Keyrðu frá Kína til Íslands og draumurinn rættist Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 20:30 Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa draumaferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum. Þau hafa lent í ýmsum hremmingum á leiðinni en segja það allt vera þess virði. Ferðalag þeirra Tong Tong og Baibai, sem eru 26 ára gömul, hófst í Pakistan eftir talsverðan undirbúning og langan akstur í gegnum Kína. „Fyrir fimm mánuðum hófst ferðin og við höfum farið í gegnum 30 lönd áður en við komum hingað,“ segir Tong Tong. Þau hafa fengist við ýmislegt skemmtilegt á leiðinni. „Við gerum myndbönd og öflum peninga á leiðinni,“ segir Baibai en Tong Tong er kokkur og hefur meðal annars selt kínverska rétti á leiðinni til að afla fjár. Ferðalagið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.Bíllinn er vel skreyttur með korti af leiðinni og fánum landanna sem þau koma við í á leiðinni.Vísir/Egill„Við misstum allt í Makedóníu. Sígaunar tóku hluti frá okkur, næstum allt,“ segir Baibai. „Þeir tóku þrjá Iphone-síma, þrjár myndavélar og töskuna mína, peningaveski og allt. Ég hef bara vegabréfið og þennan bíl,“ bætir Tong Tong við. Síðasti spölurinn var með Norrænu frá Danmörku til Seyðisfjarðar en þau segjast hafa fengið upplýsingar um að þetta sé í fyrsta sinn sem bíll með kínversku skráningarnúmeri fer með Norrænu til Íslands. Þau stoppa hér í tvær vikur en ætla að keyra aðra leið til baka. Þau gera ráð fyrir að ferðalagið heim taki um tvo mánuði en þau búa á lítilli í eyju í suðurhluta Kína, skammt frá Hong Kong. Tong Tong segist hafa fengið ferðabakteríuna frá föður sínum. Ferðalagið til Íslands hafði verið draumur föður Tong Tong sem aldrei varð að veruleika svo sonurinn og tengdadóttirin létu drauminn verða að veruleika í staðinn. „En þetta var líka minn draumur,“ segir Baibai, „áður en ég hitti hann, þá ferðaðist ég ein.“ Fylgjast má með ferðum þeirra á bæði Instagram og Youtube. Ferðamennska á Íslandi Kína Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa draumaferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum. Þau hafa lent í ýmsum hremmingum á leiðinni en segja það allt vera þess virði. Ferðalag þeirra Tong Tong og Baibai, sem eru 26 ára gömul, hófst í Pakistan eftir talsverðan undirbúning og langan akstur í gegnum Kína. „Fyrir fimm mánuðum hófst ferðin og við höfum farið í gegnum 30 lönd áður en við komum hingað,“ segir Tong Tong. Þau hafa fengist við ýmislegt skemmtilegt á leiðinni. „Við gerum myndbönd og öflum peninga á leiðinni,“ segir Baibai en Tong Tong er kokkur og hefur meðal annars selt kínverska rétti á leiðinni til að afla fjár. Ferðalagið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.Bíllinn er vel skreyttur með korti af leiðinni og fánum landanna sem þau koma við í á leiðinni.Vísir/Egill„Við misstum allt í Makedóníu. Sígaunar tóku hluti frá okkur, næstum allt,“ segir Baibai. „Þeir tóku þrjá Iphone-síma, þrjár myndavélar og töskuna mína, peningaveski og allt. Ég hef bara vegabréfið og þennan bíl,“ bætir Tong Tong við. Síðasti spölurinn var með Norrænu frá Danmörku til Seyðisfjarðar en þau segjast hafa fengið upplýsingar um að þetta sé í fyrsta sinn sem bíll með kínversku skráningarnúmeri fer með Norrænu til Íslands. Þau stoppa hér í tvær vikur en ætla að keyra aðra leið til baka. Þau gera ráð fyrir að ferðalagið heim taki um tvo mánuði en þau búa á lítilli í eyju í suðurhluta Kína, skammt frá Hong Kong. Tong Tong segist hafa fengið ferðabakteríuna frá föður sínum. Ferðalagið til Íslands hafði verið draumur föður Tong Tong sem aldrei varð að veruleika svo sonurinn og tengdadóttirin létu drauminn verða að veruleika í staðinn. „En þetta var líka minn draumur,“ segir Baibai, „áður en ég hitti hann, þá ferðaðist ég ein.“ Fylgjast má með ferðum þeirra á bæði Instagram og Youtube.
Ferðamennska á Íslandi Kína Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira