Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2019 19:30 Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum að sögn forsvarsmanna og hefur þurft að loka deildum og rýmum á spítalanum og fresta aðgerðum vegna mönnunarvandans. Í dag bættust svo við frekari fregnir um lokanir vegna vöntunnar á fólki.Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.„Ég var til dæmis að fá ábendingu um það í dag að búið væri að loka fjórum rúmum á 11 E sem er krabbameinsdeild Landspítalans vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra segir að almennir starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa á spítalann en varast þurfi að þeir gangi í störf sérmenntaðra stétta. „Það sem er líka alvarlegt er að það er verið að ráða almenna starfsmenn til að styðja við starfsemina á spítalanum og maður þarf að vera vakandi yfir hvert það leiðir okkur,“ segir hún. Hún bendir hins vegar á að Sjúkraliðafélagið í samstarfi við Landspítalann sé að fara af stað með átak þar sem bjóða á þessum hópi starfsmanna uppá sjúkraliðanám samhliða starfi. Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og segir verið að leita leiða til að bæta hana. „Við erum að reyna að ná reyna að ná utan um starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að taka til skoðunnar alls konar hugmyndir sem hafa verið til umræðu um langt skeið. Nú eru náttúrulega kjarasamningar handan við hornið við þessar stéttir og það verður að vera partur að niðurstöðunni í þeim að skoða kjaramálin í víðu samhengi þ.e. starfsaðstæður og annað slíkt líka,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Alvarlegur skortur er á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á Landspítalanum að sögn forsvarsmanna og hefur þurft að loka deildum og rýmum á spítalanum og fresta aðgerðum vegna mönnunarvandans. Í dag bættust svo við frekari fregnir um lokanir vegna vöntunnar á fólki.Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.„Ég var til dæmis að fá ábendingu um það í dag að búið væri að loka fjórum rúmum á 11 E sem er krabbameinsdeild Landspítalans vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra segir að almennir starfsmenn hafi verið ráðnir til starfa á spítalann en varast þurfi að þeir gangi í störf sérmenntaðra stétta. „Það sem er líka alvarlegt er að það er verið að ráða almenna starfsmenn til að styðja við starfsemina á spítalanum og maður þarf að vera vakandi yfir hvert það leiðir okkur,“ segir hún. Hún bendir hins vegar á að Sjúkraliðafélagið í samstarfi við Landspítalann sé að fara af stað með átak þar sem bjóða á þessum hópi starfsmanna uppá sjúkraliðanám samhliða starfi. Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af stöðunni og segir verið að leita leiða til að bæta hana. „Við erum að reyna að ná reyna að ná utan um starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að taka til skoðunnar alls konar hugmyndir sem hafa verið til umræðu um langt skeið. Nú eru náttúrulega kjarasamningar handan við hornið við þessar stéttir og það verður að vera partur að niðurstöðunni í þeim að skoða kjaramálin í víðu samhengi þ.e. starfsaðstæður og annað slíkt líka,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira