Verðandi forseti Úkraínu svarar boði Pútín um vegabréf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 14:27 Zelenskí er pólitískur nýgræðingur sem var fyrst og fremst þekktur sem gamanleikari. Vísir/EPA Volodymyr Zelenskí, verðandi forseti Úkraínu, segist ætla að bjóða öllum þeim sem þjást undir hæl spilltra gerræðisríkja, fyrst og fremst rússnesku þjóðinni, ríkisborgararétt í Úkraínu. Boðið er svar Zelenskí var tilskipun sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti gaf út í síðustu viku um rússnesk vegabréf fyrir úkraínska aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórn Pútín hefur stutt uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Í síðustu viku gaf hann út tilskipun um að Úkraínumönnum þar stæði til boða að fá forgangsmeðferð um rússnesk vegabréf. Sagðist hann jafnframt íhuga að bjóða öllum Úkraínumönnum það. Zelenskí, sem sigraði í forsteakosningum á páskadag, svaraði boði Pútín í færslu á Facebook. Þar sagðist hann efast um að margir landar hans ættu eftir að þiggja boð Rússlandsforseta enda væru Úkraínumenn frjáls þjóð í frjálsu landi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bauð hann á móti öllum þeim sem búa í gerræðislegum ríkjum ríkisborgararétt í Úkraínu, aðallega þó „rússnesku þjóðinni sem þjáist mest af öllum“. Skaut verðandi forsetinn föstum skotum að Rússlandi Pútíns. Skrifaði hann að rússneskt vegabréf tryggði mönnum „rétt til að vera handteknir fyrir friðsamleg mótmæli“ og „rétt til að hafa ekki frjálsar kosningar þar sem keppni er til staðar“. Krafðist hann þess að Rússar létu af hernámi sínu í austanverðu landinu og á Krímskaga. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Volodymyr Zelenskí, verðandi forseti Úkraínu, segist ætla að bjóða öllum þeim sem þjást undir hæl spilltra gerræðisríkja, fyrst og fremst rússnesku þjóðinni, ríkisborgararétt í Úkraínu. Boðið er svar Zelenskí var tilskipun sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti gaf út í síðustu viku um rússnesk vegabréf fyrir úkraínska aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórn Pútín hefur stutt uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Í síðustu viku gaf hann út tilskipun um að Úkraínumönnum þar stæði til boða að fá forgangsmeðferð um rússnesk vegabréf. Sagðist hann jafnframt íhuga að bjóða öllum Úkraínumönnum það. Zelenskí, sem sigraði í forsteakosningum á páskadag, svaraði boði Pútín í færslu á Facebook. Þar sagðist hann efast um að margir landar hans ættu eftir að þiggja boð Rússlandsforseta enda væru Úkraínumenn frjáls þjóð í frjálsu landi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bauð hann á móti öllum þeim sem búa í gerræðislegum ríkjum ríkisborgararétt í Úkraínu, aðallega þó „rússnesku þjóðinni sem þjáist mest af öllum“. Skaut verðandi forsetinn föstum skotum að Rússlandi Pútíns. Skrifaði hann að rússneskt vegabréf tryggði mönnum „rétt til að vera handteknir fyrir friðsamleg mótmæli“ og „rétt til að hafa ekki frjálsar kosningar þar sem keppni er til staðar“. Krafðist hann þess að Rússar létu af hernámi sínu í austanverðu landinu og á Krímskaga.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45