Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í Hollandi voru nærri sigri gegn Slóveníu er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í handbolta. Lokatölur urðu þó eins marks sigur Slóvena, 27-26.
Hollendingarnir voru sterkari í fyrri hálfleik. Þeir voru sterkir strax frá upphafi leksins og voru yfir er flautað var til hálfleks, 12-11.
Þeir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru tveimur mörkum 26-24 er fáar mínútur voru eftir. Slóvenar skoruðu þó síðustu þrjú mökrin og tryggðu sér sigurinn.
Eftir sigurinn eru Slóvenar komnir með sex stig, Lettar eru með fjögur, Hollendinagr tvö og Eistland er á botninum án stiga.
Lærisveinar Erlings köstuðu frá sér sigrinum gegn Slóveníu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti

„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn

