Fyrsti sigurinn á PGA á ferlinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. apríl 2019 22:04 C.T. Pan var bestur á lokasprettinum vísir/getty Pan Chent-tsung, eða C.T. Pan eins og hann er betur þekktur, vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í kvöld þegar hann fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu. Pan átti tvo sigra á kanadíska PGA túrnum frá því 2015 en hafði aldrei unnið mót á sterkustu atvinnumótaröð heims áður.A moment to cherish.@CTPanGolf wins the @RBC_Heritage for his first career PGA TOUR victory. #LiveUnderParpic.twitter.com/2bnooBQv5V — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Pan var í fimmta sæti fyrir lokahringinn og byrjaði daginn í dag mjög stöðugt. Hann spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari og lauk leik á tólf höggum undir pari, höggi á undan Matt Kuchar og Patrick Cantlay. Fyrir mótið var besti árangur Pan, sem kemur frá Taívan, annað sætið frá því í ágúst síðasta sumar.First win feels for @CTPanGolf. #LiveUnderParpic.twitter.com/wxWFSrtovx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var í forystu fyrir lokahringinn en hann átti afleitan dag í dag. Johnson byrjaði ágætlega og fékk fugl á fimmtu holu en fylgdi því eftir með skolla á sjöundu. Seinni holurnar fóru þó hrikalega fyrir Johnson. Á elleftu holu fékk hann skolla og þar á eftir komu tveir skollar í röð. Á fjórtándu og fimmtándu komu svo tveir tvöfaldir skollar. Hann fékk sárabótaskolla á átjándu holu og kláraði því hringinn á sex höggum yfir pari. Það skilaði honum í 28. sæti mótsins. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Pan Chent-tsung, eða C.T. Pan eins og hann er betur þekktur, vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í kvöld þegar hann fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu. Pan átti tvo sigra á kanadíska PGA túrnum frá því 2015 en hafði aldrei unnið mót á sterkustu atvinnumótaröð heims áður.A moment to cherish.@CTPanGolf wins the @RBC_Heritage for his first career PGA TOUR victory. #LiveUnderParpic.twitter.com/2bnooBQv5V — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Pan var í fimmta sæti fyrir lokahringinn og byrjaði daginn í dag mjög stöðugt. Hann spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari og lauk leik á tólf höggum undir pari, höggi á undan Matt Kuchar og Patrick Cantlay. Fyrir mótið var besti árangur Pan, sem kemur frá Taívan, annað sætið frá því í ágúst síðasta sumar.First win feels for @CTPanGolf. #LiveUnderParpic.twitter.com/wxWFSrtovx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var í forystu fyrir lokahringinn en hann átti afleitan dag í dag. Johnson byrjaði ágætlega og fékk fugl á fimmtu holu en fylgdi því eftir með skolla á sjöundu. Seinni holurnar fóru þó hrikalega fyrir Johnson. Á elleftu holu fékk hann skolla og þar á eftir komu tveir skollar í röð. Á fjórtándu og fimmtándu komu svo tveir tvöfaldir skollar. Hann fékk sárabótaskolla á átjándu holu og kláraði því hringinn á sex höggum yfir pari. Það skilaði honum í 28. sæti mótsins.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira