„Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 13:43 Jón Gunnarsson og Svandís Svavarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þetta mál,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Málið varðar biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm hér á landi en þúsundir Íslendinga bíða eftir að komast í slíka aðgerð. Jón væntir þess að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar sem kemur saman eftir páska. Hann ritaði grein í Morgunblaðið síðastliðið haust ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þar sem þau töldu að núverandi heilbrigðisráðherra væri að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og dregið sé úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Er það röng stefna að þeirra mati.Sendir erlendis í dýrari aðgerð Staðan sé þannig í dag að ef fólk er búið að bíða í þrjá mánuði eftir liðskiptaaðgerð þá eigi það kost á að fara til Svíþjóðar í slíka aðgerð sem Jón segir að sé tvöfalt dýrara en að láta það gangast undir slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum og heilbrigðisstofnunum hér á landi. Jón og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að bregðast við vandanum með því að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði og starfsfólk þeirra getur leyst. Hann segir tvo biðlista í gangi hér á landi vegna slíkra aðgerða. Annars vegar þeir sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir sem bíða eftir að komast í greiningu til að komast á biðlista eftir aðgerð.Mikið tjón fyrir samfélagið Jón segir þetta mikið tjón fyrir samfélagið. Fólk sé frá vinnu og verður fyrir stórkostlegri lífskjaraskerðingu. „Það fer ekki alveg saman mynd og texti þegar við erum með sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem geta hjálpa til í þessu en ráðherra segir að það sé ekki hægt að versla við þá því það vanti meira fjármagn. Á sama tíma er hægt að senda sjúklinga erlendis en það er dýrara fyrir samfélagið og kemur vert niður á þeim sem minna mega sín.“ Hann segir þetta pólitíska ákvörðun, að senda sjúklinga fremur erlendis en að láta sjálfstætt starfandi framkvæma aðgerðirnar hér á landi. „Þolinmæði mín og annarra er á þrotum.“ Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þetta mál,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Málið varðar biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm hér á landi en þúsundir Íslendinga bíða eftir að komast í slíka aðgerð. Jón væntir þess að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar sem kemur saman eftir páska. Hann ritaði grein í Morgunblaðið síðastliðið haust ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þar sem þau töldu að núverandi heilbrigðisráðherra væri að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og dregið sé úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Er það röng stefna að þeirra mati.Sendir erlendis í dýrari aðgerð Staðan sé þannig í dag að ef fólk er búið að bíða í þrjá mánuði eftir liðskiptaaðgerð þá eigi það kost á að fara til Svíþjóðar í slíka aðgerð sem Jón segir að sé tvöfalt dýrara en að láta það gangast undir slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum og heilbrigðisstofnunum hér á landi. Jón og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að bregðast við vandanum með því að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði og starfsfólk þeirra getur leyst. Hann segir tvo biðlista í gangi hér á landi vegna slíkra aðgerða. Annars vegar þeir sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir sem bíða eftir að komast í greiningu til að komast á biðlista eftir aðgerð.Mikið tjón fyrir samfélagið Jón segir þetta mikið tjón fyrir samfélagið. Fólk sé frá vinnu og verður fyrir stórkostlegri lífskjaraskerðingu. „Það fer ekki alveg saman mynd og texti þegar við erum með sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem geta hjálpa til í þessu en ráðherra segir að það sé ekki hægt að versla við þá því það vanti meira fjármagn. Á sama tíma er hægt að senda sjúklinga erlendis en það er dýrara fyrir samfélagið og kemur vert niður á þeim sem minna mega sín.“ Hann segir þetta pólitíska ákvörðun, að senda sjúklinga fremur erlendis en að láta sjálfstætt starfandi framkvæma aðgerðirnar hér á landi. „Þolinmæði mín og annarra er á þrotum.“
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira