Brexit: Þingmenn farnir í páskafrí og óljóst hvernig sögunni endalausu lýkur Gígja Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 12:15 Útgöngu Breta var frestað í annað sinn aðfararnótt 11. apríl. Getty/Leon Neal Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. Útgöngunni hefur nú verið frestað í annað sinn en Bretland átti að ganga úr sambandinu í dag. Þingmenn eru nú farnir í páskafrí. Fyrst var stefnt að því að ganga úr sambandinu þann 29. mars síðastliðinn. Í kjölfar framlengingu útgöngufrests Evrópuráðsins nú, frá 12. apríl til 31. október, hefur staða Theresu May forsætisráðherra og hvort eða hvenær Bretar gangi úr Evrópusambandinu skýrst örlítið.Segir brýnt að knýja fram samning fyrir kosningar May ávarpaði neðri deild breska þingsins í gær og tjáði þinginu að hún vildi reyna að knýja fram samning um útgöngu fyrir 23. maí eins og hún hefur ítrekað áður. Það væri brýnt að þingið komist að sameiginlegri niðurstöðu áður en gengið verður til kosninga til Evrópuþings. Þær fara fram dagana 23.-26. maí næstkomandi. Í gær var síðasti þingfundur neðri deildar breska þingsins fyrir páskafrí sem hófst í dag. Þingið kemur aftur saman 23. apríl næstkomandi.Skýringarmyndin sýnir fram á mögulegar sviðsmyndir og afleiðingar þeirra. Það sem gæti gerst í framhaldinu eru nokkrar vendingar.Komist þingið að samkomulagi um útgöngusamning fyrir 23. maí, eins og May óskar, ganga þeir úr sambandinu 1. júní næstkomandi. Gangi það ekki eftir taka Bretar þátt í kosningum til Evrópuþings. Það gæti komið til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit eða að boðað verði til þingkosninga. Þá gæti farið svo að May verði bolað úr embætti en ljóst er að hún er völt í sessi. Brugðið getur til beggja vona hvort útgöngusamningur gangi í gegn fyrir 31. október en það veltur á því hvort neðri deildin landi samningi í tæka tíð. Gangi það ekki eftir ganga Bretar úr ESB án samnings eða frestur útgöngu verður lengdur enn á ný. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Það ætlar að reynast Bretum þrautin þyngri að ganga úr Evrópusambandinu. Útgöngunni hefur nú verið frestað í annað sinn en Bretland átti að ganga úr sambandinu í dag. Þingmenn eru nú farnir í páskafrí. Fyrst var stefnt að því að ganga úr sambandinu þann 29. mars síðastliðinn. Í kjölfar framlengingu útgöngufrests Evrópuráðsins nú, frá 12. apríl til 31. október, hefur staða Theresu May forsætisráðherra og hvort eða hvenær Bretar gangi úr Evrópusambandinu skýrst örlítið.Segir brýnt að knýja fram samning fyrir kosningar May ávarpaði neðri deild breska þingsins í gær og tjáði þinginu að hún vildi reyna að knýja fram samning um útgöngu fyrir 23. maí eins og hún hefur ítrekað áður. Það væri brýnt að þingið komist að sameiginlegri niðurstöðu áður en gengið verður til kosninga til Evrópuþings. Þær fara fram dagana 23.-26. maí næstkomandi. Í gær var síðasti þingfundur neðri deildar breska þingsins fyrir páskafrí sem hófst í dag. Þingið kemur aftur saman 23. apríl næstkomandi.Skýringarmyndin sýnir fram á mögulegar sviðsmyndir og afleiðingar þeirra. Það sem gæti gerst í framhaldinu eru nokkrar vendingar.Komist þingið að samkomulagi um útgöngusamning fyrir 23. maí, eins og May óskar, ganga þeir úr sambandinu 1. júní næstkomandi. Gangi það ekki eftir taka Bretar þátt í kosningum til Evrópuþings. Það gæti komið til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit eða að boðað verði til þingkosninga. Þá gæti farið svo að May verði bolað úr embætti en ljóst er að hún er völt í sessi. Brugðið getur til beggja vona hvort útgöngusamningur gangi í gegn fyrir 31. október en það veltur á því hvort neðri deildin landi samningi í tæka tíð. Gangi það ekki eftir ganga Bretar úr ESB án samnings eða frestur útgöngu verður lengdur enn á ný.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38 Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Brexit frestað til 31. október Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. 10. apríl 2019 23:38
Tusk: „Vinsamlegast sóið ekki tímanum til einskis“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins biðlaði í gær til Breta að sóa ekki frestinum til einskis. Theresa May ávarpar neðri deild þingsins í dag. 11. apríl 2019 12:15