Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 14:00 Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. EPA/LUONG THAI LINH Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af árásinni í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem finna á myndbönd sem innihalda ofbeldi og jafnvel sjálfsvíg og eyða þeim, ekki skilgreint Christchurch myndbandið almennilega. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hve lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Í kjölfar árásinnar eyddi ritstjórnarkerfið minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni af Facebook á einum sólarhring. Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. Um er að ræða nefndarfund þar sem hatursglæpur voru til umræðu og voru fulltrúar frá Twitter og Alphabet, sem á Google og Youtube, einnig á fundinum. Fyrirtæki þessi hafa öll unnið að þróun gervigreindar sem finna á efni eins og nefnt er hér að ofan og fjarlægja það.Samkvæmt umfjöllun Bloomberg, sem var með blaðamann á fundinum, sagði einn þingmaður Verkamannaflokksins að honum virtist ritstjórnarkerfi þeirra ekki virka og lýsti hann miðlum fyrirtækjanna sem rotþróm. „Manni finnst eins og fyrirtækjum ykkar sé skítsama. Þið gefið frá ykkur mikinn áróður en grípið ekki til aðgerða,“ sagði Stephen Doughty. Marco Pancini frá YouTube svaraði Doughty og sagði fyrirtækin þurfa að standa sig betur og þau væru að standa sig betur. Bretland Facebook Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af árásinni í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. Myndband sem þetta hafði aldrei birst áður á Facebook og því gat kerfið sem finna á myndbönd sem innihalda ofbeldi og jafnvel sjálfsvíg og eyða þeim, ekki skilgreint Christchurch myndbandið almennilega. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir hve lengi myndbandið var á Facebook og þegar það var fjarlægt hafði því verið dreift víða um internetið. Í kjölfar árásinnar eyddi ritstjórnarkerfið minnst einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni af Facebook á einum sólarhring. Þetta kom fram á fundi eins af yfirmönnum Facebook með þingmönnum í Bretlandi í morgun. Um er að ræða nefndarfund þar sem hatursglæpur voru til umræðu og voru fulltrúar frá Twitter og Alphabet, sem á Google og Youtube, einnig á fundinum. Fyrirtæki þessi hafa öll unnið að þróun gervigreindar sem finna á efni eins og nefnt er hér að ofan og fjarlægja það.Samkvæmt umfjöllun Bloomberg, sem var með blaðamann á fundinum, sagði einn þingmaður Verkamannaflokksins að honum virtist ritstjórnarkerfi þeirra ekki virka og lýsti hann miðlum fyrirtækjanna sem rotþróm. „Manni finnst eins og fyrirtækjum ykkar sé skítsama. Þið gefið frá ykkur mikinn áróður en grípið ekki til aðgerða,“ sagði Stephen Doughty. Marco Pancini frá YouTube svaraði Doughty og sagði fyrirtækin þurfa að standa sig betur og þau væru að standa sig betur.
Bretland Facebook Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira