Gunnar um olnbogann: „Teygi mig allt of mikið út í hendina á honum“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. apríl 2019 13:00 Edwards veitir Gunnari ógurlegt högg með olnboga sínum þannig að stórsá á íslensku kempunni. Vísir/Getty Gunnar Nelson tapaði bardaga fyrir Leon Edwards í mars sem hefur kostað hann sæti sitt á styrkleikalista veltivigtar UFC. Gunnar segist hafa opnað sig of mikið og leyft Edwards að ná högginu sem afmyndaði andlit hans. Gunnar var mættur í Búrið á Stöð 2 Sport til Péturs Marínó Jónssonar þar sem þeir félagar fóru vel yfir bardagann við Edwards. Eftir kröftuga byrjun Gunnars náði Edwards honum í gólfið í lok fyrstu lotu en Gunnar náði að halda það út. Í annari lotu náði Edwards svo kröftugum olnboga í andlitið á Gunnari svo hann bólgnaði allur upp undir hægra auganu. „Ég var alveg fínn þarna [þegar olnboginn kemur] þegar ég var kominn í jörðina, auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en ég var ekkert sérstaklega illa farinn,“ sagði Gunnar.Olnboginn skildi að því virðist ekki eftir sig langvarandi áverka á andliti Gunnarss2 sport„Mér fannst ekkert þannig vera að, hann sló mig út í sekúndu eða sekúndubrot.“ Hann féll til jarðar eftir olbogann og þá komst Edwards ofan á hann og lét höggin dynja. Lotunni lauk og lýsti Pétur því að hann hafi verið mjög svartsýnn fyrir hönd Gunnars á þeim tímapunkti. Í hléinu á milli lota nær teymi Gunnars að þrýsta bólgunni vel niður og meiðslin, sem litu ansi illa út, hindruðu honum ekki í þriðju lotunni. „Þú sérð alveg þarna að augun eru alveg á sínum stað, en ég vissi ekki hverju hann hefði slegið mig með. Hann nær helvíti góðum vinkli út frá hægri hendinni, ég teygi mig of mikið út í þessa hægri hendi, allt of mikið.“ Í þriðju lotu náði Gunnar að koma Edwards í vænlega stöðu í gólfinu. Hann hafði hins vegar ekki nægan tíma til þess að láta Edwards almennilega finna fyrir sér. Bardaganum lauk með dómaraúrskurði og var Edwards dæmdur sigur. Yfirferð Gunnars um aðra lotuna má sjá í brotinu hér að neðan en hann fer yfir allan bardagann með Pétri í Búrinu sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld klukkan 21:45. Klippa: Búrið: Gunnar gerir upp bardagann við Edwards MMA Tengdar fréttir Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00 Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00 Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Gunnar Nelson tapaði bardaga fyrir Leon Edwards í mars sem hefur kostað hann sæti sitt á styrkleikalista veltivigtar UFC. Gunnar segist hafa opnað sig of mikið og leyft Edwards að ná högginu sem afmyndaði andlit hans. Gunnar var mættur í Búrið á Stöð 2 Sport til Péturs Marínó Jónssonar þar sem þeir félagar fóru vel yfir bardagann við Edwards. Eftir kröftuga byrjun Gunnars náði Edwards honum í gólfið í lok fyrstu lotu en Gunnar náði að halda það út. Í annari lotu náði Edwards svo kröftugum olnboga í andlitið á Gunnari svo hann bólgnaði allur upp undir hægra auganu. „Ég var alveg fínn þarna [þegar olnboginn kemur] þegar ég var kominn í jörðina, auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en ég var ekkert sérstaklega illa farinn,“ sagði Gunnar.Olnboginn skildi að því virðist ekki eftir sig langvarandi áverka á andliti Gunnarss2 sport„Mér fannst ekkert þannig vera að, hann sló mig út í sekúndu eða sekúndubrot.“ Hann féll til jarðar eftir olbogann og þá komst Edwards ofan á hann og lét höggin dynja. Lotunni lauk og lýsti Pétur því að hann hafi verið mjög svartsýnn fyrir hönd Gunnars á þeim tímapunkti. Í hléinu á milli lota nær teymi Gunnars að þrýsta bólgunni vel niður og meiðslin, sem litu ansi illa út, hindruðu honum ekki í þriðju lotunni. „Þú sérð alveg þarna að augun eru alveg á sínum stað, en ég vissi ekki hverju hann hefði slegið mig með. Hann nær helvíti góðum vinkli út frá hægri hendinni, ég teygi mig of mikið út í þessa hægri hendi, allt of mikið.“ Í þriðju lotu náði Gunnar að koma Edwards í vænlega stöðu í gólfinu. Hann hafði hins vegar ekki nægan tíma til þess að láta Edwards almennilega finna fyrir sér. Bardaganum lauk með dómaraúrskurði og var Edwards dæmdur sigur. Yfirferð Gunnars um aðra lotuna má sjá í brotinu hér að neðan en hann fer yfir allan bardagann með Pétri í Búrinu sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld klukkan 21:45. Klippa: Búrið: Gunnar gerir upp bardagann við Edwards
MMA Tengdar fréttir Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00 Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00 Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00
Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00
Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00