Braut gegn stúlku með „afar grófri“ myndsendingu og orðbragði Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2019 10:19 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Var honum einnig gert að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar. Hann hafi viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við hana í farsímaskilaboðum og jafnframt sent henni ljósmynd af fólki í kynferðislegum athöfnum. Var þess krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafði stúlkan manninn einnig um eina milljón króna í miskabætur. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi neitað sök við þingfestingu málsins á þeim forsendum að hann hefði ekki viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við stúlkuna. Hann endurskoðaði þessa afstöðu sína og játaði brot sín skýlaust við þinghald í gær. Með játningunni og öðrum gögnum málsins taldist því sannað að maðurinn væri sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Miskabætur til stúlkunnar þóttu hæfilegar 200 þúsund krónur. Litið var til þess að háttsemi mannsins var til þess fallin að valda stúlkunni miska en um „afar grófa myndsendingu og orðbragð“ var að ræða, líkt og segir í dómi. Einnig var horft til þess að ekki liggja fyrir sérfræðileg gögn um afleiðingar brotsins fyrir stúlkuna. Var maðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Einnig var honum gert að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur líkt og áður segir, auk málskostnað upp á rúmar 500 þúsund krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Var honum einnig gert að greiða henni 200 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 brotið gegn blygðunarsemi stúlkunnar. Hann hafi viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við hana í farsímaskilaboðum og jafnframt sent henni ljósmynd af fólki í kynferðislegum athöfnum. Var þess krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafði stúlkan manninn einnig um eina milljón króna í miskabætur. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi neitað sök við þingfestingu málsins á þeim forsendum að hann hefði ekki viðhaft kynferðislegt og klámfengið tal við stúlkuna. Hann endurskoðaði þessa afstöðu sína og játaði brot sín skýlaust við þinghald í gær. Með játningunni og öðrum gögnum málsins taldist því sannað að maðurinn væri sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Miskabætur til stúlkunnar þóttu hæfilegar 200 þúsund krónur. Litið var til þess að háttsemi mannsins var til þess fallin að valda stúlkunni miska en um „afar grófa myndsendingu og orðbragð“ var að ræða, líkt og segir í dómi. Einnig var horft til þess að ekki liggja fyrir sérfræðileg gögn um afleiðingar brotsins fyrir stúlkuna. Var maðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Einnig var honum gert að greiða stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur líkt og áður segir, auk málskostnað upp á rúmar 500 þúsund krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira