Heimilismenn með sín eigin gæludýr á Ási í Hveragerði 27. apríl 2019 19:45 Hænur, kettir og hundar gleðja heimilismenn alla daga á dvalar og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði en þar er heimilisfólki er leyft að vera með sín eigin gæludýr á heimilinu. Ás er Eden heimili, sem gengur út á að reyna að útrýma einmanaleika, leiða og hjálparleysi. Það var hátíðleg stund nýlega á Ási í Hveragerði þegar heimilið fékk formlega viðurkenningu þess efnis að það væri orðið Eden heimili. Boðið var upp á hátíðardagskrá með ræðum, söng og veitingum „Grunnurinn er að útrýma vanmætti, leiða og einmanaleika og ef við horfum á einstaklinga út frá þessum þremur hugtökum þá erum við að hugsa um vellíðan fólks, ekki bara hvaða sjúkdóma það er með eða hvaða færnisskerðingu það er með, við erum að horfa á styrkleika þeirra og hvað hægt er að gera með hverjum og einum til þess að efla og styrkja viðkomandi til að vera við stjórnvölinn í eigin lífi“, segir Rannveig Guðnadóttir verkefnisstjóri Eden á Íslandi. Gæludýr eins og hundar og kettir eru hluti af daglegu lífi á Ási, Rúsína er t.d. hundur sem einn heimilismaður á og er með á heimilinu. Dýrin eru mikilvæg. „Þau gefa fólki tækifæri á að hafa hlutverk og gleða og vekja bara mikla kátínu“, segir Steinunn Svanborg Gísladóttir, starfsmaður á Ási og bætir við hvað það sé stórkostlegt að fólkið fái að hafa sín eigin gæludýr inn á heimilinu. Hænurnar fá þó ekki að vera inni á heimilinu, þær eru í sínum hænsnakofa þar sem Fanney Björk Karlsdóttir er hænsnahirðir heimilisins. „Þær hafa vetursetu í Einholti í Ásahreppi en eru núna að koma heim og ætla að vera hér í sumar. Fólkið á heimilinu kemur hingað og sér um hænurnar, nær í eggin og svö bökuðum við náttúrulega úr eggjunum“, segir Fanney Björk. Á Ási eru nokkrir kettir, sem heimilisfólkið dýrkar.Hér er Árný Freyja með eina kisuna hjá sér.Leikskólabörn í Hveragerði eru mjög dugleg að koma í heimsókn.Magnús HlynurForsvarsmenn Áss í Hveragerði og Eden verkefnissins með skjalið, sem staðfestir að heimilið sé formlega orðið Eden heimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Hænan Dorrit býr í hænsnakofanum á Ási.Magnús Hlynur Hveragerði Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Hænur, kettir og hundar gleðja heimilismenn alla daga á dvalar og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði en þar er heimilisfólki er leyft að vera með sín eigin gæludýr á heimilinu. Ás er Eden heimili, sem gengur út á að reyna að útrýma einmanaleika, leiða og hjálparleysi. Það var hátíðleg stund nýlega á Ási í Hveragerði þegar heimilið fékk formlega viðurkenningu þess efnis að það væri orðið Eden heimili. Boðið var upp á hátíðardagskrá með ræðum, söng og veitingum „Grunnurinn er að útrýma vanmætti, leiða og einmanaleika og ef við horfum á einstaklinga út frá þessum þremur hugtökum þá erum við að hugsa um vellíðan fólks, ekki bara hvaða sjúkdóma það er með eða hvaða færnisskerðingu það er með, við erum að horfa á styrkleika þeirra og hvað hægt er að gera með hverjum og einum til þess að efla og styrkja viðkomandi til að vera við stjórnvölinn í eigin lífi“, segir Rannveig Guðnadóttir verkefnisstjóri Eden á Íslandi. Gæludýr eins og hundar og kettir eru hluti af daglegu lífi á Ási, Rúsína er t.d. hundur sem einn heimilismaður á og er með á heimilinu. Dýrin eru mikilvæg. „Þau gefa fólki tækifæri á að hafa hlutverk og gleða og vekja bara mikla kátínu“, segir Steinunn Svanborg Gísladóttir, starfsmaður á Ási og bætir við hvað það sé stórkostlegt að fólkið fái að hafa sín eigin gæludýr inn á heimilinu. Hænurnar fá þó ekki að vera inni á heimilinu, þær eru í sínum hænsnakofa þar sem Fanney Björk Karlsdóttir er hænsnahirðir heimilisins. „Þær hafa vetursetu í Einholti í Ásahreppi en eru núna að koma heim og ætla að vera hér í sumar. Fólkið á heimilinu kemur hingað og sér um hænurnar, nær í eggin og svö bökuðum við náttúrulega úr eggjunum“, segir Fanney Björk. Á Ási eru nokkrir kettir, sem heimilisfólkið dýrkar.Hér er Árný Freyja með eina kisuna hjá sér.Leikskólabörn í Hveragerði eru mjög dugleg að koma í heimsókn.Magnús HlynurForsvarsmenn Áss í Hveragerði og Eden verkefnissins með skjalið, sem staðfestir að heimilið sé formlega orðið Eden heimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Hænan Dorrit býr í hænsnakofanum á Ási.Magnús Hlynur
Hveragerði Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira