Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 12:00 Staðfest er að yfir 200 hafi látist í árásunum. Vísir/getty Talið er að danskir ríkisborgarar hafi látist í sprengjuárásunum á kirkjur og hótel á Sri Lanka í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. Engar tilkynningar hafa borist um Íslendinga á vettvangi árásanna, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Samtals eru 207 nú staðfestir látnir í árásunum. „Borist hafa fréttir af því að Danir séu á meðal hinna látnu og særðu. Borgaraþjónustan getur ekki staðfest það frekar á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni, sem birt var á Twitter í dag.SRI LANKA: Der er forlydender om danskere blandt de dræbte og tilskadekomne. Udenrigsministeriets Borgerservice kan ikke på nuværende tidspunkt bekræfte yderligere.— Udenrigsministeriets Borgerservice (@UMBorgerservice) April 21, 2019 Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Ib Petersen, yfirmanni hjá borgaraþjónustunni, að unnið sé að því að fá staðfestingu á dauðsföllum dönsku ríkisborgaranna í Sri Lanka. Þá veit hann ekki hversu margir Danir kunni að hafa fallið í árusunum en telur að um sé að ráða „mjög fáa“ einstaklinga, þó að margir danskir ferðamenn séu staddir í Sri Lanka. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, lýsti yfir mikilli sorg vegna fréttanna en ítrekaði að ekki væri hægt að staðfesta þær á þessari stundu.Dybt berørt over, at det nu også forlyder, at danskere er blandt ofrene for angrebene i Sri Lanka. @UMborgerservice følger udviklingen tæt, men kan ikke bekræfte yderligere på nuværende tidspunkt.— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 21, 2019 Engir Íslendingar á vettvangi árásanna Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að Íslendingar séu staddir á vettvangi árásanna. Einhverjir Íslendingar séu þó staddir í Sri Lanka og nokkrir þeirra hafi látið vita af sér. Sveinn bendir þó á að samfélagsmiðlar í Sri Lanka hafi legið niðri vegna árásanna og hvetur hann aðstandendur þeirra Íslendinga, sem taldir eru þurfa á aðstoð að halda úti, að hafa samband við borgaraþjónustuna. Tala látinna í árásunum, sem samtals eru orðnar átta, er komin upp í 207. Fimm lögreglumenn létust í seinni árásunum tveimur, sem gerðar voru nokkru síðar í dag en hinar sex. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan sex síðdegis og til sex í fyrramálið að staðartíma. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en ríkisstjórn Sri Lanka hefur gefið það út að sjö hafi verið handteknir vegna þeirra. Þá hafi fengist staðfest að sprengingarnar hafi verið sjálfsmorðsárásir og líklega standi einn tiltekinn hryðjuverkahópur á bak við þær. Danmörk Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Talið er að danskir ríkisborgarar hafi látist í sprengjuárásunum á kirkjur og hótel á Sri Lanka í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. Engar tilkynningar hafa borist um Íslendinga á vettvangi árásanna, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Samtals eru 207 nú staðfestir látnir í árásunum. „Borist hafa fréttir af því að Danir séu á meðal hinna látnu og særðu. Borgaraþjónustan getur ekki staðfest það frekar á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni, sem birt var á Twitter í dag.SRI LANKA: Der er forlydender om danskere blandt de dræbte og tilskadekomne. Udenrigsministeriets Borgerservice kan ikke på nuværende tidspunkt bekræfte yderligere.— Udenrigsministeriets Borgerservice (@UMBorgerservice) April 21, 2019 Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Ib Petersen, yfirmanni hjá borgaraþjónustunni, að unnið sé að því að fá staðfestingu á dauðsföllum dönsku ríkisborgaranna í Sri Lanka. Þá veit hann ekki hversu margir Danir kunni að hafa fallið í árusunum en telur að um sé að ráða „mjög fáa“ einstaklinga, þó að margir danskir ferðamenn séu staddir í Sri Lanka. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, lýsti yfir mikilli sorg vegna fréttanna en ítrekaði að ekki væri hægt að staðfesta þær á þessari stundu.Dybt berørt over, at det nu også forlyder, at danskere er blandt ofrene for angrebene i Sri Lanka. @UMborgerservice følger udviklingen tæt, men kan ikke bekræfte yderligere på nuværende tidspunkt.— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 21, 2019 Engir Íslendingar á vettvangi árásanna Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að Íslendingar séu staddir á vettvangi árásanna. Einhverjir Íslendingar séu þó staddir í Sri Lanka og nokkrir þeirra hafi látið vita af sér. Sveinn bendir þó á að samfélagsmiðlar í Sri Lanka hafi legið niðri vegna árásanna og hvetur hann aðstandendur þeirra Íslendinga, sem taldir eru þurfa á aðstoð að halda úti, að hafa samband við borgaraþjónustuna. Tala látinna í árásunum, sem samtals eru orðnar átta, er komin upp í 207. Fimm lögreglumenn létust í seinni árásunum tveimur, sem gerðar voru nokkru síðar í dag en hinar sex. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan sex síðdegis og til sex í fyrramálið að staðartíma. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en ríkisstjórn Sri Lanka hefur gefið það út að sjö hafi verið handteknir vegna þeirra. Þá hafi fengist staðfest að sprengingarnar hafi verið sjálfsmorðsárásir og líklega standi einn tiltekinn hryðjuverkahópur á bak við þær.
Danmörk Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27
Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31