Kasta upp lyfinu og selja áfram Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2019 19:00 Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Lyfið suboxone er hægvirkandi ópíumlyf og ætlað sjúklingum í viðhaldsmeðferð við heróín- og morfínfíkn til þess að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Lyfið er í töfluformi en á síðustu árum hefur misnotkun þess verið tengd við lyfjaeitranir sé það ekki tekið inn á réttan hátt. Á Litla-Hrauni ávísa læknar lyfinu sem Vogur útvegar. Í dag eru um tuttugu fangar að fá lyfið eða um fimmtungur þeirra sem sitja inni. Lyfið er þó í meiri dreifingu og hefur mælst í föngum sem eiga ekki að fá það. Formaður Afstöðu og fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist innan Litla-Hrauns og að suboxone sé einna algengast. „Árið 2007 fóru fangelsisyfirvöld í stríð gegn vægum fíkniefnum og þá kom þessi vandi upp. Ástandið er miklu verra heldur en það var fyrir áratug síðan. Það er ekki hægt að líkja þessu saman," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.FBL/EyþórHvernig þá? „Í dag eru lyf og hættulegri efni í umferð. Menn hafa dáið af þeim og verið fluttir á spítala margoft."Hvernig eru menn að komast yfir þetta? „Þetta er fengið frá læknum, þetta er fengið frá SÁA og það er allur gangur á því," segir Guðmundur. Síðasta sumar var suboxone bætt á bannlista Embættis Landlæknis yfir lyf sem ekki má nota í fangelsum nema í neyðartilvikum. Þar segir að lyfið megi einungis nota í undantekningartilvikum, í samvinnu við lækna á sjúkrahúsinu Vogi. Meðferðin eigi að hefjast á síðustu vikum afplánunar, í lægsta mögulega skammti. Um sé að ræða meðferð sem eigi að vera framhaldið á Vogi eftir afplánun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fyrirkomulagið ekki með þessum hætti. Dæmi eru um að fangar kasti upp lyfinu eftir lyfjagjöf og selji áfram á um tíu þúsund krónur. Guðmundur telur að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá um lyfjagjöfina. „Fangaverðir dreifa lyfjunum til þeirra sem eiga að fá lyf. Ég veit að þeir eru á móti því og við erum á móti því. Það þarf að þróa aðrar leiðir og það þarf að leyfa viðeigandi lyf og bæta þessa lyfjagjöf," segir Guðmundur. Fangelsismál Lyf Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni. Lyfið suboxone er hægvirkandi ópíumlyf og ætlað sjúklingum í viðhaldsmeðferð við heróín- og morfínfíkn til þess að koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni. Lyfið er í töfluformi en á síðustu árum hefur misnotkun þess verið tengd við lyfjaeitranir sé það ekki tekið inn á réttan hátt. Á Litla-Hrauni ávísa læknar lyfinu sem Vogur útvegar. Í dag eru um tuttugu fangar að fá lyfið eða um fimmtungur þeirra sem sitja inni. Lyfið er þó í meiri dreifingu og hefur mælst í föngum sem eiga ekki að fá það. Formaður Afstöðu og fyrrverandi fangi segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist innan Litla-Hrauns og að suboxone sé einna algengast. „Árið 2007 fóru fangelsisyfirvöld í stríð gegn vægum fíkniefnum og þá kom þessi vandi upp. Ástandið er miklu verra heldur en það var fyrir áratug síðan. Það er ekki hægt að líkja þessu saman," segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.FBL/EyþórHvernig þá? „Í dag eru lyf og hættulegri efni í umferð. Menn hafa dáið af þeim og verið fluttir á spítala margoft."Hvernig eru menn að komast yfir þetta? „Þetta er fengið frá læknum, þetta er fengið frá SÁA og það er allur gangur á því," segir Guðmundur. Síðasta sumar var suboxone bætt á bannlista Embættis Landlæknis yfir lyf sem ekki má nota í fangelsum nema í neyðartilvikum. Þar segir að lyfið megi einungis nota í undantekningartilvikum, í samvinnu við lækna á sjúkrahúsinu Vogi. Meðferðin eigi að hefjast á síðustu vikum afplánunar, í lægsta mögulega skammti. Um sé að ræða meðferð sem eigi að vera framhaldið á Vogi eftir afplánun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fyrirkomulagið ekki með þessum hætti. Dæmi eru um að fangar kasti upp lyfinu eftir lyfjagjöf og selji áfram á um tíu þúsund krónur. Guðmundur telur að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá um lyfjagjöfina. „Fangaverðir dreifa lyfjunum til þeirra sem eiga að fá lyf. Ég veit að þeir eru á móti því og við erum á móti því. Það þarf að þróa aðrar leiðir og það þarf að leyfa viðeigandi lyf og bæta þessa lyfjagjöf," segir Guðmundur.
Fangelsismál Lyf Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira