Telur vafasamt að stjórnvöld hlutist til um efnistök fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 12:46 Kolbeinn hefur nú spurt Lilju hvort ekki sé nauðsynlegt að endurskoða lög um fjölmiðla. „Mér finnst eðlilegt að við veltum hlutverki fjölmiðlanefndar fyrir okkur, ekki síst í ljósi þess að BÍ hefur dregið fulltrúa sinn út úr starfi hennar. Þegar fagfélagið er svona ósátt þarf að setjast yfir málið,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi. Hann hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar.Óljóst hlutverk nefndarinnar Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gagnrýnt nefndina harkalega, meðal annars vegna þess að hann telur hana vera að seilast inná verksvið Siðanefndar BÍ og hlutast til um það hvernig blaða- og fréttamenn haga fréttaflutningi sínum. Það telur formaðurinn skýlausa aðför að tjáningarfrelsinu. Hjálmar hefur dregið fulltrúa BÍ út úr nefndinni. Í fyrirspurn Kolbeins er komið inná þetta, hann spyr meðal annars í ljósi gagnrýni sem frá BÍ hefur komið; hvort ástæða sé til að endurskoða lög um fjölmiðla og þá sérstaklega með það að leiðarljósi að skýra hlutverk fjölmiðlanefndar?Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.Kolbeinn beinir athygli sinni að hinni umdeildu 26. grein laga um fjölmiðla, sem Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, hefur vísað til. Ákvæði um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni „gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu,“ segir Elfa Ýr í grein þar sem hún svarar stjórn BÍ.Stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla Í fyrirspurn sinni spyr Kolbeinn hvort ráðherra telji að með því að fjölmiðlanefnd geti gefið út álit á grundvelli 26. gr. laga um fjölmiðla, er kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi, skarist hlutverk nefndarinnar og siðanefndar Blaðamannafélags Íslands? Að endingu snýr fyrirspurn þingmannsins að því hvort ráðherra hafi áhyggjur af núverandi fyrirkomulag, eða eitthvað annað í lögum um fjölmiðla, geti á einhvern hátt haft óæskileg áhrif á tjáningarfrelsið? „Að mínu mati þarf að skýra betur hlutverk nefndarinnar þegar að efnistökum fjölmiðla kemur, enda þarf að gæta þess að setja tjáningarfrelsi þeirra ekki skorður,“ segir Kolbeinn. „Mín skoðun er sú að í þeim efnum sé stjórnsýslunefnd ekki endilega svarið, heldur komi þar til siðanefndir fagfélaga. Síðan höfum við dómskerfi fyrir þau sem telja að á sér hafi verið brotið þannig að varði við lög. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla, heldur setja lagaramma.“ Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. 4. apríl 2019 14:33 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
„Mér finnst eðlilegt að við veltum hlutverki fjölmiðlanefndar fyrir okkur, ekki síst í ljósi þess að BÍ hefur dregið fulltrúa sinn út úr starfi hennar. Þegar fagfélagið er svona ósátt þarf að setjast yfir málið,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi. Hann hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um hlutverk fjölmiðlanefndar.Óljóst hlutverk nefndarinnar Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gagnrýnt nefndina harkalega, meðal annars vegna þess að hann telur hana vera að seilast inná verksvið Siðanefndar BÍ og hlutast til um það hvernig blaða- og fréttamenn haga fréttaflutningi sínum. Það telur formaðurinn skýlausa aðför að tjáningarfrelsinu. Hjálmar hefur dregið fulltrúa BÍ út úr nefndinni. Í fyrirspurn Kolbeins er komið inná þetta, hann spyr meðal annars í ljósi gagnrýni sem frá BÍ hefur komið; hvort ástæða sé til að endurskoða lög um fjölmiðla og þá sérstaklega með það að leiðarljósi að skýra hlutverk fjölmiðlanefndar?Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.Kolbeinn beinir athygli sinni að hinni umdeildu 26. grein laga um fjölmiðla, sem Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, hefur vísað til. Ákvæði um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni „gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu,“ segir Elfa Ýr í grein þar sem hún svarar stjórn BÍ.Stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla Í fyrirspurn sinni spyr Kolbeinn hvort ráðherra telji að með því að fjölmiðlanefnd geti gefið út álit á grundvelli 26. gr. laga um fjölmiðla, er kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi, skarist hlutverk nefndarinnar og siðanefndar Blaðamannafélags Íslands? Að endingu snýr fyrirspurn þingmannsins að því hvort ráðherra hafi áhyggjur af núverandi fyrirkomulag, eða eitthvað annað í lögum um fjölmiðla, geti á einhvern hátt haft óæskileg áhrif á tjáningarfrelsið? „Að mínu mati þarf að skýra betur hlutverk nefndarinnar þegar að efnistökum fjölmiðla kemur, enda þarf að gæta þess að setja tjáningarfrelsi þeirra ekki skorður,“ segir Kolbeinn. „Mín skoðun er sú að í þeim efnum sé stjórnsýslunefnd ekki endilega svarið, heldur komi þar til siðanefndir fagfélaga. Síðan höfum við dómskerfi fyrir þau sem telja að á sér hafi verið brotið þannig að varði við lög. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af efnistökum fjölmiðla, heldur setja lagaramma.“
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. 4. apríl 2019 14:33 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Stjórn Blaðamannafélagsins kvartar til umboðsmanns Alþingis Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í dag að kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Félagið hefur gagnrýnt að fjölmiðlanefndin beiti grein fjölmiðlalaga með þeim hætti sem skerði tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla. Blaðamannafélagið telur að siðanefnd félagsins sé betur til þess fallin að fjalla um athugasemdir vegna umfjöllunar fjölmiðla. 2. apríl 2019 19:15
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42
Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. 4. apríl 2019 14:33