Rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 16:41 Ljóst er að dómurinn sem gekk í Landsrétti áðan reyndist Arnþrúði verulegt áfall og er nú svo komið að hennar mati að rekstur Útvarps Sögu er í óvissu. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að með dómi sem féll í Landsrétti nú í dag þá séu rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar. Vísir greindi fyrr í dag frá dómi sem féll í Landsrétti, sem var í raun staðfesting á dómi sem gekk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur; Arnþrúði var gert að greiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir króna auk 620 þúsund krónur í málskostnað. Deildar meiningar voru uppi um hvort að peningar sem Guðfinna lét af hendi rakna til Arnþrúðar hefði verið lán eða styrkur en peningarnir voru lagðir inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Arnþrúður segir engan nokkurn einasta vafa á leika hvers eðlis var með það.Rekstargrundvöllurinn brostinn „Þessi dómsniðurstaða er furðuleg þar sem ekkert er tekið tillit til þeirra sönnunargagna sem við lögðum fram eða framburða vitna. Útvarp Saga hefur um langt árabil fengið styrki frá hlustendum sínum og hefur það hjálpað okkur gríðarlega mikið við að halda stöðinni gangandi. Með þessum dómi megum við eiga von á að fleiri skipti um skoðun og krefjist endurgreiðslu á styrkjum sínum og segi þá lán, jafnvel ári síðar eins og var í þessu tilfelli Guðfinnu Karlsdóttur.“ Arnþrúður segir Guðfinnu hafa komið af fúsum og frjálsum vilja til útvarpsstöðvarinnar árið 2016 og sagðist vilja gerast styrktaraðili. „Sem og hún gerði. Guðfinna hins vegar óskaði eftir því að útvarpsstöðin gengi hennar erinda í ágreiningsmáli við Guðmund Jónsson fasteignasala og ætlaðist til að ég tæki upp níðumfjöllun um hann. Ég átti sem sagt að ganga frá honum eins og hún orðaði það. Ég tók það ekki í mál og sagði henni að það yrði enginn umfjöllun að hálfu Útvarps Sögu um þennan mann.“ Vending verður í afstöðu Guðfinnu Þá verður það að Guðfinna skiptir um skoðun, að sögn Arnþrúðar og hélt því fram að um lán hefði verið að ræða. „Sem var alrangt enda kom það aldrei til tals og enginn slíkur samningur gerður eins og lög gera ráð fyrir. Allir fjölmiðlar sem fá styrki frá almenningi geta átt von á þessu í framtíðinni miðað við þessa dómsniðurstöðu og þetta hefur mjög alvarleg áhrif fyrir okkur hér á Sögu,“ segir Arnþrúður sem ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að með dómi sem féll í Landsrétti nú í dag þá séu rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar. Vísir greindi fyrr í dag frá dómi sem féll í Landsrétti, sem var í raun staðfesting á dómi sem gekk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur; Arnþrúði var gert að greiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir króna auk 620 þúsund krónur í málskostnað. Deildar meiningar voru uppi um hvort að peningar sem Guðfinna lét af hendi rakna til Arnþrúðar hefði verið lán eða styrkur en peningarnir voru lagðir inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Arnþrúður segir engan nokkurn einasta vafa á leika hvers eðlis var með það.Rekstargrundvöllurinn brostinn „Þessi dómsniðurstaða er furðuleg þar sem ekkert er tekið tillit til þeirra sönnunargagna sem við lögðum fram eða framburða vitna. Útvarp Saga hefur um langt árabil fengið styrki frá hlustendum sínum og hefur það hjálpað okkur gríðarlega mikið við að halda stöðinni gangandi. Með þessum dómi megum við eiga von á að fleiri skipti um skoðun og krefjist endurgreiðslu á styrkjum sínum og segi þá lán, jafnvel ári síðar eins og var í þessu tilfelli Guðfinnu Karlsdóttur.“ Arnþrúður segir Guðfinnu hafa komið af fúsum og frjálsum vilja til útvarpsstöðvarinnar árið 2016 og sagðist vilja gerast styrktaraðili. „Sem og hún gerði. Guðfinna hins vegar óskaði eftir því að útvarpsstöðin gengi hennar erinda í ágreiningsmáli við Guðmund Jónsson fasteignasala og ætlaðist til að ég tæki upp níðumfjöllun um hann. Ég átti sem sagt að ganga frá honum eins og hún orðaði það. Ég tók það ekki í mál og sagði henni að það yrði enginn umfjöllun að hálfu Útvarps Sögu um þennan mann.“ Vending verður í afstöðu Guðfinnu Þá verður það að Guðfinna skiptir um skoðun, að sögn Arnþrúðar og hélt því fram að um lán hefði verið að ræða. „Sem var alrangt enda kom það aldrei til tals og enginn slíkur samningur gerður eins og lög gera ráð fyrir. Allir fjölmiðlar sem fá styrki frá almenningi geta átt von á þessu í framtíðinni miðað við þessa dómsniðurstöðu og þetta hefur mjög alvarleg áhrif fyrir okkur hér á Sögu,“ segir Arnþrúður sem ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22