Erlent

Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame

Andri Eysteinsson skrifar
Macron fyrir utan Notre Dame
Macron fyrir utan Notre Dame Vísir/EPA
Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, heitir því að Notre Dame dómkirkjan, sem varð eldi að bráð fyrr í dag, verði endurreist. Macron greindi frá þessu í ávarpi sínu við dómkirkjuna, sem enn logar í. AP greinir frá.

Macron tók til máls skömmu eftir að slökkviliðsstjóri Parísarborgar hafði greint frá því að aðgerðir slökkviliðsins sneru nú að því að fylgjast með stöðunni og að hreinsa til á vettvangi. Slökkviliðsstjórinn Bernard Perico, sagði að þrátt fyrir að hið versta væri afstaðið væri sigurinn ekki unninn.

Macron hrósaði slökkviliðsmönnum Parísar fyrir viðbrögð þeirra og störf við að bjarga því sem bjarga varð í brunanum. Forsetinn sagði að á þriðjudag yrði hafin söfnun til endurreisnar dómkirkjunnar og hvatti hann íbúa heimsbyggðarinnar til þess að leggja sitt af mörkum.


Tengdar fréttir

Segja ó­ljóst hvort takist að bjarga Notre Dame

Talsmenn franska innanríkisráðuneytisins segja að það "sé ekki víst“ hvort það muni takast að bjarga Notre Dame eftir að gríðarmikill eldur kom upp í dómkirkjunni í kvöld.

Segja turnum Notre Dame borgið

Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað.

Notre Dame dómkirkjan brennur

Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×