Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24.
Eldurinn kom upp skömmu eftir að kirkjunni var lokað fyrir almenningi klukkan 18:45 að frönskum tíma. Þak dómkirkjunnar hefur fallið saman og mátti sjá á myndböndum eina turnspíru kirkjunnar falla. Einnig brann viðargrind kirkjunnar sem reist var á miðöldum.
Mikill fjöldi listaverka voru geymd í kirkjunni, aðgerðir við að bjarga listaverkum voru tafarlaust hafnar á meðan unnið var að því að slökkva eldinn í þaki kirkjunnar.
Listaverkasafni Notre Dame bjargað
Andri Eysteinsson skrifar
