Erlent

Segja turnum Notre Dame borgið

Andri Eysteinsson skrifar
Eyðileggingin er gríðarleg.
Eyðileggingin er gríðarleg. EPA/IAN LANGSDON
Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. Enn fremur greindi Nunez frá því að slökkviliðinu hafi tekist að bjarga útveggjum byggingarinnar og einnig norðurturni kirkjunnar. Einnig hefur talsmaður slökkviliðs Parísarborgar greint frá því að turnunum hafi verið bjargað. 

Norður turninn er örlítið hærri en suður turninn og voru þeir lengi vel hæstu mannvirki Parísarborgar.

Blaðamaðurinn Alexandre Fremont hjá Radio France birti fyrr í kvöld mynd á Twitter síðu sinni, myndin er tekin af dróna sem flaug yfir brennandi mannvirkið.


Tengdar fréttir

Listaverkasafni Notre Dame bjargað

Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24.

Segja ó­ljóst hvort takist að bjarga Notre Dame

Talsmenn franska innanríkisráðuneytisins segja að það "sé ekki víst“ hvort það muni takast að bjarga Notre Dame eftir að gríðarmikill eldur kom upp í dómkirkjunni í kvöld.

Notre Dame dómkirkjan brennur

Slökkvilið í París í Frakklandi berst nú við mikinn eld í hinni sögufrægu dómkirkju Notre Dame.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×