Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2019 14:45 Kafarar leita að líki ungrar stúlku í stöðuvatni nærri Nicosia, höfuðborg Kýpur. AP/Petros Karadjias Lögreglan í Kýpur stendur frammi fyrir harðri gagnrýni vegna meðferðar lögregluþjóna á tilkynningum um týndar erlendar verkakonur þar í landi. Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. Stjórnarandstaðan á Kýpur hefur kallað eftir því að Dómsmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér. Málið hefur vakið mikinn óhugur í Kýpur þar sem fjöldamorð af þessu tagi þykja einstaklega sjaldgæf. Rannsakendur frá Bretlandi, sem sérhæfa sig í fjöldamorðum, munu hjálpa til við rannsókn málsins.Lík þriggja kvenna hafa fundist. Talið er að tvær af konunum sem búið er að finna hafi verið frá Filippseyjum og hurfu þær í maí og í ágúst í fyrra. Önnur þeirra, Marry Rose Riburcio, átti sex ára dóttur sem hvarf á sama tíma en lík hennar hefur ekki fundist. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni gaf maðurinn upp staðsetningu þriðja líksins sem fannst og sagði hann þá konu hafa verið annaðhvort indverska eða frá Nepal.Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Irene Charalambides sagði Reuters að dómstólar Kýpur muni dæma manninn fyrir morðin. Afskiptaleysi yfirvalda þurfi þó að rannsaka. Ekkert hafi verið aðhafst þegar hvörf kvennanna voru tilkynnt og því þurfi dómsmálaráðherrann og yfirmaður lögreglunnar að segja af sér. Í heildina eru 80 mannshvörf óleyst á Kýpur og ná þau aftur til 1990. Lögreglan hefur lýst því yfir að rannsókn muni fara fram á öllum mögulegum verklagsgöllum þeirra vegna hvarfanna og hefur sérstök nefnd verið stofnuð til þess. Hermaðurinn fyrrverandi er 35 ára gamall og hefur nafn hans ekki verið opinberað og er það samkvæmt lögum í Kýpur, þar sem hann hefur ekki verið ákærður enn. Hann fannst í síðustu viku þegar lögregluþjónar fóru yfir netskilaboð Tiburcio og sáu skilaboð þeirra á milli. Hin konan sem var frá Filippseyjum hét Arian Palanas Lozano en lík hennar fannst í sömu námugöngum og lík Tiburcio. Lögreglan leitar einnig Livia Florentina Bunea, frá Rúmeníu, og átta ára dóttur hennar, Alena Natalia Bunea. Þær hurfu í september 2016. Þá er einnig leitað að Maricar Valtez Arquiola sem hvarf í desember 2017. Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
Lögreglan í Kýpur stendur frammi fyrir harðri gagnrýni vegna meðferðar lögregluþjóna á tilkynningum um týndar erlendar verkakonur þar í landi. Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. Stjórnarandstaðan á Kýpur hefur kallað eftir því að Dómsmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér. Málið hefur vakið mikinn óhugur í Kýpur þar sem fjöldamorð af þessu tagi þykja einstaklega sjaldgæf. Rannsakendur frá Bretlandi, sem sérhæfa sig í fjöldamorðum, munu hjálpa til við rannsókn málsins.Lík þriggja kvenna hafa fundist. Talið er að tvær af konunum sem búið er að finna hafi verið frá Filippseyjum og hurfu þær í maí og í ágúst í fyrra. Önnur þeirra, Marry Rose Riburcio, átti sex ára dóttur sem hvarf á sama tíma en lík hennar hefur ekki fundist. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni gaf maðurinn upp staðsetningu þriðja líksins sem fannst og sagði hann þá konu hafa verið annaðhvort indverska eða frá Nepal.Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Irene Charalambides sagði Reuters að dómstólar Kýpur muni dæma manninn fyrir morðin. Afskiptaleysi yfirvalda þurfi þó að rannsaka. Ekkert hafi verið aðhafst þegar hvörf kvennanna voru tilkynnt og því þurfi dómsmálaráðherrann og yfirmaður lögreglunnar að segja af sér. Í heildina eru 80 mannshvörf óleyst á Kýpur og ná þau aftur til 1990. Lögreglan hefur lýst því yfir að rannsókn muni fara fram á öllum mögulegum verklagsgöllum þeirra vegna hvarfanna og hefur sérstök nefnd verið stofnuð til þess. Hermaðurinn fyrrverandi er 35 ára gamall og hefur nafn hans ekki verið opinberað og er það samkvæmt lögum í Kýpur, þar sem hann hefur ekki verið ákærður enn. Hann fannst í síðustu viku þegar lögregluþjónar fóru yfir netskilaboð Tiburcio og sáu skilaboð þeirra á milli. Hin konan sem var frá Filippseyjum hét Arian Palanas Lozano en lík hennar fannst í sömu námugöngum og lík Tiburcio. Lögreglan leitar einnig Livia Florentina Bunea, frá Rúmeníu, og átta ára dóttur hennar, Alena Natalia Bunea. Þær hurfu í september 2016. Þá er einnig leitað að Maricar Valtez Arquiola sem hvarf í desember 2017.
Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00