Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2019 15:36 Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. Vísir/getty Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. McEwan gat ekki veitt verðlaununum viðtöku en þakkarræða höfundarins var sýnd á skjávarpa á málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í dag í Veröld, húsi Vigdísar. McEwan er þó væntanlegur til Íslands í september þar sem hann veitir verðlaununum viðtöku. Í skilaboðum frá höfundinum kom hann á framfæri djúpstætt þakklæti sitt og sagðist hlakka til að koma til Reykjavíkur í haust. Verðlaunin nema 15.000 evrum eða rúmum tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Eliza Reid forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Ferill Ians McEwan spannar næstum því hálfa öld en þekktastur er hann fyrir skáldsögurnar Friðþægingu (2001), Steinsteypugarðinn (1978) og Vinarþel ókunnugra (1981). Höfundarverkið spannar átján útgefin verk og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar yfir í breiðari samfélags-og mannlífslýsingar og sögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. McEwan gat ekki veitt verðlaununum viðtöku en þakkarræða höfundarins var sýnd á skjávarpa á málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í dag í Veröld, húsi Vigdísar. McEwan er þó væntanlegur til Íslands í september þar sem hann veitir verðlaununum viðtöku. Í skilaboðum frá höfundinum kom hann á framfæri djúpstætt þakklæti sitt og sagðist hlakka til að koma til Reykjavíkur í haust. Verðlaunin nema 15.000 evrum eða rúmum tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Eliza Reid forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Ferill Ians McEwan spannar næstum því hálfa öld en þekktastur er hann fyrir skáldsögurnar Friðþægingu (2001), Steinsteypugarðinn (1978) og Vinarþel ókunnugra (1981). Höfundarverkið spannar átján útgefin verk og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar yfir í breiðari samfélags-og mannlífslýsingar og sögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers.
Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira