Erlent

Mynd­band: Kirkju­spíran á Notre Dame hrundi

Atli Ísleifsson skrifar
Kirkjuspíran var reist á árunum 1220 til 1230.
Kirkjuspíran var reist á árunum 1220 til 1230. Getty
Kirkjuspíran á dómkirkjunni Notre Dame í París hrundi um kvöldmatarleytið í kvöld, en gríðarmikill eldur kom upp í kirkjunni í síðdegis í dag.

Eldurinn breiddist fljótt út um stærstan hluta kirkjunnar og hrundi þak byggingarinnar auk spírunnar. Slökkvistarf stendur enn yfir og er ljóst að gríðarmiklar skemmdir hafa orðið á kirkjunni.

Að neðan má sjá myndband af því þegar kirkjuspíran hrundi, en hún var 19.aldar endurgerð af upprunalegu spírunni sem var reist á árunum 1220 til 1230.

Fréttin hefur verið uppfærð

Að neðan má sjá myndband AP af brunanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×