Gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi þrátt fyrir viðvaranir að til stæði að ráðast á kirkjur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2019 18:30 Aðstandendur syrgja hina 12 ára gömlu Sneha Savindi, eitt af fórnarlömbum hryðjuverkanna. AP/Gemunu Amarasinghe Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Srí Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. Ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa harðlega gagnrýnt þá sem fara með stjórn öryggis- og löggæslustofnanna fyrir að hafa ekki brugðist við aðvörununum.Nærri 300 létust og fjölmargir særðust í samstilltum árásum í Srí Lanka í gær sem beindust að kirkjum og hótelum víðsvegar um landið. Ríkisstjórnin hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi,National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna.Í frétt New York Timeser greint frá minnisblaði frá lögreglunni í Srí Lanka sem dagsett er 11. apríl. Þar segir að upplýsingar hafi borist um það að hópurinn hafi í hyggju að ráðast á kaþólskar kirkjur. Í frétt New York Times segir einnig að öryggis- og lögreglustofnanir hafi fylgst náið með öfgaíslamistum með mögulegar tengingar við hópinn allt frá því í janúar á þessu ári.Kirkja heilags Sebastíans í Negombo, þar sem ein af árásunum var gerð.Ap/Chamila KarunarathneÍ fréttinni eru upplýsingarnar sem embættismenn virðast hafa búið yfir settar í samhengi við það að 24 voru handteknir aðeins þremur klukkutímum eftir árásirnar, sem bendi til þess að lögregluyfirvöld hafi vitað ýmislegt um hópinn og því getað brugðist fljótt við eftir árásirnar.Ráðherrar harðorðir í garð forsetans og lögreglustjórans Svo virðist sem að forsætisráðherra landsins hafi ekki haft vitneskju um minnisblaðið og hafa öryggistofnanir, sem og forseti landsins, Maithripala Sirisena. verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða þegar ljóst hafi verið að hætta stafaði af meðlimum National Thowheed Jamat. „Við skömmumst okkar fyrir það sem gerðist,“ sagði Rauff Hakeem, dómsmálaráðherra landsins. Setti hann spurningamerki við það af hverju ekkert hafi verið gert til þess að draga úr hættunni á árás miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir, einn fjölmargra ráðherra í ríkisstjórn Srí Lanka. Kallað hefur verið eftir því að lögreglustjóri Sri Lanka segir af sér en Hakeem sagði öryggis- og löggæslustofnanir Srí Lanka hafa brugðist. Forsetinn hefur þegar skipað sérstaka nefnd undir forsæti hæstaréttardómara, sem rannsaka á árásirnar og aðdraganda þeirra. Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Öryggissérfræðingur sem ræddi við New York Times vegna málsins tekur undir það og segir ólíklegt að fámennur hópur á borð við National Thowheed Jamat hafi getað framkvæmt slíka árás án utanaðkomandi aðstoðar. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Að minnsta kosti 290 látnir 24 handteknir vegna hryðjuverkanna í Srí Lanka 22. apríl 2019 09:14 Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði fengu öryggis- og lögregluyfirvöld í Srí Lanka upplýsingar um það að öfgasamtökin, sem talin eru hafa staðið að baki árásunum mannskæðu þar í landi í gær, væru að undirbúa árásir á kirkjur. Ráðherrar í ríkisstjórn landsins hafa harðlega gagnrýnt þá sem fara með stjórn öryggis- og löggæslustofnanna fyrir að hafa ekki brugðist við aðvörununum.Nærri 300 létust og fjölmargir særðust í samstilltum árásum í Srí Lanka í gær sem beindust að kirkjum og hótelum víðsvegar um landið. Ríkisstjórnin hefur beint spjótum sínum að fámennum hópi öfgaíslamista þar í landi,National Thowheed Jamat, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna sprengjuárásanna.Í frétt New York Timeser greint frá minnisblaði frá lögreglunni í Srí Lanka sem dagsett er 11. apríl. Þar segir að upplýsingar hafi borist um það að hópurinn hafi í hyggju að ráðast á kaþólskar kirkjur. Í frétt New York Times segir einnig að öryggis- og lögreglustofnanir hafi fylgst náið með öfgaíslamistum með mögulegar tengingar við hópinn allt frá því í janúar á þessu ári.Kirkja heilags Sebastíans í Negombo, þar sem ein af árásunum var gerð.Ap/Chamila KarunarathneÍ fréttinni eru upplýsingarnar sem embættismenn virðast hafa búið yfir settar í samhengi við það að 24 voru handteknir aðeins þremur klukkutímum eftir árásirnar, sem bendi til þess að lögregluyfirvöld hafi vitað ýmislegt um hópinn og því getað brugðist fljótt við eftir árásirnar.Ráðherrar harðorðir í garð forsetans og lögreglustjórans Svo virðist sem að forsætisráðherra landsins hafi ekki haft vitneskju um minnisblaðið og hafa öryggistofnanir, sem og forseti landsins, Maithripala Sirisena. verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða þegar ljóst hafi verið að hætta stafaði af meðlimum National Thowheed Jamat. „Við skömmumst okkar fyrir það sem gerðist,“ sagði Rauff Hakeem, dómsmálaráðherra landsins. Setti hann spurningamerki við það af hverju ekkert hafi verið gert til þess að draga úr hættunni á árás miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir, einn fjölmargra ráðherra í ríkisstjórn Srí Lanka. Kallað hefur verið eftir því að lögreglustjóri Sri Lanka segir af sér en Hakeem sagði öryggis- og löggæslustofnanir Srí Lanka hafa brugðist. Forsetinn hefur þegar skipað sérstaka nefnd undir forsæti hæstaréttardómara, sem rannsaka á árásirnar og aðdraganda þeirra. Yfirvöld í Srí Lanka segja þá sem stóðu að hryðjuverkunum á páskadag hafa tengingu við alþjóðleg samtök. Öryggissérfræðingur sem ræddi við New York Times vegna málsins tekur undir það og segir ólíklegt að fámennur hópur á borð við National Thowheed Jamat hafi getað framkvæmt slíka árás án utanaðkomandi aðstoðar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Að minnsta kosti 290 látnir 24 handteknir vegna hryðjuverkanna í Srí Lanka 22. apríl 2019 09:14 Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14 Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Ríkasti maður Danmerkur missir þrjú barna sinna á Srí Lanka Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. 22. apríl 2019 09:14
Segja öfgasamtök með alþjóðlega tengingu bera ábyrgð á hryðjuverkunum Að minnsta kosti 290 létust í þessum árásum á kirkjur og hótel og eru fimm hundruð særðir. 22. apríl 2019 11:24
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent