Segja símalausa skóla hafa góð áhrif á samskiptin og minnka skjátímann verulega Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2019 20:00 þrjátíu þúsund seglum með upplýsingum um æskilegan skjátíma var dreift til fulltrúa allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík í dag.Verkefnið er að frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti og segir formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla þetta með stærri verkefnum sem foreldrafélög á landinu hafa ráðist í. Hugmyndin kviknaði hjá foreldrafélögum í Breiðholti og skólastjórnendum fyrir um þremur árum síðan. Í upphafi var fenginn styrkur til að útbúa segla fyrir börn í Breiðholti en verkefnið vatt svo upp á sig. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa vitund og umræður innan heimilanna um skjái og hvernig þeir hafa áhrif á líf okkar á allan máta og hversu langan tíma hver og einn er að nota skjáinn,“ segir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Hún segir að fólk þurfi að spyrja sig spurninga á borð við; Erum við að nota skjátímann til góðs? Erum við að gera uppbyggilega hluti? Erum við bara að nota hann til að drepa tímann eða ættum við kannski að minnka einhverja skjáhegðun? Fyrirmyndin var segull sem borist hefur inn á heimili landsmanna í nokkur ár um útisvistartímann. Hún segir að með tilkomu hans hafi umræðan um útvistartímann auðveldari á mörgum heimilum og vonin sé að skjátíma segullinn hafi sömu áhrif.Tveir símalausir skólar í Breiðholti Fyrstu seglarnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Einnig voru flutt erindi þar sem krakkar ræddu hvaða áhrif það hafi á skólabraginn að gera skólann símalausan en tveir skólar í Breiðholti hafa tekið slíka ákvörðun. Öldutúnsskóli hefur verið símalaus síðan í lok mars og Hólabrekkuskóli stefnir á símaleysi fyrsta daginn eftir páskafrí. Kjartan Helgi Guðmundsson, nemandi í Ölduselsskóla, segir þetta vera dálítið miklar breytingu. „Maður flýr alltaf beint í símann þegar maður sest niður eða ætlar að gera eitthvað í skólanum. Núna þarf maður bara að byrja að tala við alla og kynnast öllum betur. Spila eða gera eitthvað allt annað. Svo þetta breytist svolítið og tekur tíma að venjast,“ segir hann. Glódís Björt Ólafardóttir Imsland, nemi í 9. Bekk Ölduselsskóla, tekur í sama streng. „Mér finnst þetta hafa verið mjög gott. Vegna þess aðáður en símalausi skólinn kom þá voru allir í símanum. Við löbbuðum inn á morgnana og þá voru bara allir í símanum að bíða. Það var ógeðslega leiðinlegt. Svo mér finnst þetta bara mjög gott,“ segir hún.Haldið þið að þetta breyti einhverju varðandi skjátíma ykkar?„Já maður minnkar þetta ósjálfráða að fara alltaf beint í símann þegar maður gerir það ekki í skólanum. Svo þegar þú ferð heim þá ferðþú ekki bara beint í símann eins og þú gerðir,“ segir Kjartan og Sveinbjörn Skúli Ólafsson, formaður nemendaráðs í Hólabrekkuskóla tekur undir það. „þetta mun að sjálfsögðu breyta skjátímanum mínum. Þetta verður allt öðruvísi og mikið minni skjátími. Af því maður er alltaf í frímínútum í símanum og stundum að laumast í símann í tímanum. Maður á náttúrulega að sjálfsögðu ekki að gera það,“ segir Sveinbjörn og hlær en bætir við aðþetta sé bara orðin ósjálfráð hreyfing að taka upp símann og kíkja. Hann segist spenntur fyrir komandi símaleysi í skólanum og að almennt taki nemendur vel íþessa hugmynd. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
þrjátíu þúsund seglum með upplýsingum um æskilegan skjátíma var dreift til fulltrúa allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík í dag.Verkefnið er að frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti og segir formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla þetta með stærri verkefnum sem foreldrafélög á landinu hafa ráðist í. Hugmyndin kviknaði hjá foreldrafélögum í Breiðholti og skólastjórnendum fyrir um þremur árum síðan. Í upphafi var fenginn styrkur til að útbúa segla fyrir börn í Breiðholti en verkefnið vatt svo upp á sig. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa vitund og umræður innan heimilanna um skjái og hvernig þeir hafa áhrif á líf okkar á allan máta og hversu langan tíma hver og einn er að nota skjáinn,“ segir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Hún segir að fólk þurfi að spyrja sig spurninga á borð við; Erum við að nota skjátímann til góðs? Erum við að gera uppbyggilega hluti? Erum við bara að nota hann til að drepa tímann eða ættum við kannski að minnka einhverja skjáhegðun? Fyrirmyndin var segull sem borist hefur inn á heimili landsmanna í nokkur ár um útisvistartímann. Hún segir að með tilkomu hans hafi umræðan um útvistartímann auðveldari á mörgum heimilum og vonin sé að skjátíma segullinn hafi sömu áhrif.Tveir símalausir skólar í Breiðholti Fyrstu seglarnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Einnig voru flutt erindi þar sem krakkar ræddu hvaða áhrif það hafi á skólabraginn að gera skólann símalausan en tveir skólar í Breiðholti hafa tekið slíka ákvörðun. Öldutúnsskóli hefur verið símalaus síðan í lok mars og Hólabrekkuskóli stefnir á símaleysi fyrsta daginn eftir páskafrí. Kjartan Helgi Guðmundsson, nemandi í Ölduselsskóla, segir þetta vera dálítið miklar breytingu. „Maður flýr alltaf beint í símann þegar maður sest niður eða ætlar að gera eitthvað í skólanum. Núna þarf maður bara að byrja að tala við alla og kynnast öllum betur. Spila eða gera eitthvað allt annað. Svo þetta breytist svolítið og tekur tíma að venjast,“ segir hann. Glódís Björt Ólafardóttir Imsland, nemi í 9. Bekk Ölduselsskóla, tekur í sama streng. „Mér finnst þetta hafa verið mjög gott. Vegna þess aðáður en símalausi skólinn kom þá voru allir í símanum. Við löbbuðum inn á morgnana og þá voru bara allir í símanum að bíða. Það var ógeðslega leiðinlegt. Svo mér finnst þetta bara mjög gott,“ segir hún.Haldið þið að þetta breyti einhverju varðandi skjátíma ykkar?„Já maður minnkar þetta ósjálfráða að fara alltaf beint í símann þegar maður gerir það ekki í skólanum. Svo þegar þú ferð heim þá ferðþú ekki bara beint í símann eins og þú gerðir,“ segir Kjartan og Sveinbjörn Skúli Ólafsson, formaður nemendaráðs í Hólabrekkuskóla tekur undir það. „þetta mun að sjálfsögðu breyta skjátímanum mínum. Þetta verður allt öðruvísi og mikið minni skjátími. Af því maður er alltaf í frímínútum í símanum og stundum að laumast í símann í tímanum. Maður á náttúrulega að sjálfsögðu ekki að gera það,“ segir Sveinbjörn og hlær en bætir við aðþetta sé bara orðin ósjálfráð hreyfing að taka upp símann og kíkja. Hann segist spenntur fyrir komandi símaleysi í skólanum og að almennt taki nemendur vel íþessa hugmynd.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira