Þrjú af fjórum börnum danska milljarðamæringsins Anders Holch Povlsen létust í sprengjuárásunum á Srí Lanka í gær. Þetta hefur heimildarmaður staðfest við BBC.
Fjölskyldan var á ferðalagi um eyjuna yfir páskahelgina. Nöfn barnanna hafa ekki verið gerð opinber.
Povlsen er eigandi fatakeðjunnar Bestseller og er einn stærsti hluthafi í verslunarrisanum Asos, en hann á einnig stærsta landsvæði í einkaeigu á Skotlandi, skv. dagblaðinu the Times.
Talsmaður Bestseller sagði við BBC í tölvupósti „því miður getum við staðfest þessar fregnir. Við biðjum ykkur að virða einkalíf fjölskyldunnar og munum því ekki tjá okkur meira að svo stöddu.“
Haukar
Galychanka Lviv