Hin þungu kolefnisspor nautakjötsins Þórarinn Þórarinsson skrifar 13. apríl 2019 10:00 Þeir félagar merkja nú þegar breytingar á fæðuvali samstarfsfólksins en mestu muni þó um umræðurnar um kolefnissporin. Fréttablaðið/ernir Kolefnisfótspor og skaðleg áhrif þeirra á umhverfið eru starfsfólki EFLU verkfræðistofu ofarlega í huga ekki síst eftir að byrjað var að mæla dýpt kolefnisspora mötuneytismatseðils fyrirtækisins. Kokkurinn segir fólki bregða illilega þegar það stendur til dæmis andspænis sporþunga nautasteikarinnar. EFLA verkfræðistofa var með svokallaða umhverfisviku nýlega og þá byrjuðu kokkurinn Ágúst Már Garðarsson og Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur að prufukeyra hugbúnað sem mælir kolefnisspor hverrar máltíðar í mötuneyti fyrirtækisins. „Við vorum með umhverfisviku hérna nýlega og þá byrjuðum við Sigurður að prufukeyra þetta kolefnisteljaraprógramm,“ segir Ágúst sem færir nú matseðil hvers dags inn í gagnagrunn. „Þetta kemur svo myndrænt upp á skjá hérna inni í sal þannig að þegar fólk kemur að borða getur það séð skýrt hversu þungt próteinið; fiskurinn, kjúklingurinn, grísinn, eða hvað sem er, vegur í kolefnissporum á móti heilum grænmetisrétti.“ Ágúst segir að þótt nautakjötið sé „lang, lang mest sjokkerandi“ þá bregði fólki ekkert síður við að sjá kolefnissporin sem annað kjöt skilur eftir sig. „Þegar fólk sér muninn á til dæmis fiskréttinum á móti grænmetisréttinum þá bregður því svolítið. Þetta setur líka hlutina í samhengi sem fólk skilur. Fæstir hafa tilfinningu fyrir kolefnisgrömmum á hvert kíló en í þessu samhengi fer þetta ekkert á milli mála.“ Ágúst segist strax hafa orðið var við jákvæð áhrif og að það megi merkja nokkra breytingu á neyslumynstri samstarfsfólksins. „En áhrifin eru mest í umræðunni. Fólki bregður náttúrlega og það skapast umræður um þetta í matsalnum á hverjum einasta degi. Margir hafa ekkert leitt hugann að þessu, sumir eru alveg meðvitaðir en hafa ekki hugsað þetta neitt lengra,“ segir Ágúst sem er sjálfur gott dæmi um hversu mikil áhrif þessi tilraun getur haft á hugarfar fólks. „Ég er bara alvarlega að hugsa um að prófa að gerast vegan. Ég byrjaði á því í gær.“ Og það er umhverfisþátturinn sem hittir kokkinn svona hressilega í hjartastað að hann er byrjaður að prófa vegan. „Ég ólst upp í sveit og slátraði dýrum frá því ég var fimm ára þannig að dýravinkillinn hefur aldrei náð til mín. Ég er bara einn af þeim, sorrí með mig,“ segir Ágúst.Allir að tala um kolefnissporin „Umhverfisþátturinn er einmitt mjög mikilvægur og ég held að allir hugsi sig nú alveg um þegar þeir sjá hversu skýr og afgerandi munurinn er á kjötréttum annars vegar og grænmeti hins vegar. Þetta snýst um að miðla upplýsingum sem hafa ekki verið fólki mjög aðgengilegar áður,“ segir Sigurður. „Ég held líka að raunverulegar breytingar verði aldrei gerðar nema á grundvelli upplýsinga,“ bætir Ágúst við. „Það var rafvirki að borða hérna á miðvikudaginn, þegar það var einmitt naut á matseðlinum, og hann sagði mér að hann hefði heyrt orðið „kolefnisspor“ fimm sinnum á ævinni þangað til þarna í hádeginu þegar hann hefði ekki heyrt neitt annað. Umræðurnar á öllum borðum snerust bara um þetta,“ segir Ágúst. „Þetta er vissulega svolítill heilaþvottur eða svona sjokkmeðferð.“ Sigurður segir að frumútgáfan, sem nú er notuð til heimabrúks, sé langt komin. „Þetta er bara í vinnslu hjá okkur og við viljum náttúrlega endilega að þetta fari sem víðast og auðvelda fólki þannig að taka réttar ákvarðanir í matarmálum. Hér er þá komið tól sem getur nýst fyrirtækjum og einstaklingum við að halda utan um þetta.“ Ágúst og Sigurður segja að í byrjun sé hugmyndin að gera reiknivélina aðgengilega á heimasíðu þar sem fólk geti slegið inn sínar forsendur og skoðað kolefnisspor sín.Allt tekið með í reikninginn Sigurður segir umfangsmikinn gagnagrunninn að baki reiknivélinni byggja bæði á íslenskum og alþjóðlegum gögnum. „Við styðjumst meðal annars við greiningar sem við höfum gert sjálf og einnig aðrar íslenskar greiningar úr opinberum gögnum. Við notum þannig íslensk gögn eins og við getum en það er náttúrlega takmarkað til af þeim þannig að við styðjumst einnig við nýlegan, stóran og mikinn gagnagrunn sem byggir á tæplega 40 þúsund býlum í meira en 100 löndum. Þar er allt ferlið tekið; landnotkun, fóður, býlið, úrvinnsla, flutningar, umbúðir og sala. Þar sem vöruflutningar til Íslands eru alltaf áberandi í þessari umræðu bætum við sjóflutningi til Íslands ofan á,“ segir Sigurður. „Það kemur reyndar á óvart þegar maður notar þetta hversu flutningurinn er lítill hluti af þessu,“ segir Ágúst. „Það er eiginlega það sem maður verður einna mest hissa á.“ „Já, það kemur á óvart, en þetta er í samræmi við aðrar greiningar sem við höfum gert,“ tekur Sigurður undir og bætir við að þetta sé sérstaklega sláandi þegar nautakjötið er skoðað. „Þá vegur framleiðslan svo miklu þyngra heldur en flutningurinn. Það eru svo mikil áhrif fólgin í ræktun á þessu dýri. Bara vatnið, orkan og bensínið sem fer í hvert kíló af nautakjöti er ótrúlegt,“ segir Sigurður og Ágúst bendir á enn eitt veigamikið atriði: „Svo er líka metanið sem myndast í görnunum á dýrinu sjálfu. Þetta er síprumpandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Matur Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Kolefnisfótspor og skaðleg áhrif þeirra á umhverfið eru starfsfólki EFLU verkfræðistofu ofarlega í huga ekki síst eftir að byrjað var að mæla dýpt kolefnisspora mötuneytismatseðils fyrirtækisins. Kokkurinn segir fólki bregða illilega þegar það stendur til dæmis andspænis sporþunga nautasteikarinnar. EFLA verkfræðistofa var með svokallaða umhverfisviku nýlega og þá byrjuðu kokkurinn Ágúst Már Garðarsson og Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur að prufukeyra hugbúnað sem mælir kolefnisspor hverrar máltíðar í mötuneyti fyrirtækisins. „Við vorum með umhverfisviku hérna nýlega og þá byrjuðum við Sigurður að prufukeyra þetta kolefnisteljaraprógramm,“ segir Ágúst sem færir nú matseðil hvers dags inn í gagnagrunn. „Þetta kemur svo myndrænt upp á skjá hérna inni í sal þannig að þegar fólk kemur að borða getur það séð skýrt hversu þungt próteinið; fiskurinn, kjúklingurinn, grísinn, eða hvað sem er, vegur í kolefnissporum á móti heilum grænmetisrétti.“ Ágúst segir að þótt nautakjötið sé „lang, lang mest sjokkerandi“ þá bregði fólki ekkert síður við að sjá kolefnissporin sem annað kjöt skilur eftir sig. „Þegar fólk sér muninn á til dæmis fiskréttinum á móti grænmetisréttinum þá bregður því svolítið. Þetta setur líka hlutina í samhengi sem fólk skilur. Fæstir hafa tilfinningu fyrir kolefnisgrömmum á hvert kíló en í þessu samhengi fer þetta ekkert á milli mála.