Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann.
Herforingjar í landinu steyptu í gær forsetanum og einræðisherranum Omar al-Bashir af stóli eftir mánaðalöng mótmæli íbúa landsins.
Mótmælendur, sem höfðu kallað eftir afsögn al-Bashir sætta sig þó ekki við að herforingjarnir taki völdin í stað hans og segja þá aðeins hluta af sömu klíku og stjórnað hafi landinu í þrjá áratugi.
Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi

Tengdar fréttir

Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin
Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli.

Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum
Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir.