á fund með lögreglu í dag. Þá muni Daníel einnig leggja áherslu á að komast í írska fjölmiðla, þar sem mikilvægt sé að halda málinu lifandi úti á Írlandi.Davíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er soldið mikið bara „the waiting game“, eins og maður segir,“ segir Davíð. Daníel brunaði strax í viðtalið við Virgin Media þegar hann lenti í Dyflinni. Inntur eftir því hvort upplifun fjölskyldunnar sé sú sama og Daníel lýsir í viðtalinu segir Davíð svo ekki endilega vera. „Þetta er kannski hans upplifun en fyrir mér eru allar líkur jafnmiklar svo sem, á lífi eða ekki á lífi eða hvort hann sé þar [á Írlandi] eða annars staðar. Á meðan ég veit ekki neitt þá verðum við bara að leyfa þessu að ráðast,“ segir Davíð. „Fyrir mér er bara að fá niðurstöðu í málið það mikilvægasta á þessum tímapunkti. Þangað til það kemur í ljós, vonandi fyrr en síðar, verður maður að halda öllu opnu.“ Davíð segir að á meðan engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í málinu séu ekki forsendur fyrir annarri leit, líkt og aðstandendur Jóns Þrastar hafa blásið reglulega til úti í Dyflinni. Þau fylgist áfram grannt með stöðu mála og séu í sambandi við lögreglu.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15 Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15
Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13
Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53