Á þriðja hundrað látin við talningu atkvæða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 15:25 Telja þarf æði mörg atkvæði. Donal Husni/Getty Yfir 270 starfsmenn allsherjarkosninga í Indónesíu eru látnir. Flest dauðsföllin má rekja til þreytu sökum langrar vinnu við að handtelja atkvæði kjósenda í forseta- og tvennum þingkosningum landsins. Arief Priyo Susanto, talsmaður yfirkjörstjórnar kosninganna, segir 1878 starfsmenn til viðbótar hafa lagst í veikindi. Vinna við að telja atkvæðin hófst þegar Indónesíubúar gengu að kjörborðinu 17. apríl síðastliðinn. Kjörsókn var um 80% sem þýðir að telja þurfti 155 milljónir atkvæða í hverjum kosningum fyrir sig. Alls var kosið á 800 þúsund kjörstöðum. Þetta gríðarstóra verkefni virðist sannarlega hafa tekið sinn toll á starfsmenn kjörstjórnar en 272 þeirra hafa verið staðfestir látnir sökum yfirvinnutengdra veikinda. Yfirkjörstjórn Indónesíu hyggst bæta fjölskyldum þeirra sem látist hafa ástvinamissinn með því að greiða um 36 milljónir rúpía á hvern látinn starfsmann. Það eru rúmar 300 þúsund íslenskar krónur og jafngildir árslaunum lágmarkslaunastarfsmanns í Indónesíu. Þetta var í fyrsta sinn sem kosið var til forseta, landsþings og staðbundinna þinga á sama tíma í Indónesíu og telja margir það vera ástæðu fyrir því gríðarlega álagi sem starfsfólk kjörstjórnar stóð frammi fyrir. Joko Widodo, forseti Indónesíu, og Prabowo Subianto, forsetaframbjóðandi, hafa lýst yfir sigri í kosningunum til forseta. Útgönguspár benda þó til þess að Widodo hafi haft betur með allt að tíu prósentustiga mun. Gert er ráð fyrir að talningu atkvæða ljúki 22. maí næstkomandi. Indónesía Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Yfir 270 starfsmenn allsherjarkosninga í Indónesíu eru látnir. Flest dauðsföllin má rekja til þreytu sökum langrar vinnu við að handtelja atkvæði kjósenda í forseta- og tvennum þingkosningum landsins. Arief Priyo Susanto, talsmaður yfirkjörstjórnar kosninganna, segir 1878 starfsmenn til viðbótar hafa lagst í veikindi. Vinna við að telja atkvæðin hófst þegar Indónesíubúar gengu að kjörborðinu 17. apríl síðastliðinn. Kjörsókn var um 80% sem þýðir að telja þurfti 155 milljónir atkvæða í hverjum kosningum fyrir sig. Alls var kosið á 800 þúsund kjörstöðum. Þetta gríðarstóra verkefni virðist sannarlega hafa tekið sinn toll á starfsmenn kjörstjórnar en 272 þeirra hafa verið staðfestir látnir sökum yfirvinnutengdra veikinda. Yfirkjörstjórn Indónesíu hyggst bæta fjölskyldum þeirra sem látist hafa ástvinamissinn með því að greiða um 36 milljónir rúpía á hvern látinn starfsmann. Það eru rúmar 300 þúsund íslenskar krónur og jafngildir árslaunum lágmarkslaunastarfsmanns í Indónesíu. Þetta var í fyrsta sinn sem kosið var til forseta, landsþings og staðbundinna þinga á sama tíma í Indónesíu og telja margir það vera ástæðu fyrir því gríðarlega álagi sem starfsfólk kjörstjórnar stóð frammi fyrir. Joko Widodo, forseti Indónesíu, og Prabowo Subianto, forsetaframbjóðandi, hafa lýst yfir sigri í kosningunum til forseta. Útgönguspár benda þó til þess að Widodo hafi haft betur með allt að tíu prósentustiga mun. Gert er ráð fyrir að talningu atkvæða ljúki 22. maí næstkomandi.
Indónesía Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira