Gunnar um olnbogann: „Teygi mig allt of mikið út í hendina á honum“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. apríl 2019 13:00 Edwards veitir Gunnari ógurlegt högg með olnboga sínum þannig að stórsá á íslensku kempunni. Vísir/Getty Gunnar Nelson tapaði bardaga fyrir Leon Edwards í mars sem hefur kostað hann sæti sitt á styrkleikalista veltivigtar UFC. Gunnar segist hafa opnað sig of mikið og leyft Edwards að ná högginu sem afmyndaði andlit hans. Gunnar var mættur í Búrið á Stöð 2 Sport til Péturs Marínó Jónssonar þar sem þeir félagar fóru vel yfir bardagann við Edwards. Eftir kröftuga byrjun Gunnars náði Edwards honum í gólfið í lok fyrstu lotu en Gunnar náði að halda það út. Í annari lotu náði Edwards svo kröftugum olnboga í andlitið á Gunnari svo hann bólgnaði allur upp undir hægra auganu. „Ég var alveg fínn þarna [þegar olnboginn kemur] þegar ég var kominn í jörðina, auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en ég var ekkert sérstaklega illa farinn,“ sagði Gunnar.Olnboginn skildi að því virðist ekki eftir sig langvarandi áverka á andliti Gunnarss2 sport„Mér fannst ekkert þannig vera að, hann sló mig út í sekúndu eða sekúndubrot.“ Hann féll til jarðar eftir olbogann og þá komst Edwards ofan á hann og lét höggin dynja. Lotunni lauk og lýsti Pétur því að hann hafi verið mjög svartsýnn fyrir hönd Gunnars á þeim tímapunkti. Í hléinu á milli lota nær teymi Gunnars að þrýsta bólgunni vel niður og meiðslin, sem litu ansi illa út, hindruðu honum ekki í þriðju lotunni. „Þú sérð alveg þarna að augun eru alveg á sínum stað, en ég vissi ekki hverju hann hefði slegið mig með. Hann nær helvíti góðum vinkli út frá hægri hendinni, ég teygi mig of mikið út í þessa hægri hendi, allt of mikið.“ Í þriðju lotu náði Gunnar að koma Edwards í vænlega stöðu í gólfinu. Hann hafði hins vegar ekki nægan tíma til þess að láta Edwards almennilega finna fyrir sér. Bardaganum lauk með dómaraúrskurði og var Edwards dæmdur sigur. Yfirferð Gunnars um aðra lotuna má sjá í brotinu hér að neðan en hann fer yfir allan bardagann með Pétri í Búrinu sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld klukkan 21:45. Klippa: Búrið: Gunnar gerir upp bardagann við Edwards MMA Tengdar fréttir Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00 Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00 Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira
Gunnar Nelson tapaði bardaga fyrir Leon Edwards í mars sem hefur kostað hann sæti sitt á styrkleikalista veltivigtar UFC. Gunnar segist hafa opnað sig of mikið og leyft Edwards að ná högginu sem afmyndaði andlit hans. Gunnar var mættur í Búrið á Stöð 2 Sport til Péturs Marínó Jónssonar þar sem þeir félagar fóru vel yfir bardagann við Edwards. Eftir kröftuga byrjun Gunnars náði Edwards honum í gólfið í lok fyrstu lotu en Gunnar náði að halda það út. Í annari lotu náði Edwards svo kröftugum olnboga í andlitið á Gunnari svo hann bólgnaði allur upp undir hægra auganu. „Ég var alveg fínn þarna [þegar olnboginn kemur] þegar ég var kominn í jörðina, auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en ég var ekkert sérstaklega illa farinn,“ sagði Gunnar.Olnboginn skildi að því virðist ekki eftir sig langvarandi áverka á andliti Gunnarss2 sport„Mér fannst ekkert þannig vera að, hann sló mig út í sekúndu eða sekúndubrot.“ Hann féll til jarðar eftir olbogann og þá komst Edwards ofan á hann og lét höggin dynja. Lotunni lauk og lýsti Pétur því að hann hafi verið mjög svartsýnn fyrir hönd Gunnars á þeim tímapunkti. Í hléinu á milli lota nær teymi Gunnars að þrýsta bólgunni vel niður og meiðslin, sem litu ansi illa út, hindruðu honum ekki í þriðju lotunni. „Þú sérð alveg þarna að augun eru alveg á sínum stað, en ég vissi ekki hverju hann hefði slegið mig með. Hann nær helvíti góðum vinkli út frá hægri hendinni, ég teygi mig of mikið út í þessa hægri hendi, allt of mikið.“ Í þriðju lotu náði Gunnar að koma Edwards í vænlega stöðu í gólfinu. Hann hafði hins vegar ekki nægan tíma til þess að láta Edwards almennilega finna fyrir sér. Bardaganum lauk með dómaraúrskurði og var Edwards dæmdur sigur. Yfirferð Gunnars um aðra lotuna má sjá í brotinu hér að neðan en hann fer yfir allan bardagann með Pétri í Búrinu sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld klukkan 21:45. Klippa: Búrið: Gunnar gerir upp bardagann við Edwards
MMA Tengdar fréttir Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00 Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00 Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira
Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00
Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00
Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00