Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 12:00 Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til breytingar á frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Velferðarnefnd hefur frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni til umræðu en það gerir ráð fyrir að hægt verði að koma upp vernduðum neyslurýmum fyrir vímuefnaneytendur sem sprauta vímuefnum í æð. Slík rými hafa verið sett upp í nokkrum Evrópuríkjum sem og sumstaðar í Bandaríkjunum og Kanada og gefið góða raun. Dauðsföllum neytenda hefur fækkað og dregið hefur úr glæpum sem tengjast neyslunni. Tæplega hundrað aðilar voru beðnir um umsagnir við frumvarpið og hafa nokkrar borist nú þegar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að greinargerð með frumvarpinu beri með sér að markmið þess sé m.a. að koma því til leiðar að fíkniefnaneytendur geti án afskipta lögreglu mætt með fíkniefni á tiltekinn stað og neytt efnanna þar. Gengið virðist út frá að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neyslurými sé varsla fíkniefnanna heimil, jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélag gerir samkomulag við lögreglu um „refsilaus svæði.“ Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi. Að mati lögreglustjóra þurfi þetta að koma fram í lagatextanum sjálfum með hliðsjón af þeim greinarmun sem gerður sé í réttarframkvæmd á vörslu fíkniefna annars vegar og neyslu þeirra hins vegar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Lögreglu telji óhjákvæmilegt að fram komi í ákvæðinu hversu mikið magn af ávana- og fíkniefnum viðkomandi megi vera með í neyslurýminu, eða ráðstafanir gerðar til að útfæra það nánar í reglugerð. Ríkissaksóknari tekur undir þessi sjónarmið lögreglu. Lyfjafræðingafélag Íslands telur gott ef hægt verði að draga úr því að nálar og sprautur liggi liggi á víðavangi. Kveða verði skýrt á um ásættanlegt magn efna í vörslu hvers einstaklings og að neyslurými verði ekki staður fyrir viðskipti með fíkniefni. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar styður framgöngu frumvarpsins af heilum hug og fagnar því að þetta „mannréttindamál” sé komið á dagskrá þingsins, eins og það er kallað. Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til breytingar á frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Velferðarnefnd hefur frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni til umræðu en það gerir ráð fyrir að hægt verði að koma upp vernduðum neyslurýmum fyrir vímuefnaneytendur sem sprauta vímuefnum í æð. Slík rými hafa verið sett upp í nokkrum Evrópuríkjum sem og sumstaðar í Bandaríkjunum og Kanada og gefið góða raun. Dauðsföllum neytenda hefur fækkað og dregið hefur úr glæpum sem tengjast neyslunni. Tæplega hundrað aðilar voru beðnir um umsagnir við frumvarpið og hafa nokkrar borist nú þegar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að greinargerð með frumvarpinu beri með sér að markmið þess sé m.a. að koma því til leiðar að fíkniefnaneytendur geti án afskipta lögreglu mætt með fíkniefni á tiltekinn stað og neytt efnanna þar. Gengið virðist út frá að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neyslurými sé varsla fíkniefnanna heimil, jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélag gerir samkomulag við lögreglu um „refsilaus svæði.“ Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi. Að mati lögreglustjóra þurfi þetta að koma fram í lagatextanum sjálfum með hliðsjón af þeim greinarmun sem gerður sé í réttarframkvæmd á vörslu fíkniefna annars vegar og neyslu þeirra hins vegar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Lögreglu telji óhjákvæmilegt að fram komi í ákvæðinu hversu mikið magn af ávana- og fíkniefnum viðkomandi megi vera með í neyslurýminu, eða ráðstafanir gerðar til að útfæra það nánar í reglugerð. Ríkissaksóknari tekur undir þessi sjónarmið lögreglu. Lyfjafræðingafélag Íslands telur gott ef hægt verði að draga úr því að nálar og sprautur liggi liggi á víðavangi. Kveða verði skýrt á um ásættanlegt magn efna í vörslu hvers einstaklings og að neyslurými verði ekki staður fyrir viðskipti með fíkniefni. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar styður framgöngu frumvarpsins af heilum hug og fagnar því að þetta „mannréttindamál” sé komið á dagskrá þingsins, eins og það er kallað.
Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira