Rannsókn NASA leiddi í ljós gríðarleg áhrif sem geimferðir geta haft á líkama manna Gígja Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 15:14 Tvíburabræðurnir Mark Kelly og Scott Kelly Getty/Peter Kramer Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið „eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimfararnir og eineggja tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly brugðu sér í hlutverk tilraunadýra allra þeirra sem eiga sér draum um mannaferðir til Mars og annarra svæða í geimnum. Tvíburabræðurnir tóku þátt í rannsókn NASA á áhrifum sem geimferðir hafa á líkama manna. Rannsóknin hefur gengið undir nafninu „tvíburarannsóknin“. Árið 2015 eyddi Scott Kelly tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni meðan Mark Kelly tvíburabróðir hans lifði sínu hefðbundna lífi á Jörðu niðri. Mark Kelly er fyrrum geimfari en starfar nú sem þingmaður öldungadeildar fyrir Demókrata í Arizona. Niðurstaða rannsóknarinnar sem birt var á vef tímaritsins Science sýndi m.a. fram á að dvölin í geimnum hefði haft gríðarleg áhrif á líkamsstarfssemi og sér í lagi ónæmiskerfi Kellys. Þá leiddi hún í ljós að mannslíkaminn er skapaður til að lifa á Jörðu niðri en hann finni fyrir miklum áhrifum þegar hann dvelur þar sem þyngdaraflsins nýtur ekki við. Eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiddi í ljós, að því er kemur fram í grein Washington Post, er hvernig erfðaefni þeirra bræðra breyttust en þó á ólíkan hátt þann tíma sem Scott varði í geimnum. Blóðsýni leiddu í ljós að þeir litningaendar í líkama Scotts sem teljast hluti af náttúrulegri öldrun manna, lengdust við dvöl hans í geimnum. Þrátt fyrir það eru geimferðir engar æskulindir því þessir litningaendar sem stuðla að öldrun gengu aftur til baka þegar hann kom til jarðar á ný. Erfiðara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur Scott Kelly sagði, í samtali við Washington post, sig hafa fundið fyrir flensueinkennum og vanlíðan í margar vikur eftir að hafa snúið til Jarðar aftur eftir dvölina í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði það hafa haft áhrif á vitræna frammistöðu sína. Þá sagði hann það flóknara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur heldur það hefði verið að laða sig að lífinu í geimnum. Hann greindi einnig frá brunatilfinningu, bjúg og mikilli ógleði sem hann fann fyrir dagana eftir að hann steig til Jarðar á ný. Scott sagði að honum hefði fyrst farið að líða betur mánuði eftir að hann snéri heim. Það hefði hins vegar tekið hann átta mánuði að koma líkama sínum í eðlilegt horf aftur. Geimurinn Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið „eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimfararnir og eineggja tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly brugðu sér í hlutverk tilraunadýra allra þeirra sem eiga sér draum um mannaferðir til Mars og annarra svæða í geimnum. Tvíburabræðurnir tóku þátt í rannsókn NASA á áhrifum sem geimferðir hafa á líkama manna. Rannsóknin hefur gengið undir nafninu „tvíburarannsóknin“. Árið 2015 eyddi Scott Kelly tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni meðan Mark Kelly tvíburabróðir hans lifði sínu hefðbundna lífi á Jörðu niðri. Mark Kelly er fyrrum geimfari en starfar nú sem þingmaður öldungadeildar fyrir Demókrata í Arizona. Niðurstaða rannsóknarinnar sem birt var á vef tímaritsins Science sýndi m.a. fram á að dvölin í geimnum hefði haft gríðarleg áhrif á líkamsstarfssemi og sér í lagi ónæmiskerfi Kellys. Þá leiddi hún í ljós að mannslíkaminn er skapaður til að lifa á Jörðu niðri en hann finni fyrir miklum áhrifum þegar hann dvelur þar sem þyngdaraflsins nýtur ekki við. Eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiddi í ljós, að því er kemur fram í grein Washington Post, er hvernig erfðaefni þeirra bræðra breyttust en þó á ólíkan hátt þann tíma sem Scott varði í geimnum. Blóðsýni leiddu í ljós að þeir litningaendar í líkama Scotts sem teljast hluti af náttúrulegri öldrun manna, lengdust við dvöl hans í geimnum. Þrátt fyrir það eru geimferðir engar æskulindir því þessir litningaendar sem stuðla að öldrun gengu aftur til baka þegar hann kom til jarðar á ný. Erfiðara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur Scott Kelly sagði, í samtali við Washington post, sig hafa fundið fyrir flensueinkennum og vanlíðan í margar vikur eftir að hafa snúið til Jarðar aftur eftir dvölina í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði það hafa haft áhrif á vitræna frammistöðu sína. Þá sagði hann það flóknara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur heldur það hefði verið að laða sig að lífinu í geimnum. Hann greindi einnig frá brunatilfinningu, bjúg og mikilli ógleði sem hann fann fyrir dagana eftir að hann steig til Jarðar á ný. Scott sagði að honum hefði fyrst farið að líða betur mánuði eftir að hann snéri heim. Það hefði hins vegar tekið hann átta mánuði að koma líkama sínum í eðlilegt horf aftur.
Geimurinn Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira