Fyrsti sigurinn á PGA á ferlinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. apríl 2019 22:04 C.T. Pan var bestur á lokasprettinum vísir/getty Pan Chent-tsung, eða C.T. Pan eins og hann er betur þekktur, vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í kvöld þegar hann fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu. Pan átti tvo sigra á kanadíska PGA túrnum frá því 2015 en hafði aldrei unnið mót á sterkustu atvinnumótaröð heims áður.A moment to cherish.@CTPanGolf wins the @RBC_Heritage for his first career PGA TOUR victory. #LiveUnderParpic.twitter.com/2bnooBQv5V — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Pan var í fimmta sæti fyrir lokahringinn og byrjaði daginn í dag mjög stöðugt. Hann spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari og lauk leik á tólf höggum undir pari, höggi á undan Matt Kuchar og Patrick Cantlay. Fyrir mótið var besti árangur Pan, sem kemur frá Taívan, annað sætið frá því í ágúst síðasta sumar.First win feels for @CTPanGolf. #LiveUnderParpic.twitter.com/wxWFSrtovx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var í forystu fyrir lokahringinn en hann átti afleitan dag í dag. Johnson byrjaði ágætlega og fékk fugl á fimmtu holu en fylgdi því eftir með skolla á sjöundu. Seinni holurnar fóru þó hrikalega fyrir Johnson. Á elleftu holu fékk hann skolla og þar á eftir komu tveir skollar í röð. Á fjórtándu og fimmtándu komu svo tveir tvöfaldir skollar. Hann fékk sárabótaskolla á átjándu holu og kláraði því hringinn á sex höggum yfir pari. Það skilaði honum í 28. sæti mótsins. Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Pan Chent-tsung, eða C.T. Pan eins og hann er betur þekktur, vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í kvöld þegar hann fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu. Pan átti tvo sigra á kanadíska PGA túrnum frá því 2015 en hafði aldrei unnið mót á sterkustu atvinnumótaröð heims áður.A moment to cherish.@CTPanGolf wins the @RBC_Heritage for his first career PGA TOUR victory. #LiveUnderParpic.twitter.com/2bnooBQv5V — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Pan var í fimmta sæti fyrir lokahringinn og byrjaði daginn í dag mjög stöðugt. Hann spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari og lauk leik á tólf höggum undir pari, höggi á undan Matt Kuchar og Patrick Cantlay. Fyrir mótið var besti árangur Pan, sem kemur frá Taívan, annað sætið frá því í ágúst síðasta sumar.First win feels for @CTPanGolf. #LiveUnderParpic.twitter.com/wxWFSrtovx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var í forystu fyrir lokahringinn en hann átti afleitan dag í dag. Johnson byrjaði ágætlega og fékk fugl á fimmtu holu en fylgdi því eftir með skolla á sjöundu. Seinni holurnar fóru þó hrikalega fyrir Johnson. Á elleftu holu fékk hann skolla og þar á eftir komu tveir skollar í röð. Á fjórtándu og fimmtándu komu svo tveir tvöfaldir skollar. Hann fékk sárabótaskolla á átjándu holu og kláraði því hringinn á sex höggum yfir pari. Það skilaði honum í 28. sæti mótsins.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira