Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri HB Granda, hafa komið nýir inn í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Aðalfundur samtakanna fór fram á Grand Hótel í Reykjavík í gær.
Þeir Bogi Nils og Ægir Páll taka sæti Ólafs Rögnvaldssonar og Péturs Þ. Óskarssonar sem ganga úr stjórninni.
„Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA í aðdraganda aðalfundar SA. Eyjólfur hlaut 96,5% greiddra atkvæða og var þátttaka góð,“ segir í tilkynningu á vef SA.
Að neðan má sjá yfirlit yfir stjórnarmenn í stjórn SA 2019-20.
Árni Sigurjónsson, Marel
Birna Einarsdóttir, Íslandsbanki
Bjarnheiður Hallsdóttir, Katla DMI
Bogi Nils Bogason, Icelandair
Davíð Torfi Ólafsson, Íslandshótel
Elín Hjálmsdóttir, Eimskipafélag Íslands
Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís
Gunnar Egill Sigurðsson, Samkaup
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Helga Árnadóttir, Bláa Lónið
Hjörleifur Stefánsson, Nes-raf
Hörður Arnarson, Landsvirkjun
Jens Garðar Helgason, Laxar fiskeldi
Jón Ólafur Halldórsson, Olíuverzlun Íslands
Margrét Sanders, Strategía
Rannveig Rist, Rio Tinto Íslandi
Sigurður R. Ragnarsson, Íslenskir aðalverktakar
Sigurður Viðarsson, Tryggingamiðstöðin
Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa
Ægir Páll Friðbertsson, HB Grandi
