Erlent

Fjórir skíðamenn létust í snjóflóði í Svissnesku Ölpunum

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Svissnesku Ölpunum nærri Genfarvatni
Frá Svissnesku Ölpunum nærri Genfarvatni Getty/Dan Kitwood
Fjórir þýskir skíðamenn létust eftir að hafa orðið fyrir snjóflóði nærri svissneska bænum Fieschertal síðasta föstudag. Lögreglan í Valais-héraði í suðurhluta Sviss staðfesti að lík mannanna hafi fundist síðdegis á Laugardag. AP greinir frá.

Leitað var að mönnunum úr lofti og einnig fóru björgunarsveitir á staðinn þar sem snjóflóðið féll. Aðstæður og veður voru erfiðar og gekk leit því erfiðlega.

Reinhard Bittel hjá björgunarsveit Fieschertal sagði mennina hafa grafist undir þriggja metra lagi af snjó. Mennirnir fjórir voru meðlimir í Alpaklúbbi Düsseldorf og eru taldir hafa verið mjög reyndir skíðakappar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×