Gölluðu grínistarnir stefna á heimsyfirráð Þórarinn Þórarinsson skrifar 10. apríl 2019 14:30 Þórhallur Þórhallsson, Dan Zerin, Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir og Stefnir Benediktsson líta á uppistand sitt sem einhvers konar meðferð. "Við erum svolítið að reyna að sýna að þótt að maður sé með einhverja svona erfiðleika er alveg hægt að gera hluti eins og að standa á sviði.“ Fréttablaðið/Sigtryggur Ari. Kvíðaröskun, einhverfa, geðklofi, Tourette og geðhvörf sameina grínistana í My Voices have Tourettes. Þau hafa í tæpt ár gert grín að tauga- og geðröskunum sínum við góðar undirtektir í The Secret Cellar í Lækjargötu og ætla annað kvöld, fimmtudagskvöld, að þakka fyrir sig með góðgerðarskemmtun til styrktar Tourette-samtökunum á Íslandi, Geðhjálp og Einhverfusamtökunum. Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir og „hinn tourettarinn okkar“, eins og hún kallar Dan Zerin, riðu á vaðið fyrir um það bil ári eftir að Dan sá uppistandsgrín Elvu Daggar, heillaðist og fékk kjarkinn til þess að byrja að grínast með heilkennið. „Hann sagðist vilja gera sýningu með mér og ég var bara rosalega til í það enda er ég alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Elva Dögg. „Hann stakk svo upp á að við fengjum Hönnuh Proppé Bailey, sem er með geðklofa, með okkur. Mér fannst það góð hugmynd og þannig byrjaði þetta.“ Elva Dögg segir að upphaflega hafi sýningarnar aðeins átt að vera þrjár á Reykjavík Fringe-hátíðinni síðasta sumar. „En síðan varð þetta bara að einhverju sem við áttum ekki von á,“ segir hún. Hópurinn stækkaði og varð að föstum lið á íslensku uppistandssenunni sem á sitt helsta varnarþing á The Secret Cellar.Fæddist í kvíðakasti „Síðan flutti Hannah, geðklofinn okkar, í sálfræðinám til Skotlands í haust. Við tölum svona hvert um annað og það veitir ekki af í þessum hópi að hafa einhvern sálfræðimenntaðan,“ segir Elva Dögg og hlær. Þá fórum við að taka inn fleiri og þar var Þórhallur náttúrlega efstur á blaði. Bæði vegna þess að við þekkjum hann og svo er hann með þessa ofsakvíðaröskun. Algjörlega snarkvíðinn, þannig að hann passaði svona ljómandi vel inn í þetta allt saman.“Eigendur The Secret Cellar töldu uppistandsgrín frymherjanna í hópnum svo mikilvægt að þeir gáfu þeim fastan sess í dagskrá hússins og þar eru þau enn, ári síðar, og ekkert lát er á vinsældum þeirra. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.Síðan bættust Carmela Torrini, Stefnir Benediktsson og Steindór Haraldsson í hópinn. „Ég fæddist í kvíðakasti. Ég kom bara grenjandi út,“ segir Þórhallur. „Ég vissi ekkert hvað var að mér fyrst en svo kom bara í ljós að þetta væri ofurkvíði og félagsfælni. Þannig að við erum nokkrir gallaðir grínistar. Tvö með Tourette, tvö með einhverfu, ég með minn ofurkvíða og einn sem er með allan pakkann, alveg hlaðborð af röskunum,“ segir Þórhallur. „Ég held að þessi sýning sé svona vinsæl vegna þess að það geta nánast allir tengt sig við eitthvað í henni og fólk er bara rosalega þakklátt fyrir það,“ segir Elva Dögg. „Það er í rauninni aðalatriðið að hjálpa fólki með þessu gríni. Mín sýn á þetta er að mér finnst við sko vera með svo rosalega lítið mengi utan um það sem við köllum normal. Mig langar að víkka þetta mengi þannig að bara allir passi inn í það. Við erum öll normal, við erum bara öll mismunandi.“Stefna á heimsyfirráð „Við viljum gefa eitthvað til baka vegna þess að við erum búin að fá svo mikinn stuðning og jákvæð viðbrögð á þessu ári,“ segir Þórhallur um góðgerðarkvöldið sem þau standa fyrir annað kvöld. „Þetta er búið að vinda svona upp á sig, það hefur fjölgað í hópnum síðan þau þrjú byrjuðu og þetta verður bara stærra og stærra og við ætlum bara að taka heiminn yfir. Er það ekki yfirleitt þannig, að það séu einhverjir geðsjúklingar að stjórna öllu? Af hverju ekki að hafa okkur?“ spyr Þórhallur. „Sýningunni er ætlað að auka vitund um geðheilbrigði almennt og reyna að gera það á skemmtilegan hátt. Við erum búin að fá rosa mikið af fyrirspurnum héðan og þaðan úr heiminum frá fólki sem vill fá okkur til að koma,“ segir Þórhallur en þau Elva Dögg eru sammála um að erlendum ferðamönnum, sem eru mikill meirihluti áhorfenda, finnist stórmerkilegt hversu auðvelt þau eiga með að tala um kvillana sína.Þau standa þétt saman „Við erum að fara til Finnlands í næsta mánuði og til Svíþjóðar líka þannig að tvennt er öruggt en planið er að fara til Bandaríkjanna, Englands og bara út um allt,“ segir Þórhallur og heldur áfram:"Þetta er góð meðferð og um að gera að hvetja fólk til að vera meira opið með hlutina, tala um þá, það hefur hjálpað okkur alveg rosalega mikið,“ segir Þórhallur um uppistand gölluðu grínistanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Fólk virðist hafa gaman af þessu og finnst þetta vera mikilvægt að við séum að tala um þessa hluti. Fólk þakkar okkur mikið fyrir eftir á, fyrir að þora að tala um þetta. Það eru margir að kljást við ýmislegt þannig að fólk er mjög þakklátt fyrir að við skulum vera að opna á þessa umræðu og tala um þetta á svona skemmtilegan og hispurslausan hátt,“ segir Þórhallur. „Það er líka bara ógeðslega gott að vera í svona grúppu sem er þannig að ef maður á alveg ömurlegan dag þá bara skilja það allir. Þá bara setja mann allir í bómull og það er bara svo rosalega gott,“ segir Elva Dögg. „Svo hefur bara orðið svo mikil breyting á okkur sjálfum með þessari sýningu. Maður fer í hverri einustu viku upp á svið og talar um hluti sem venjulega hafa verið taldir til galla en þarna segist maður bara vera kominn til þess að dusta allan óhreina þvottinn sinn hérna fyrir framan ykkur,“ heldur hún áfram. „Og maður er bara búinn að vaxa sem manneskja og Tourettið mitt fer ekki næstum því jafn mikið í taugarnar á mér núna og það gerði áður.“ Húsið er opnað klukkan 17 og uppistandssýningin hefst síðan venju samkvæmt klukkan 21. „Það er alltaf frítt inn en við verðum með alls konar uppákomur, seljum boli, erum með bingó og eitthvað svoleiðis kjaftæði. Svo er bara hægt að styrkja þessi félög með frjálsum framlögum,“ segir Þórhallur. Uppistand Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Kvíðaröskun, einhverfa, geðklofi, Tourette og geðhvörf sameina grínistana í My Voices have Tourettes. Þau hafa í tæpt ár gert grín að tauga- og geðröskunum sínum við góðar undirtektir í The Secret Cellar í Lækjargötu og ætla annað kvöld, fimmtudagskvöld, að þakka fyrir sig með góðgerðarskemmtun til styrktar Tourette-samtökunum á Íslandi, Geðhjálp og Einhverfusamtökunum. Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir og „hinn tourettarinn okkar“, eins og hún kallar Dan Zerin, riðu á vaðið fyrir um það bil ári eftir að Dan sá uppistandsgrín Elvu Daggar, heillaðist og fékk kjarkinn til þess að byrja að grínast með heilkennið. „Hann sagðist vilja gera sýningu með mér og ég var bara rosalega til í það enda er ég alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Elva Dögg. „Hann stakk svo upp á að við fengjum Hönnuh Proppé Bailey, sem er með geðklofa, með okkur. Mér fannst það góð hugmynd og þannig byrjaði þetta.“ Elva Dögg segir að upphaflega hafi sýningarnar aðeins átt að vera þrjár á Reykjavík Fringe-hátíðinni síðasta sumar. „En síðan varð þetta bara að einhverju sem við áttum ekki von á,“ segir hún. Hópurinn stækkaði og varð að föstum lið á íslensku uppistandssenunni sem á sitt helsta varnarþing á The Secret Cellar.Fæddist í kvíðakasti „Síðan flutti Hannah, geðklofinn okkar, í sálfræðinám til Skotlands í haust. Við tölum svona hvert um annað og það veitir ekki af í þessum hópi að hafa einhvern sálfræðimenntaðan,“ segir Elva Dögg og hlær. Þá fórum við að taka inn fleiri og þar var Þórhallur náttúrlega efstur á blaði. Bæði vegna þess að við þekkjum hann og svo er hann með þessa ofsakvíðaröskun. Algjörlega snarkvíðinn, þannig að hann passaði svona ljómandi vel inn í þetta allt saman.“Eigendur The Secret Cellar töldu uppistandsgrín frymherjanna í hópnum svo mikilvægt að þeir gáfu þeim fastan sess í dagskrá hússins og þar eru þau enn, ári síðar, og ekkert lát er á vinsældum þeirra. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.Síðan bættust Carmela Torrini, Stefnir Benediktsson og Steindór Haraldsson í hópinn. „Ég fæddist í kvíðakasti. Ég kom bara grenjandi út,“ segir Þórhallur. „Ég vissi ekkert hvað var að mér fyrst en svo kom bara í ljós að þetta væri ofurkvíði og félagsfælni. Þannig að við erum nokkrir gallaðir grínistar. Tvö með Tourette, tvö með einhverfu, ég með minn ofurkvíða og einn sem er með allan pakkann, alveg hlaðborð af röskunum,“ segir Þórhallur. „Ég held að þessi sýning sé svona vinsæl vegna þess að það geta nánast allir tengt sig við eitthvað í henni og fólk er bara rosalega þakklátt fyrir það,“ segir Elva Dögg. „Það er í rauninni aðalatriðið að hjálpa fólki með þessu gríni. Mín sýn á þetta er að mér finnst við sko vera með svo rosalega lítið mengi utan um það sem við köllum normal. Mig langar að víkka þetta mengi þannig að bara allir passi inn í það. Við erum öll normal, við erum bara öll mismunandi.“Stefna á heimsyfirráð „Við viljum gefa eitthvað til baka vegna þess að við erum búin að fá svo mikinn stuðning og jákvæð viðbrögð á þessu ári,“ segir Þórhallur um góðgerðarkvöldið sem þau standa fyrir annað kvöld. „Þetta er búið að vinda svona upp á sig, það hefur fjölgað í hópnum síðan þau þrjú byrjuðu og þetta verður bara stærra og stærra og við ætlum bara að taka heiminn yfir. Er það ekki yfirleitt þannig, að það séu einhverjir geðsjúklingar að stjórna öllu? Af hverju ekki að hafa okkur?“ spyr Þórhallur. „Sýningunni er ætlað að auka vitund um geðheilbrigði almennt og reyna að gera það á skemmtilegan hátt. Við erum búin að fá rosa mikið af fyrirspurnum héðan og þaðan úr heiminum frá fólki sem vill fá okkur til að koma,“ segir Þórhallur en þau Elva Dögg eru sammála um að erlendum ferðamönnum, sem eru mikill meirihluti áhorfenda, finnist stórmerkilegt hversu auðvelt þau eiga með að tala um kvillana sína.Þau standa þétt saman „Við erum að fara til Finnlands í næsta mánuði og til Svíþjóðar líka þannig að tvennt er öruggt en planið er að fara til Bandaríkjanna, Englands og bara út um allt,“ segir Þórhallur og heldur áfram:"Þetta er góð meðferð og um að gera að hvetja fólk til að vera meira opið með hlutina, tala um þá, það hefur hjálpað okkur alveg rosalega mikið,“ segir Þórhallur um uppistand gölluðu grínistanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Fólk virðist hafa gaman af þessu og finnst þetta vera mikilvægt að við séum að tala um þessa hluti. Fólk þakkar okkur mikið fyrir eftir á, fyrir að þora að tala um þetta. Það eru margir að kljást við ýmislegt þannig að fólk er mjög þakklátt fyrir að við skulum vera að opna á þessa umræðu og tala um þetta á svona skemmtilegan og hispurslausan hátt,“ segir Þórhallur. „Það er líka bara ógeðslega gott að vera í svona grúppu sem er þannig að ef maður á alveg ömurlegan dag þá bara skilja það allir. Þá bara setja mann allir í bómull og það er bara svo rosalega gott,“ segir Elva Dögg. „Svo hefur bara orðið svo mikil breyting á okkur sjálfum með þessari sýningu. Maður fer í hverri einustu viku upp á svið og talar um hluti sem venjulega hafa verið taldir til galla en þarna segist maður bara vera kominn til þess að dusta allan óhreina þvottinn sinn hérna fyrir framan ykkur,“ heldur hún áfram. „Og maður er bara búinn að vaxa sem manneskja og Tourettið mitt fer ekki næstum því jafn mikið í taugarnar á mér núna og það gerði áður.“ Húsið er opnað klukkan 17 og uppistandssýningin hefst síðan venju samkvæmt klukkan 21. „Það er alltaf frítt inn en við verðum með alls konar uppákomur, seljum boli, erum með bingó og eitthvað svoleiðis kjaftæði. Svo er bara hægt að styrkja þessi félög með frjálsum framlögum,“ segir Þórhallur.
Uppistand Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira