Myndskeið af árásarmanni birt Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 15:37 Eitt fórnarlamba árásanna í Srí Lanka borið til grafar. Getty/Chamila Karunarathne Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. Fréttastofa Sky news birti myndband af árásarmanninum úr öryggismyndavél við hótelið. Maðurinn, sem ber nafnið Abdul Lathief Jameel Muhamed, er talinn hafa framið voðaverkið, en hann var stúdent í Bretlandi á árunum 2006-2007. Í myndbandinu, sem tekið var upp á öryggismyndavél fyrir utan hótelið, sést Muhamed standa fyrir utan hótelið áður en hann, talinn íklæddur sprengjuvesti, virkjaði sprengjuna. Myndbandið kom fram eftir að lögreglan í Srí Lanka lagði fram beiðni um að fá upplýsingar um þrjár konur og einn mann sem talin eru hafa átt aðild að árásunum. Lögreglan birti myndir af þeim grunuðu, sem öll virðast vera á þrítugs aldri, en tóku ekki fram hvernig fjórmenningarnir tengdust árásunum. Mohamed er talinn vera einn þeirra níu sem frömdu árásirnar, sem beint var að kirkjum og hótelum á Srí Lanka, sem bönuðu 253 einstaklingum og særðu meira en 500. Borin hafa verið kennsl á átta af þeim níu sem frömdu sjálfsvígsárásirnar, en Ruwan Wijewardene, varnarmálaráðherra landsins, sagði þau öll hafa verið vel menntuð og af vel efnuðu fólki komin. Kona, sem talin er hafa verið eiginkona eins sjálfsvígssprengjumannanna, sprengdi sig í loft upp á heimili tengdaföður síns, sem hefur nú verið tekinn í varðhald, samkvæmt fyrrverandi sjóhersforingja Srí Lanka. Tveir sona hans eru sagðir hafa verið sprengjumenn. Mohamad, sem var fæddur árið 1982, er talinn hafa stundað nám í suðaustur Englandi á árunum 2006-2007. Hann kláraði síðar nám í Ástralíu áður en hann flutti aftur til Srí Lanka. Lögreglan hefur að svo stöddu handtekið 60 manns í tengslum við málið, sem allir eru ríkisborgarar Srí Lanka og 32 þeirra eru enn í varðhaldi. Yfirvöld hafa sagt hópinn National Thowfeek Jamaath hópinn bera ábyrgð á árásunum en á þriðjudag tóku samtök sem kenna sig við íslamskt ríki ábyrgð á voðaverkunum rétt áður en þau birtu myndskeið af leiðtoga National Thowfeek Jamaath hópsins sverja Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur játað að leyniþjónusta landsins hafi búið yfir upplýsingum sem hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar hefðu þær verið nýttar á réttan hátt. Hann sagði upplýsingaflæði ekki hafa verið nógu gott. Lakshman Kiriella, þingforseti Srí Lanka, sagði hátt setta leyniþjónustumenn hafa leynt upplýsingunum viljandi og að upplýsingarnar hafi verið til staðar, en háttsettir leyniþjónustumenn hafi ekki gert viðeigandi ráðstafanir. „Einhver stjórnar þessum háttsettu leyniþjónustumönnum. Varnarmálaráðið er að taka þátt í stjórnmálum. Þetta verður að rannsaka.“Uppfært kl. 17:15Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tala látinna væri 359 en nýjar tölur hafa síðan komið fram og er tala látinna nú 253. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. Fréttastofa Sky news birti myndband af árásarmanninum úr öryggismyndavél við hótelið. Maðurinn, sem ber nafnið Abdul Lathief Jameel Muhamed, er talinn hafa framið voðaverkið, en hann var stúdent í Bretlandi á árunum 2006-2007. Í myndbandinu, sem tekið var upp á öryggismyndavél fyrir utan hótelið, sést Muhamed standa fyrir utan hótelið áður en hann, talinn íklæddur sprengjuvesti, virkjaði sprengjuna. Myndbandið kom fram eftir að lögreglan í Srí Lanka lagði fram beiðni um að fá upplýsingar um þrjár konur og einn mann sem talin eru hafa átt aðild að árásunum. Lögreglan birti myndir af þeim grunuðu, sem öll virðast vera á þrítugs aldri, en tóku ekki fram hvernig fjórmenningarnir tengdust árásunum. Mohamed er talinn vera einn þeirra níu sem frömdu árásirnar, sem beint var að kirkjum og hótelum á Srí Lanka, sem bönuðu 253 einstaklingum og særðu meira en 500. Borin hafa verið kennsl á átta af þeim níu sem frömdu sjálfsvígsárásirnar, en Ruwan Wijewardene, varnarmálaráðherra landsins, sagði þau öll hafa verið vel menntuð og af vel efnuðu fólki komin. Kona, sem talin er hafa verið eiginkona eins sjálfsvígssprengjumannanna, sprengdi sig í loft upp á heimili tengdaföður síns, sem hefur nú verið tekinn í varðhald, samkvæmt fyrrverandi sjóhersforingja Srí Lanka. Tveir sona hans eru sagðir hafa verið sprengjumenn. Mohamad, sem var fæddur árið 1982, er talinn hafa stundað nám í suðaustur Englandi á árunum 2006-2007. Hann kláraði síðar nám í Ástralíu áður en hann flutti aftur til Srí Lanka. Lögreglan hefur að svo stöddu handtekið 60 manns í tengslum við málið, sem allir eru ríkisborgarar Srí Lanka og 32 þeirra eru enn í varðhaldi. Yfirvöld hafa sagt hópinn National Thowfeek Jamaath hópinn bera ábyrgð á árásunum en á þriðjudag tóku samtök sem kenna sig við íslamskt ríki ábyrgð á voðaverkunum rétt áður en þau birtu myndskeið af leiðtoga National Thowfeek Jamaath hópsins sverja Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur játað að leyniþjónusta landsins hafi búið yfir upplýsingum sem hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar hefðu þær verið nýttar á réttan hátt. Hann sagði upplýsingaflæði ekki hafa verið nógu gott. Lakshman Kiriella, þingforseti Srí Lanka, sagði hátt setta leyniþjónustumenn hafa leynt upplýsingunum viljandi og að upplýsingarnar hafi verið til staðar, en háttsettir leyniþjónustumenn hafi ekki gert viðeigandi ráðstafanir. „Einhver stjórnar þessum háttsettu leyniþjónustumönnum. Varnarmálaráðið er að taka þátt í stjórnmálum. Þetta verður að rannsaka.“Uppfært kl. 17:15Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tala látinna væri 359 en nýjar tölur hafa síðan komið fram og er tala látinna nú 253.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30
Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01
Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06
Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09