Cardiff rær lífróður næstu fjórar vikurnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2019 10:00 Aron Einar yfirgefur Cardiff í lok tímabilsins. Cardiff City rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar eru fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir. Aron mætir félaga sínum úr landsliðinu, Jóhanni Berg Guðmundssyni, um helgina þegar Burnley tekur á móti Cardiff þar sem Burnley getur endanlega tryggt sæti sitt í deildinni. Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Cardiff var tíu mínútum frá fræknum sigri gegn Chelsea en dómaramistök kostuðu Cardiff jöfnunarmark og Chelsea gekk á lagið. Þremur dögum seinna steinlá Cardiff gegn Manchester City á Etihad-vellinum. Á sama tíma hefur Burnley tekist að klífa upp töfluna og er komið í fjórtánda sæti eftir tvo sigra í röð. Aðeins tvö stig skildu að lið Cardiff og Burnley fyrir tveimur vikum en nú ætti einn sigur að duga Burnley til að tryggja lærisveinum Sean Dyche þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni fjórða árið í röð. Það sem leikmenn Cardiff geta þó huggað sig við er að leikjadagskráin fram undan gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika. Í næstu fjórum leikjum mætir Cardiff þremur liðum sem eru að berjast við Cardiff um að bjarga sæti sínu í deildinni ásamt því að taka á móti Liverpool. Eftir leikinn gegn Burnley um helgina bíður leikur gegn Brighton aðeins fjórum dögum síðar. Brighton hefur yfirleitt verið erfitt heim að sækja en eftir áramót hafa Brighton-menn aðeins unnið tvo leiki. Fjórum dögum síðar kemur Liverpool í heimsókn áður en Cardiff fer í heimsókn til Fulham sem er þegar fallið niður í Championship-deildina. Þá mætir Cardiff lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í síðasta heimaleik sínum áður en liðið heimsækir Manchester United í lokaumferðinni. Líklegt er að í þeim leik sé United að leika hreinan úrslitaleik upp á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Líklega þarf Cardiff, hið minnsta, að vinna þrjá af síðustu sex leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu á næsta tímabili og byrja á að vinna næstu tvo leiki við liðin sem eru rétt fyrir ofan Cardiff á töflunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, sem var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir tapið grátlega gegn Chelsea virtist gera sér grein fyrir því að róðurinn væri orðinn ansi þungur hjá sínum mönnum. „Þessir tveir leikir munu ráða úrslitum um tímabilið hjá okkur. Við erum að renna út á tíma og við þurfum einfaldlega að fá stig úr báðum leikjunum. Ég held að við þurfum hið minnsta tíu stig, þrjá sigra og eitt jafntefli til að bjarga okkur fyrir horn,“ sagði Warnock hreinskilinn á blaðamannafundi í gær. Þetta er annað tímabil Cardiff í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið féll á vordögunum 2014 eftir stutt stopp í deild þeirra bestu. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira
Cardiff City rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar eru fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir. Aron mætir félaga sínum úr landsliðinu, Jóhanni Berg Guðmundssyni, um helgina þegar Burnley tekur á móti Cardiff þar sem Burnley getur endanlega tryggt sæti sitt í deildinni. Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Cardiff var tíu mínútum frá fræknum sigri gegn Chelsea en dómaramistök kostuðu Cardiff jöfnunarmark og Chelsea gekk á lagið. Þremur dögum seinna steinlá Cardiff gegn Manchester City á Etihad-vellinum. Á sama tíma hefur Burnley tekist að klífa upp töfluna og er komið í fjórtánda sæti eftir tvo sigra í röð. Aðeins tvö stig skildu að lið Cardiff og Burnley fyrir tveimur vikum en nú ætti einn sigur að duga Burnley til að tryggja lærisveinum Sean Dyche þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni fjórða árið í röð. Það sem leikmenn Cardiff geta þó huggað sig við er að leikjadagskráin fram undan gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika. Í næstu fjórum leikjum mætir Cardiff þremur liðum sem eru að berjast við Cardiff um að bjarga sæti sínu í deildinni ásamt því að taka á móti Liverpool. Eftir leikinn gegn Burnley um helgina bíður leikur gegn Brighton aðeins fjórum dögum síðar. Brighton hefur yfirleitt verið erfitt heim að sækja en eftir áramót hafa Brighton-menn aðeins unnið tvo leiki. Fjórum dögum síðar kemur Liverpool í heimsókn áður en Cardiff fer í heimsókn til Fulham sem er þegar fallið niður í Championship-deildina. Þá mætir Cardiff lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í síðasta heimaleik sínum áður en liðið heimsækir Manchester United í lokaumferðinni. Líklegt er að í þeim leik sé United að leika hreinan úrslitaleik upp á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Líklega þarf Cardiff, hið minnsta, að vinna þrjá af síðustu sex leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu á næsta tímabili og byrja á að vinna næstu tvo leiki við liðin sem eru rétt fyrir ofan Cardiff á töflunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, sem var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir tapið grátlega gegn Chelsea virtist gera sér grein fyrir því að róðurinn væri orðinn ansi þungur hjá sínum mönnum. „Þessir tveir leikir munu ráða úrslitum um tímabilið hjá okkur. Við erum að renna út á tíma og við þurfum einfaldlega að fá stig úr báðum leikjunum. Ég held að við þurfum hið minnsta tíu stig, þrjá sigra og eitt jafntefli til að bjarga okkur fyrir horn,“ sagði Warnock hreinskilinn á blaðamannafundi í gær. Þetta er annað tímabil Cardiff í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið féll á vordögunum 2014 eftir stutt stopp í deild þeirra bestu.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Sjá meira