“ Ágúst segist strax hafa orðið var við jákvæð áhrif og að það megi merkja nokkra breytingu á neyslumynstri samstarfsfólksins. „En áhrifin eru mest í umræðunni. Fólki bregður náttúrlega og það skapast umræður um þetta í matsalnum á hverjum einasta degi. Margir hafa ekkert leitt hugann að þessu, sumir eru alveg meðvitaðir en hafa ekki hugsað þetta neitt lengra,“ segir Ágúst sem er sjálfur gott dæmi um hversu mikil áhrif þessi tilraun getur haft á hugarfar fólks. „Ég er bara alvarlega að hugsa um að prófa að gerast vegan. Ég byrjaði á því í gær.“ Og það er umhverfisþátturinn sem hittir kokkinn svona hressilega í hjartastað að hann er byrjaður að prófa vegan. „Ég ólst upp í sveit og slátraði dýrum frá því ég var fimm ára þannig að dýravinkillinn hefur aldrei náð til mín. Ég er bara einn af þeim, sorrí með mig,“ segir Ágúst.Allir að tala um kolefnissporin „Umhverfisþátturinn er einmitt mjög mikilvægur og ég held að allir hugsi sig nú alveg um þegar þeir sjá hversu skýr og afgerandi munurinn er á kjötréttum annars vegar og grænmeti hins vegar. Þetta snýst um að miðla upplýsingum sem hafa ekki verið fólki mjög aðgengilegar áður,“ segir Sigurður. „Ég held líka að raunverulegar breytingar verði aldrei gerðar nema á grundvelli upplýsinga,“ bætir Ágúst við. „Það var rafvirki að borða hérna á miðvikudaginn, þegar það var einmitt naut á matseðlinum, og hann sagði mér að hann hefði heyrt orðið „kolefnisspor“ fimm sinnum á ævinni þangað til þarna í hádeginu þegar hann hefði ekki heyrt neitt annað. Umræðurnar á öllum borðum snerust bara um þetta,“ segir Ágúst. „Þetta er vissulega svolítill heilaþvottur eða svona sjokkmeðferð.“ Sigurður segir að frumútgáfan, sem nú er notuð til heimabrúks, sé langt komin. „Þetta er bara í vinnslu hjá okkur og við viljum náttúrlega endilega að þetta fari sem víðast og auðvelda fólki þannig að taka réttar ákvarðanir í matarmálum. Hér er þá komið tól sem getur nýst fyrirtækjum og einstaklingum við að halda utan um þetta.“ Ágúst og Sigurður segja að í byrjun sé hugmyndin að gera reiknivélina aðgengilega á heimasíðu þar sem fólk geti slegið inn sínar forsendur og skoðað kolefnisspor sín.Allt tekið með í reikninginn Sigurður segir umfangsmikinn gagnagrunninn að baki reiknivélinni byggja bæði á íslenskum og alþjóðlegum gögnum. „Við styðjumst meðal annars við greiningar sem við höfum gert sjálf og einnig aðrar íslenskar greiningar úr opinberum gögnum. Við notum þannig íslensk gögn eins og við getum en það er náttúrlega takmarkað til af þeim þannig að við styðjumst einnig við nýlegan, stóran og mikinn gagnagrunn sem byggir á tæplega 40 þúsund býlum í meira en 100 löndum. Þar er allt ferlið tekið; landnotkun, fóður, býlið, úrvinnsla, flutningar, umbúðir og sala. Þar sem vöruflutningar til Íslands eru alltaf áberandi í þessari umræðu bætum við sjóflutningi til Íslands ofan á,“ segir Sigurður. „Það kemur reyndar á óvart þegar maður notar þetta hversu flutningurinn er lítill hluti af þessu,“ segir Ágúst. „Það er eiginlega það sem maður verður einna mest hissa á.“ „Já, það kemur á óvart, en þetta er í samræmi við aðrar greiningar sem við höfum gert,“ tekur Sigurður undir og bætir við að þetta sé sérstaklega sláandi þegar nautakjötið er skoðað. „Þá vegur framleiðslan svo miklu þyngra heldur en flutningurinn. Það eru svo mikil áhrif fólgin í ræktun á þessu dýri. Bara vatnið, orkan og bensínið sem fer í hvert kíló af nautakjöti er ótrúlegt,“ segir Sigurður og Ágúst bendir á enn eitt veigamikið atriði: „Svo er líka metanið sem myndast í görnunum á dýrinu sjálfu. Þetta er síprumpandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Matur Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira