BH batt endi á einokun KR og Víkings: "Jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2019 14:00 Íslandsmeistaralið BH. mynd/bh BH varð Íslandsmeistari karla í borðtennis í fyrsta sinn á laugardaginn eftir sigur á Víkingi, 3-1. Úrslitakeppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli. Við unnum tvíliðaleikinn sannfærandi en allir einliðaleikirnir fóru í oddalotu,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, einn liðsmanna BH, í samtali við Vísi. Auk Péturs voru bróðir hans, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson í sigurliði BH. Þjálfari þess er Tómas Ingi Shelton. BH komst í úrslit í karlaflokki í fyrra en tapaði þá fyrir Víkingi í oddaleik. Þá var leikið með öðru fyrirkomulagi, heima og að heiman og svo gripið til oddaleiks ef staðan væri jöfn. BH vann fyrsta leikinn í úrslitunum í fyrra en tapaði næstu tveimur. BH er fjórða félagið sem verður Íslandsmeistari í karlaflokki. Örninn varð meistari fyrstu árin en á árunum 1976-2018 einokuðu KR og Víkingur Íslandsmeistaratitilinn. BH rauf þar með 43 ára einokun Reykjavíkurfélaganna um helgina. BH varð einnig deildarmeistari í febrúar. Þá kemur Íslandsmeistarinn í einliðaleik, Magnús Gauti, úr röðum BH. Gott fyrir öll minni liðEn hvaða áhrif hefur sigur BH á landslagið í íslenska borðtennisheiminum? „Þetta er mjög jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi og vafalaust jákvætt fyrir BH. Þetta gefur krökkunum helling, að sjá þeir geti orðið Íslandsmeistarar. Svo er þetta fín auglýsing fyrir okkur í Hafnarfirði,“ sagði Pétur. „Þetta er líka gott fyrir öll minni lið á Íslandi; að sjá að þú þarft ekki að vera í KR eða Víkingi til að verða Íslandsmeistari,“ bætti Pétur við. Hann kemur úr mikilli borðtennisfjölskyldu. Fimm af sex í fjölskyldunni hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki og öll sex Íslandsmeistarar í einhverjum aldursflokki. Ungir sigurvegararÍslandsmeistarar Víkings.mynd/borðtennissamband íslandsVíkingur varð Íslandsmeistari kvenna eftir 3-0 sigur á B-liði KR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Víkinga síðan 2014 og sá 21. í heildina. Liðin sem kepptu til úrslita voru mjög ung en aðeins ein af átta keppendum í liðunum fæddist á síðustu öld. Hinar sjö eru fæddar á árunum 2001-06. Í sigurliði Víkings var m.a. hin tólf ára Agnes Brynjarsdóttir sem er einnig Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna. Auk Agnesar voru Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Nevana Tasic í liði Víkings. Sú síðastnefnda tapaði ekki leik í vetur. Þess má geta að öll átta sem voru í sigurliðunum í karla- og kvennaflokki unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil um helgina. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá úrslitaleikjunum í karla- og kvennaflokki á laugardaginn. Borðtennis Tengdar fréttir Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45 12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
BH varð Íslandsmeistari karla í borðtennis í fyrsta sinn á laugardaginn eftir sigur á Víkingi, 3-1. Úrslitakeppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli. Við unnum tvíliðaleikinn sannfærandi en allir einliðaleikirnir fóru í oddalotu,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, einn liðsmanna BH, í samtali við Vísi. Auk Péturs voru bróðir hans, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson í sigurliði BH. Þjálfari þess er Tómas Ingi Shelton. BH komst í úrslit í karlaflokki í fyrra en tapaði þá fyrir Víkingi í oddaleik. Þá var leikið með öðru fyrirkomulagi, heima og að heiman og svo gripið til oddaleiks ef staðan væri jöfn. BH vann fyrsta leikinn í úrslitunum í fyrra en tapaði næstu tveimur. BH er fjórða félagið sem verður Íslandsmeistari í karlaflokki. Örninn varð meistari fyrstu árin en á árunum 1976-2018 einokuðu KR og Víkingur Íslandsmeistaratitilinn. BH rauf þar með 43 ára einokun Reykjavíkurfélaganna um helgina. BH varð einnig deildarmeistari í febrúar. Þá kemur Íslandsmeistarinn í einliðaleik, Magnús Gauti, úr röðum BH. Gott fyrir öll minni liðEn hvaða áhrif hefur sigur BH á landslagið í íslenska borðtennisheiminum? „Þetta er mjög jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi og vafalaust jákvætt fyrir BH. Þetta gefur krökkunum helling, að sjá þeir geti orðið Íslandsmeistarar. Svo er þetta fín auglýsing fyrir okkur í Hafnarfirði,“ sagði Pétur. „Þetta er líka gott fyrir öll minni lið á Íslandi; að sjá að þú þarft ekki að vera í KR eða Víkingi til að verða Íslandsmeistari,“ bætti Pétur við. Hann kemur úr mikilli borðtennisfjölskyldu. Fimm af sex í fjölskyldunni hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki og öll sex Íslandsmeistarar í einhverjum aldursflokki. Ungir sigurvegararÍslandsmeistarar Víkings.mynd/borðtennissamband íslandsVíkingur varð Íslandsmeistari kvenna eftir 3-0 sigur á B-liði KR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Víkinga síðan 2014 og sá 21. í heildina. Liðin sem kepptu til úrslita voru mjög ung en aðeins ein af átta keppendum í liðunum fæddist á síðustu öld. Hinar sjö eru fæddar á árunum 2001-06. Í sigurliði Víkings var m.a. hin tólf ára Agnes Brynjarsdóttir sem er einnig Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna. Auk Agnesar voru Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Nevana Tasic í liði Víkings. Sú síðastnefnda tapaði ekki leik í vetur. Þess má geta að öll átta sem voru í sigurliðunum í karla- og kvennaflokki unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil um helgina. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá úrslitaleikjunum í karla- og kvennaflokki á laugardaginn.
Borðtennis Tengdar fréttir Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45 12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45
12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30